Leikreglur heilsugæslunnar Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 13. október 2022 15:00 Innleiðing fjármögnunarlíkans heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu 2017 og loks á landsbyggðinni 2021 var fyrsta skrefið í eflingu heilsugæslu um allt land. Þó líkanið sé ekki fullkomið tókst loksins að tryggja að fjármagn fylgi notendum heilsugæslunnar óháð rekstrarforminu. Þannig búa notendur og veitendur heilbrigðisþjónustu við sambærilegar leikreglur sem er frumforsenda þess að hægt sé að færa þjónustuna nær íbúum. En hjá rekstraraðilum einkarekinna heilsugæslna ber hæst á góma ójafn kostnaður sem ekki hefur verið nægilega vel útfærður í fjármögnunarlíkaninu. Má hér nefna kostnað vegna trygginga, sem opinberar stofnanir þurfa ekki að kaupa. Einnig geta opinberu heilsugæslurnar fengið endurgreiðslu á virðisaukaskatti á þjónustu, sem hinar einkareknu hafa ekki kost á að fá endurgreitt. Loks má nefna aðstöðumun er kemur að kaupum á tækjabúnaði og kostnaði vegna Covid-19. Kostir fjölbreyttra rekstrarforma Staldra þarf við kosti fjölbreyttrar rekstrarforma í veitingu heilbrigðisþjónustu. Á höfuðborgarsvæðinu starfa 19 heilsugæslustöðvar, 4 af þeim eru einkareknar með samning við Sjúkratryggingar Íslands. Þjónustukannanir maskínu hafa nú ítrekað mælt heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og njóta þær einkareknu meira trausts og ánægju en aðrar heilsugæslustöðvar. Þá hefur traust og ánægja með þjónustu heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu almennt batnað, sem gefur til kynna að valfrelsi notendanna hefur ýtt undir bætta þjónustu á öllum stöðvunum, ekki aðeins þeim einkareknu. Höfum hér í huga að leikreglurnar eru þær sömu óháð rekstrarformi, sama komugjald og jafnt aðgengi íbúa, og þó fjármögnunin sé sambærileg er ekki alveg jafnt gefið. Fjármögnunarlíkanið verður að tryggja betur jafnræði meðal aðila. Utan höfuðborgarsvæðisins Á landsbyggðunum eru verkefni heilsugæslunnar ærin og halli er á rekstri þeirra. Það er ekki boðlegt að á landsbyggðunum verði þjónusta við íbúanna skert enn meira. Skoða verður aðrar útfærslur á veitingu þjónustunnar, eins og að færa hluta heilsugæsluþjónustunnar heim í hérað með því að gera sveitarfélögum í samstarfi við heilbrigðisstarfsmenn eða heilbrigðisfyrirtæki kleift að semja við Sjúkratryggingar Íslands um veitingu þjónustunnar til dæmis hluta úr viku heim í hérað og eftirlit/eftirfylgni með fjarheilbrigðisþjónustu. Hér er tækifæri til að efla valfrelsi notenda og heilbrigðisstarfsfólks með því að nýta fjölbreytt rekstrarform heilsugæsluþjónustu einnig utan höfuðborgarsvæðisins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Heilsugæsla Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Innleiðing fjármögnunarlíkans heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu 2017 og loks á landsbyggðinni 2021 var fyrsta skrefið í eflingu heilsugæslu um allt land. Þó líkanið sé ekki fullkomið tókst loksins að tryggja að fjármagn fylgi notendum heilsugæslunnar óháð rekstrarforminu. Þannig búa notendur og veitendur heilbrigðisþjónustu við sambærilegar leikreglur sem er frumforsenda þess að hægt sé að færa þjónustuna nær íbúum. En hjá rekstraraðilum einkarekinna heilsugæslna ber hæst á góma ójafn kostnaður sem ekki hefur verið nægilega vel útfærður í fjármögnunarlíkaninu. Má hér nefna kostnað vegna trygginga, sem opinberar stofnanir þurfa ekki að kaupa. Einnig geta opinberu heilsugæslurnar fengið endurgreiðslu á virðisaukaskatti á þjónustu, sem hinar einkareknu hafa ekki kost á að fá endurgreitt. Loks má nefna aðstöðumun er kemur að kaupum á tækjabúnaði og kostnaði vegna Covid-19. Kostir fjölbreyttra rekstrarforma Staldra þarf við kosti fjölbreyttrar rekstrarforma í veitingu heilbrigðisþjónustu. Á höfuðborgarsvæðinu starfa 19 heilsugæslustöðvar, 4 af þeim eru einkareknar með samning við Sjúkratryggingar Íslands. Þjónustukannanir maskínu hafa nú ítrekað mælt heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og njóta þær einkareknu meira trausts og ánægju en aðrar heilsugæslustöðvar. Þá hefur traust og ánægja með þjónustu heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu almennt batnað, sem gefur til kynna að valfrelsi notendanna hefur ýtt undir bætta þjónustu á öllum stöðvunum, ekki aðeins þeim einkareknu. Höfum hér í huga að leikreglurnar eru þær sömu óháð rekstrarformi, sama komugjald og jafnt aðgengi íbúa, og þó fjármögnunin sé sambærileg er ekki alveg jafnt gefið. Fjármögnunarlíkanið verður að tryggja betur jafnræði meðal aðila. Utan höfuðborgarsvæðisins Á landsbyggðunum eru verkefni heilsugæslunnar ærin og halli er á rekstri þeirra. Það er ekki boðlegt að á landsbyggðunum verði þjónusta við íbúanna skert enn meira. Skoða verður aðrar útfærslur á veitingu þjónustunnar, eins og að færa hluta heilsugæsluþjónustunnar heim í hérað með því að gera sveitarfélögum í samstarfi við heilbrigðisstarfsmenn eða heilbrigðisfyrirtæki kleift að semja við Sjúkratryggingar Íslands um veitingu þjónustunnar til dæmis hluta úr viku heim í hérað og eftirlit/eftirfylgni með fjarheilbrigðisþjónustu. Hér er tækifæri til að efla valfrelsi notenda og heilbrigðisstarfsfólks með því að nýta fjölbreytt rekstrarform heilsugæsluþjónustu einnig utan höfuðborgarsvæðisins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar