Innlent

Vaknaði við inn­brots­þjófa sem hlupu á brott

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Maðurinn vaknaði við innbrotsþjófana tvo.
Maðurinn vaknaði við innbrotsþjófana tvo. Vísir/Vilhelm

Íbúi í Hafnarfirði vaknaði við innbrotsþjófa í morgun en þeir höfðu farið inn um ólæstar dyr á húsi hans. Íbúinn kallaði að þjófunum tveimur sem hlupu út og skildu eftir hluti sem þeir eru taldir hafa ætlað að stela úr íbúðinni. Mennirnir voru á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang.

Þá var maður handtekinn í dag fyrir að hafa hellt málningu á bíla í Laugardal og í Hlíðunum. Í morgun var sami maður gripinn í miðbænum við að rispa bíla með lykli og þekktist hann því á myndbandsupptökum.

Tilkynnt var um innbrot í bíl í miðbænum en innbrotsþjófurinn braut rúðu bílsins og stal þaðan úlpu, seðlaveski og snyrtitösku. Enginn er grunaður í málinu, samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Lögregla var einnig kölluð út vegna líkamsárásar í miðbænum en þolandi hafði verið skorinn með hníf. Áverkar voru blessunarlega minniháttar, en þolandi vildi ekki tjá sig um málið við lögreglu. Málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×