„Bréf til Láru“ Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 10. október 2022 11:31 Orðið „fáviti“ hefur löngum verið til í íslensku og notað við ýmsar aðstæður og líklega haft margs konar merkingar. Orðið fannst til að mynda víða í íslenskum lögum allt fram til ársins 2015. Í máli okkar, og jafnvel í lögum, hafa verið ýmis hugtök verið notuð til að lýst því sem sumir myndu kalla hálfvita, fífl, skíthæla og þaðan af verra. Á undanförnum árum hafa fjöldi foreldra og ættingja barna leitað til Afstöðu sem hefur yfir að ráða víðtækri reynslu af fjölskyldumálum og málefnum barna almennt. Verkefni félagsins varða í grunnin þá borgara sem sæta augljósustu frávikum frá mannréttindaákvæðum stjórnarskrá Íslands en að baki búa sömu sjónarmið og eiga við um aðrar mannréttinda skerðingar. Þar af leiðandi hafa verkefni lögfræðisviðs Afstöðu þanist út í aðra málaflokka sem lúta sömu lögmálum. Reynslan sýnir að sami vandi virðist steðja að flestum minnihlutahópum þessa útlistfagra lands sem Jónas Hallgrímsson lýsti með svo stórfengjum hætti. Lýsingar Þórbergs Þórðarsonar í „Bréfi til Láru“ eru þó mun nærri sannleikanum. Vandinn minnihlutahópa felst í því að Alþingi skilar skylduákvæði stjórnarskrárinnar sem heimildarákvæðum út í löggjöfina. Heimildarákvæðin leiða svo til þess að ráðuneyti og stofnanir ruglast í ríminu og halda að þeim hafi verið veittar heimildir til að setja leikreglur sem snúa mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar á hvolf. Börn eru ósjálfbjarga og eru háð umhverfi sínu. Þeim til bjargar er mannréttindaákvæði í stjórnarskránni sem hefur nú þá stöðu að vera öllum öðrum mannréttindum æðri. En það er ekki svo í raun. Vernd og velferð íslenskra barna hefur fallið í miðjan vítahring hryllingsmyndar sem ómálefnalegur kækur Alþingis hefur skapað. Staðan er þannig. Barnaverndarnefndir heyra undir sveitarfélög sem skipar þær með pólitískum hætti. Þar situr fólk sem hefur oft enga sértaka reynslu eða þekkingu er viðkemur réttindum barna. Þetta fólk kann þó að hafa það sér til ágætis að eiga vingott við ráðamenn sveitarfélaga. Starfsmenn barnaverndar eru fulltrúar nefndanna og starfa á þeirra ábyrgð. Alþingi hefur sett barnaverndarnefndum sérstök barnaverndarlög sem ætlað er að tryggja vernd og velferð barna sem stjórnarskráin krefst. Í lögunum eru strangar og ófrávíkjanlegar reglur um atriði sem verður að framkvæma áður en ákvörðun er tekin um líf og framtíð barns. Hver einasti stafur í lögunum skal skýrður börnum í hag. En það er enginn til að tryggja þetta og upp eftir kerfinu raðast aðilar innan lokaðs hrings sem ekki opnast fyrr en mál fer til dómstóla. Og þá er skaðinn skeður. Barnaverndarnefndir fara með úrskurðarvald um eigin verk. Þær taka ákvarðanir á sérstökum fundum um atvik sem nefndin vann sjálf og ber ábyrgð á. Hún er sem sé dómari í eigin máli. Samkvæmt lögum, skýrðum samkvæmt réttindum barns, getur barnaverndarnefnd aðeins úrskurðað í samræmi við barnaverndarlög og því er hún líklega vanhæf þegar barnaverndarlögum hefur ekki verið fylgt. En það er enginn til að passa upp á og þetta vegna skiptir akkúrat engu máli hvað fulltrúar barnaverndarnefnda hafa gert eða ekki gert. Málin eru afgreidd eins og þeim hentar og í mörgum tilvikum eru jafnvel hegningarlagabrot barnaverndarnefnda falin. Frá árinu 2010 hafa á annað hundrað barnaverndarmál komið á borð Afstöðu. Í ótrúlegum fjölda mála hafa málsmeðferðarreglur barnaverndarlaga verið brotnar. Og í seinni tíð hafa dómarar þurft að víkja barnaverndarlögunum og vangaveltum barnaverndarnefnda alfarið til hliðar og dæmt mál eingöngu á grundvelli stjórnarskrár ákvæðisins. Nú er ætlunin að breyta skipan barnaverndarmála og leggja niður barnaverndarnefndir í núverandi mynd. Því hefur verið frestað til næstu áramóta en hver veit? Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Barnavernd Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Orðið „fáviti“ hefur löngum verið til í íslensku og notað við ýmsar aðstæður og líklega haft margs konar merkingar. Orðið fannst til að mynda víða í íslenskum lögum allt fram til ársins 2015. Í máli okkar, og jafnvel í lögum, hafa verið ýmis hugtök verið notuð til að lýst því sem sumir myndu kalla hálfvita, fífl, skíthæla og þaðan af verra. Á undanförnum árum hafa fjöldi foreldra og ættingja barna leitað til Afstöðu sem hefur yfir að ráða víðtækri reynslu af fjölskyldumálum og málefnum barna almennt. Verkefni félagsins varða í grunnin þá borgara sem sæta augljósustu frávikum frá mannréttindaákvæðum stjórnarskrá Íslands en að baki búa sömu sjónarmið og eiga við um aðrar mannréttinda skerðingar. Þar af leiðandi hafa verkefni lögfræðisviðs Afstöðu þanist út í aðra málaflokka sem lúta sömu lögmálum. Reynslan sýnir að sami vandi virðist steðja að flestum minnihlutahópum þessa útlistfagra lands sem Jónas Hallgrímsson lýsti með svo stórfengjum hætti. Lýsingar Þórbergs Þórðarsonar í „Bréfi til Láru“ eru þó mun nærri sannleikanum. Vandinn minnihlutahópa felst í því að Alþingi skilar skylduákvæði stjórnarskrárinnar sem heimildarákvæðum út í löggjöfina. Heimildarákvæðin leiða svo til þess að ráðuneyti og stofnanir ruglast í ríminu og halda að þeim hafi verið veittar heimildir til að setja leikreglur sem snúa mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar á hvolf. Börn eru ósjálfbjarga og eru háð umhverfi sínu. Þeim til bjargar er mannréttindaákvæði í stjórnarskránni sem hefur nú þá stöðu að vera öllum öðrum mannréttindum æðri. En það er ekki svo í raun. Vernd og velferð íslenskra barna hefur fallið í miðjan vítahring hryllingsmyndar sem ómálefnalegur kækur Alþingis hefur skapað. Staðan er þannig. Barnaverndarnefndir heyra undir sveitarfélög sem skipar þær með pólitískum hætti. Þar situr fólk sem hefur oft enga sértaka reynslu eða þekkingu er viðkemur réttindum barna. Þetta fólk kann þó að hafa það sér til ágætis að eiga vingott við ráðamenn sveitarfélaga. Starfsmenn barnaverndar eru fulltrúar nefndanna og starfa á þeirra ábyrgð. Alþingi hefur sett barnaverndarnefndum sérstök barnaverndarlög sem ætlað er að tryggja vernd og velferð barna sem stjórnarskráin krefst. Í lögunum eru strangar og ófrávíkjanlegar reglur um atriði sem verður að framkvæma áður en ákvörðun er tekin um líf og framtíð barns. Hver einasti stafur í lögunum skal skýrður börnum í hag. En það er enginn til að tryggja þetta og upp eftir kerfinu raðast aðilar innan lokaðs hrings sem ekki opnast fyrr en mál fer til dómstóla. Og þá er skaðinn skeður. Barnaverndarnefndir fara með úrskurðarvald um eigin verk. Þær taka ákvarðanir á sérstökum fundum um atvik sem nefndin vann sjálf og ber ábyrgð á. Hún er sem sé dómari í eigin máli. Samkvæmt lögum, skýrðum samkvæmt réttindum barns, getur barnaverndarnefnd aðeins úrskurðað í samræmi við barnaverndarlög og því er hún líklega vanhæf þegar barnaverndarlögum hefur ekki verið fylgt. En það er enginn til að passa upp á og þetta vegna skiptir akkúrat engu máli hvað fulltrúar barnaverndarnefnda hafa gert eða ekki gert. Málin eru afgreidd eins og þeim hentar og í mörgum tilvikum eru jafnvel hegningarlagabrot barnaverndarnefnda falin. Frá árinu 2010 hafa á annað hundrað barnaverndarmál komið á borð Afstöðu. Í ótrúlegum fjölda mála hafa málsmeðferðarreglur barnaverndarlaga verið brotnar. Og í seinni tíð hafa dómarar þurft að víkja barnaverndarlögunum og vangaveltum barnaverndarnefnda alfarið til hliðar og dæmt mál eingöngu á grundvelli stjórnarskrár ákvæðisins. Nú er ætlunin að breyta skipan barnaverndarmála og leggja niður barnaverndarnefndir í núverandi mynd. Því hefur verið frestað til næstu áramóta en hver veit? Höfundur er formaður Afstöðu.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun