„Bréf til Láru“ Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 10. október 2022 11:31 Orðið „fáviti“ hefur löngum verið til í íslensku og notað við ýmsar aðstæður og líklega haft margs konar merkingar. Orðið fannst til að mynda víða í íslenskum lögum allt fram til ársins 2015. Í máli okkar, og jafnvel í lögum, hafa verið ýmis hugtök verið notuð til að lýst því sem sumir myndu kalla hálfvita, fífl, skíthæla og þaðan af verra. Á undanförnum árum hafa fjöldi foreldra og ættingja barna leitað til Afstöðu sem hefur yfir að ráða víðtækri reynslu af fjölskyldumálum og málefnum barna almennt. Verkefni félagsins varða í grunnin þá borgara sem sæta augljósustu frávikum frá mannréttindaákvæðum stjórnarskrá Íslands en að baki búa sömu sjónarmið og eiga við um aðrar mannréttinda skerðingar. Þar af leiðandi hafa verkefni lögfræðisviðs Afstöðu þanist út í aðra málaflokka sem lúta sömu lögmálum. Reynslan sýnir að sami vandi virðist steðja að flestum minnihlutahópum þessa útlistfagra lands sem Jónas Hallgrímsson lýsti með svo stórfengjum hætti. Lýsingar Þórbergs Þórðarsonar í „Bréfi til Láru“ eru þó mun nærri sannleikanum. Vandinn minnihlutahópa felst í því að Alþingi skilar skylduákvæði stjórnarskrárinnar sem heimildarákvæðum út í löggjöfina. Heimildarákvæðin leiða svo til þess að ráðuneyti og stofnanir ruglast í ríminu og halda að þeim hafi verið veittar heimildir til að setja leikreglur sem snúa mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar á hvolf. Börn eru ósjálfbjarga og eru háð umhverfi sínu. Þeim til bjargar er mannréttindaákvæði í stjórnarskránni sem hefur nú þá stöðu að vera öllum öðrum mannréttindum æðri. En það er ekki svo í raun. Vernd og velferð íslenskra barna hefur fallið í miðjan vítahring hryllingsmyndar sem ómálefnalegur kækur Alþingis hefur skapað. Staðan er þannig. Barnaverndarnefndir heyra undir sveitarfélög sem skipar þær með pólitískum hætti. Þar situr fólk sem hefur oft enga sértaka reynslu eða þekkingu er viðkemur réttindum barna. Þetta fólk kann þó að hafa það sér til ágætis að eiga vingott við ráðamenn sveitarfélaga. Starfsmenn barnaverndar eru fulltrúar nefndanna og starfa á þeirra ábyrgð. Alþingi hefur sett barnaverndarnefndum sérstök barnaverndarlög sem ætlað er að tryggja vernd og velferð barna sem stjórnarskráin krefst. Í lögunum eru strangar og ófrávíkjanlegar reglur um atriði sem verður að framkvæma áður en ákvörðun er tekin um líf og framtíð barns. Hver einasti stafur í lögunum skal skýrður börnum í hag. En það er enginn til að tryggja þetta og upp eftir kerfinu raðast aðilar innan lokaðs hrings sem ekki opnast fyrr en mál fer til dómstóla. Og þá er skaðinn skeður. Barnaverndarnefndir fara með úrskurðarvald um eigin verk. Þær taka ákvarðanir á sérstökum fundum um atvik sem nefndin vann sjálf og ber ábyrgð á. Hún er sem sé dómari í eigin máli. Samkvæmt lögum, skýrðum samkvæmt réttindum barns, getur barnaverndarnefnd aðeins úrskurðað í samræmi við barnaverndarlög og því er hún líklega vanhæf þegar barnaverndarlögum hefur ekki verið fylgt. En það er enginn til að passa upp á og þetta vegna skiptir akkúrat engu máli hvað fulltrúar barnaverndarnefnda hafa gert eða ekki gert. Málin eru afgreidd eins og þeim hentar og í mörgum tilvikum eru jafnvel hegningarlagabrot barnaverndarnefnda falin. Frá árinu 2010 hafa á annað hundrað barnaverndarmál komið á borð Afstöðu. Í ótrúlegum fjölda mála hafa málsmeðferðarreglur barnaverndarlaga verið brotnar. Og í seinni tíð hafa dómarar þurft að víkja barnaverndarlögunum og vangaveltum barnaverndarnefnda alfarið til hliðar og dæmt mál eingöngu á grundvelli stjórnarskrár ákvæðisins. Nú er ætlunin að breyta skipan barnaverndarmála og leggja niður barnaverndarnefndir í núverandi mynd. Því hefur verið frestað til næstu áramóta en hver veit? Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Barnavernd Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Orðið „fáviti“ hefur löngum verið til í íslensku og notað við ýmsar aðstæður og líklega haft margs konar merkingar. Orðið fannst til að mynda víða í íslenskum lögum allt fram til ársins 2015. Í máli okkar, og jafnvel í lögum, hafa verið ýmis hugtök verið notuð til að lýst því sem sumir myndu kalla hálfvita, fífl, skíthæla og þaðan af verra. Á undanförnum árum hafa fjöldi foreldra og ættingja barna leitað til Afstöðu sem hefur yfir að ráða víðtækri reynslu af fjölskyldumálum og málefnum barna almennt. Verkefni félagsins varða í grunnin þá borgara sem sæta augljósustu frávikum frá mannréttindaákvæðum stjórnarskrá Íslands en að baki búa sömu sjónarmið og eiga við um aðrar mannréttinda skerðingar. Þar af leiðandi hafa verkefni lögfræðisviðs Afstöðu þanist út í aðra málaflokka sem lúta sömu lögmálum. Reynslan sýnir að sami vandi virðist steðja að flestum minnihlutahópum þessa útlistfagra lands sem Jónas Hallgrímsson lýsti með svo stórfengjum hætti. Lýsingar Þórbergs Þórðarsonar í „Bréfi til Láru“ eru þó mun nærri sannleikanum. Vandinn minnihlutahópa felst í því að Alþingi skilar skylduákvæði stjórnarskrárinnar sem heimildarákvæðum út í löggjöfina. Heimildarákvæðin leiða svo til þess að ráðuneyti og stofnanir ruglast í ríminu og halda að þeim hafi verið veittar heimildir til að setja leikreglur sem snúa mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar á hvolf. Börn eru ósjálfbjarga og eru háð umhverfi sínu. Þeim til bjargar er mannréttindaákvæði í stjórnarskránni sem hefur nú þá stöðu að vera öllum öðrum mannréttindum æðri. En það er ekki svo í raun. Vernd og velferð íslenskra barna hefur fallið í miðjan vítahring hryllingsmyndar sem ómálefnalegur kækur Alþingis hefur skapað. Staðan er þannig. Barnaverndarnefndir heyra undir sveitarfélög sem skipar þær með pólitískum hætti. Þar situr fólk sem hefur oft enga sértaka reynslu eða þekkingu er viðkemur réttindum barna. Þetta fólk kann þó að hafa það sér til ágætis að eiga vingott við ráðamenn sveitarfélaga. Starfsmenn barnaverndar eru fulltrúar nefndanna og starfa á þeirra ábyrgð. Alþingi hefur sett barnaverndarnefndum sérstök barnaverndarlög sem ætlað er að tryggja vernd og velferð barna sem stjórnarskráin krefst. Í lögunum eru strangar og ófrávíkjanlegar reglur um atriði sem verður að framkvæma áður en ákvörðun er tekin um líf og framtíð barns. Hver einasti stafur í lögunum skal skýrður börnum í hag. En það er enginn til að tryggja þetta og upp eftir kerfinu raðast aðilar innan lokaðs hrings sem ekki opnast fyrr en mál fer til dómstóla. Og þá er skaðinn skeður. Barnaverndarnefndir fara með úrskurðarvald um eigin verk. Þær taka ákvarðanir á sérstökum fundum um atvik sem nefndin vann sjálf og ber ábyrgð á. Hún er sem sé dómari í eigin máli. Samkvæmt lögum, skýrðum samkvæmt réttindum barns, getur barnaverndarnefnd aðeins úrskurðað í samræmi við barnaverndarlög og því er hún líklega vanhæf þegar barnaverndarlögum hefur ekki verið fylgt. En það er enginn til að passa upp á og þetta vegna skiptir akkúrat engu máli hvað fulltrúar barnaverndarnefnda hafa gert eða ekki gert. Málin eru afgreidd eins og þeim hentar og í mörgum tilvikum eru jafnvel hegningarlagabrot barnaverndarnefnda falin. Frá árinu 2010 hafa á annað hundrað barnaverndarmál komið á borð Afstöðu. Í ótrúlegum fjölda mála hafa málsmeðferðarreglur barnaverndarlaga verið brotnar. Og í seinni tíð hafa dómarar þurft að víkja barnaverndarlögunum og vangaveltum barnaverndarnefnda alfarið til hliðar og dæmt mál eingöngu á grundvelli stjórnarskrár ákvæðisins. Nú er ætlunin að breyta skipan barnaverndarmála og leggja niður barnaverndarnefndir í núverandi mynd. Því hefur verið frestað til næstu áramóta en hver veit? Höfundur er formaður Afstöðu.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun