Innlent

Hinir grunuðu og konan þekktust

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Karlmennirnir voru handteknir hvor á sínum staðnum í gær.
Karlmennirnir voru handteknir hvor á sínum staðnum í gær. Vísir/Vilhelm

Tveir karlmenn á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um manndráp. Hin látna er kona á sextugsaldri og hefur samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við mennina sem eru á fimmtugsaldri.

Lögreglunni barst tilkynning um málið á laugardaginn en konan var þá látin í bíl sem stóð við hús í Laugardalnum. Mennirnir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram á fimmtudagn. Rannsókn málsins er en á frumstigi.

Þetta er í annað skiptið á innan við viku hér á landi sem grunur leikur á um manndráp en karlmaður á fimmtugsaldri lést af völdum stungusára á Ólafsfirði aðfaranótt síðastliðins mánudags. Þá eru aðeins sex vikur eru síðan kona var myrt á Blönduósi. Árásarmaðurinn lést einnig á vettvangi. 

Frá 2010 hafa eitt til þrjú manndráp verið framin á ári hverju hér á landi, samkvæmt Hagstofu Íslands. Þau voru hins vegar fjögur árið 2004, fim árið 2002 og sex árið 2000.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×