Fyrir hverja eru Betri samgöngur? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 11. október 2022 07:01 Í liðinni viku funduðum við þingmenn á höfuðborgarsvæðinu með Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Á dagskrá voru m.a. samgöngumál, enda ofarlega í hugum íbúa svæðisins sem sitja fastir í umferð alla daga. Við fengum kynningu frá Betri samgöngum og skiptumst svo á skoðunum um verkefnin framundan. Í kynningunni var að finna þekkta mynd af bílaröð frá austri til vesturs að morgni dags. Mynd sem við íbúar austurhlutans þekkjum vel af eigin raun. Það er eitt brýnasta verkefnið á svæðinu að leysa þetta taktleysi í umferðarflæðinu. Lausnirnar þurfa því að taka mið af þörfum þeirra sem eiga að nýta sér þær; þeirra sem sitja fastir í umferðarteppunni sem þarf að leysa úr. Ég vakti því athygli á því, enn og aftur, að sveitarfélögin, einkum Reykjavíkurborg, þyrftu að temja sér nýjan hugsunarhátt. Af hverju eru þessir íbúar fastir, hver í sinni bifreið, á hverjum degi? Á þeim nánast samfelldu 25 árum sem vinstristjórn hefur verið í Reykjavík hefur nærþjónusta nánast horfið úr úthverfum borgarinnar. Foreldrar leikskólabarna þurfa að sækja þjónustu langt utan hverfis, jafnvel sveitarfélagsins, og opnunartími á leikskólum hefur verið styttur. Frístundaheimili borgarinnar þjónusta aðeins hluta af þeim börnum sem þurfa á því að halda. Og flestir sækja áfram vinnu í vesturhluta borgarinnar, það hefur lítið breyst. Við sem búum í austurhluta Reykjavíkurborgar veljum flest eða neyðumst til að ferðast aðallega um á bíl. Við keyrum þvert á enda borgarinnar til og frá vinnu og sækjum flest alla þjónustu utan hverfisins okkar. Börnin okkar fá ekki leikskóla- og frístundapláss í sínu hverfi fyrr en seint um síðir og það púsluspil bætist við ferðatímann til og frá vinnu. Af þessu litast afstaða okkar til ferðamáta, þ.m.t. til háleitra hugmynda um Betri samgöngur. Það er ágætt að sveitarfélögin hafi náð saman um umbætur í samgöngumálum. En það er algjör grundvallarforsenda fyrir breytingunum sem boðaðar eru að þær séu hugsaðar út frá hag notenda. Að íbúum svæðisins sem sitja fastir í þessari umferð sé raunverulega gert kleift að losna undan farginu. Þar er ábyrgð Reykjavíkurborgar mikil. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Umferð Reykjavík Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í liðinni viku funduðum við þingmenn á höfuðborgarsvæðinu með Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Á dagskrá voru m.a. samgöngumál, enda ofarlega í hugum íbúa svæðisins sem sitja fastir í umferð alla daga. Við fengum kynningu frá Betri samgöngum og skiptumst svo á skoðunum um verkefnin framundan. Í kynningunni var að finna þekkta mynd af bílaröð frá austri til vesturs að morgni dags. Mynd sem við íbúar austurhlutans þekkjum vel af eigin raun. Það er eitt brýnasta verkefnið á svæðinu að leysa þetta taktleysi í umferðarflæðinu. Lausnirnar þurfa því að taka mið af þörfum þeirra sem eiga að nýta sér þær; þeirra sem sitja fastir í umferðarteppunni sem þarf að leysa úr. Ég vakti því athygli á því, enn og aftur, að sveitarfélögin, einkum Reykjavíkurborg, þyrftu að temja sér nýjan hugsunarhátt. Af hverju eru þessir íbúar fastir, hver í sinni bifreið, á hverjum degi? Á þeim nánast samfelldu 25 árum sem vinstristjórn hefur verið í Reykjavík hefur nærþjónusta nánast horfið úr úthverfum borgarinnar. Foreldrar leikskólabarna þurfa að sækja þjónustu langt utan hverfis, jafnvel sveitarfélagsins, og opnunartími á leikskólum hefur verið styttur. Frístundaheimili borgarinnar þjónusta aðeins hluta af þeim börnum sem þurfa á því að halda. Og flestir sækja áfram vinnu í vesturhluta borgarinnar, það hefur lítið breyst. Við sem búum í austurhluta Reykjavíkurborgar veljum flest eða neyðumst til að ferðast aðallega um á bíl. Við keyrum þvert á enda borgarinnar til og frá vinnu og sækjum flest alla þjónustu utan hverfisins okkar. Börnin okkar fá ekki leikskóla- og frístundapláss í sínu hverfi fyrr en seint um síðir og það púsluspil bætist við ferðatímann til og frá vinnu. Af þessu litast afstaða okkar til ferðamáta, þ.m.t. til háleitra hugmynda um Betri samgöngur. Það er ágætt að sveitarfélögin hafi náð saman um umbætur í samgöngumálum. En það er algjör grundvallarforsenda fyrir breytingunum sem boðaðar eru að þær séu hugsaðar út frá hag notenda. Að íbúum svæðisins sem sitja fastir í þessari umferð sé raunverulega gert kleift að losna undan farginu. Þar er ábyrgð Reykjavíkurborgar mikil. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun