Málið má rekja til þess að Ísorka kærði útboð Reykjavíkurborgar á svokölluðum hverfahleðslum, þar sem fyrirtækið taldi að borgin hefði átt að bjóða verkið út á evrópska efnahagssvæðinu. Kærunefnd útboðsmála komst að þeirri niðurstöðu að svo hafi átt að vera.
Í kjölfarið slökkti Orka náttúrunnar, sem var hlutskarpast í útboðinu, á 156 hleðslustöðvum fyrir rafbíla, sem fyrirtækið hafði komið upp víðs vegar um borgina.
Málið fór að lokum bæði fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og Landsrétt. Í nóvember á síðasta ári komst héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöði að málsmeðferð kærunefndarinnar hafi verið verulega ábótavant. Var úrskurður hennar því ógiltur.

Í kjölfarið kveikti Orka náttúrunnar aftur á hleðslustöðvunum. Málinu var skotið til Landsréttar, sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms. Þessu vildi Ísorka ekki una og óskaði því eftir leyfi til að skjóta málinu til Hæstaréttar.
Í málskotsbeiðninni kemur fram að Ísorka telji niðurstöðu Landsréttar vera bersýnilega ranga, auk þess sem að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi.
Hæstiréttur féllst hins vegar ekki á beiðninni. Telur rétturnn að úrslit málsins hafi hvorki verulegt almennt gildi né varði það sérstaklega mikilvæga hagsmuni Ísorku. Þá verði ekki sé að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Var beiðninni því hafnað.