Meiri líkur á eldgosi nú en í fyrra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. október 2022 11:11 Úr Grímsvötnum. Myndin er úr safni, tekin í desember á síðasta ári. Vísir/RAX Búist er að fyrstu merki hlaupsins úr Grímsvötnum sjáist á vatnshæðarmælum í Gígjukvísl síðar í dag og að hlaupið nái hámarki á morgun. Meiri líkur eru á eldgosi í framhaldi af hlaupinu nú en fyrir ári. Fyrir um viku sjáist fyrstu merki þess á mælum Veðurstofunnar að íshellan í Grímsvötnum væri farin að síga og síðan þá hefur verið fylgst vel með svæðinu. Í gær var svo greint frá því að mælingar Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands gæfu til kynna að vatn væri farið að streyma úr Grímsvötnum og að von sé á hlaupi í Gígjukvísl. „Við sjáum engin bein merki hlaupsins strax og búumst ekki við því að það sjáist á vatnshæðarmæli okkar í Gígjukvísl alveg strax en það merki sem mun sjást verður mögulega frekar lítið. Þetta er ekki stórt hlaup,“ segir Salomé Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Fyrstu merki hlaupsins á mælinu í Gígjukvísl sjást væntanlega í dag og hlaupið nær svo hámarki á morgun. Lág vatnsstaða í Grímsstöðum gerir það að verkum að hlaupið verður væntanlega ekki nema um fimmtungur á við síðasta hlaup. „Við höfum sett Grímsvötn á gulan fluglitakóðann okkar og það er vegna þess að það getur verið að þrýstingsléttir sem að verður á kvikuhólfinu þegar að íshellan sígur það getur verið að það virki sem gikkur og komi í rauninni gosi af stað. Það hefur gerst í sögunni en það er alls ekki gefið. Oftar hleypur án þess það gjósi í kjölfarið en við gerum þetta af því það eru auknar líkur í kjölfar hlaupsins.“ Hún segir erfitt að spá fyrir um hvort að það gjósi í framhaldi af þessu hlaupi en ef svo fer þá gerist það dagana og vikuna eftir að hlaupið nær hámarki. „Það hefur náttúrulega ekki gosið síðan 2011 og það hefur orðið aukinn þrýstingur í kvikuhólfinu. Þannig það má vænta þess að það séu meiri líkur heldur en til dæmis í fyrra af því af því þegar það líður meiri tími þá eykst þrýstingurinn. Þannig að við bara bíðum og sjáum hvort að þetta sé nægt.“ Grímsvötn Hlaup Náttúruhamfarir Almannavarnir Skaftárhreppur Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Óvissustig í Grímsvötnum: Von á litlu hlaupi á morgun Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna mögulegs jökulshlaups úr Grímsvötnum. 10. október 2022 16:29 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Fleiri fréttir Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Sjá meira
Fyrir um viku sjáist fyrstu merki þess á mælum Veðurstofunnar að íshellan í Grímsvötnum væri farin að síga og síðan þá hefur verið fylgst vel með svæðinu. Í gær var svo greint frá því að mælingar Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands gæfu til kynna að vatn væri farið að streyma úr Grímsvötnum og að von sé á hlaupi í Gígjukvísl. „Við sjáum engin bein merki hlaupsins strax og búumst ekki við því að það sjáist á vatnshæðarmæli okkar í Gígjukvísl alveg strax en það merki sem mun sjást verður mögulega frekar lítið. Þetta er ekki stórt hlaup,“ segir Salomé Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Fyrstu merki hlaupsins á mælinu í Gígjukvísl sjást væntanlega í dag og hlaupið nær svo hámarki á morgun. Lág vatnsstaða í Grímsstöðum gerir það að verkum að hlaupið verður væntanlega ekki nema um fimmtungur á við síðasta hlaup. „Við höfum sett Grímsvötn á gulan fluglitakóðann okkar og það er vegna þess að það getur verið að þrýstingsléttir sem að verður á kvikuhólfinu þegar að íshellan sígur það getur verið að það virki sem gikkur og komi í rauninni gosi af stað. Það hefur gerst í sögunni en það er alls ekki gefið. Oftar hleypur án þess það gjósi í kjölfarið en við gerum þetta af því það eru auknar líkur í kjölfar hlaupsins.“ Hún segir erfitt að spá fyrir um hvort að það gjósi í framhaldi af þessu hlaupi en ef svo fer þá gerist það dagana og vikuna eftir að hlaupið nær hámarki. „Það hefur náttúrulega ekki gosið síðan 2011 og það hefur orðið aukinn þrýstingur í kvikuhólfinu. Þannig það má vænta þess að það séu meiri líkur heldur en til dæmis í fyrra af því af því þegar það líður meiri tími þá eykst þrýstingurinn. Þannig að við bara bíðum og sjáum hvort að þetta sé nægt.“
Grímsvötn Hlaup Náttúruhamfarir Almannavarnir Skaftárhreppur Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Óvissustig í Grímsvötnum: Von á litlu hlaupi á morgun Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna mögulegs jökulshlaups úr Grímsvötnum. 10. október 2022 16:29 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Fleiri fréttir Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Sjá meira
Óvissustig í Grímsvötnum: Von á litlu hlaupi á morgun Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna mögulegs jökulshlaups úr Grímsvötnum. 10. október 2022 16:29