Venus Williams valdi Hildi Yeoman fyrir Glamour viðtal Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. október 2022 18:59 Venus Williams í kjól eftir íslenska hönnuðin Hildi Yeoman. Glamour UK Tennisdrottningin Venus Williams prýðir nýjustu forsíðu tímaritsins Glamour. Það vakti sérstaka athygli okkar á Lífsinu að hún klæddist flíkum frá íslensku versluninni Yeoman í viðtali við Glamour. Hildur segir í samtali við Lífið að það sé algjör draumur að hafa fengið að klæða Venus Williams. „Við fengum fregnir af þessu í sumar, stílistinn hennar bað um flíkur fyrir hana fyrir myndatöku. Hún á sjálf einn kjól frà okkur. Það var svo bara í gær sem umboðsmaðurinn okkar í London sendi okkur viðtalið,“ segir Hildur. „Þetta er ekkert smà spennandi. Ég hef nú ekki verið duglegust að fylgjast með íþróttum í gegnum tíðina en þær systur eru svo flottar og það hefur verið „inspírerandi“ að fylgjast með þeim í gegnum tíðina.“ Hildur Yeoman fatahönnuður rekur verslunina Yeoman á Laugavegi 7 í Reykjavík. Saga Sig Í viðtali sem birtist á vef Glamour klæðist Williams til dæmis fallegum kjól sem Hildur Björk Yeoman hannaði. Kjóllinn er með einstaklega fallegt mynstur sem er hluti af Waterflower prenti hönnuðarins. Í myndatökunni má einnig sjá tennisstjörnuna í flíkum frá Louis Vuitton og Valentino. „Við elskum að klæða komur af öllum stærðum og gerðum og hönnum fatnað frá xs upp í xl, stundum xxl,“ segir Hildur. Algjör draumur Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þekktur einstaklingur velur að klæðast hönnun Hildar Yeoman. Hún hefur áður sagt frá því í viðtali hér á Vísi að hún finni vel fyrir aukinni umferð á vefsíðuna sína þegar stjörnur og erlendir tískuáhrifavaldar klæðast flíkunum. Það ætti því að vekja töluverða athygli á merkinu Hildur Yeoman og á Yeoman versluninni að tennisstjarnan klæðist Yeoman flíkum í breska Glamour. „Þetta er Waterflower kjóll sem hún klæðist í viðtalinu. Við eigum mjög svipaða kjóla núna í versluninni i tides prentinu. Þeir eru sem sagt báðir innblásnir af hafinu. Það er mjög oft innblástursefni hjá okkur í studioinu hjá okkur,“ segir Hildur um kjólinn sem Williams valdi. Myndir úr myndatökunni má finna á vef Glamour og á Instagram síðu tímaritsins. View this post on Instagram A post shared by British GLAMOUR (@glamouruk) „Venus Williams í flíkum frá okkur í Yeoman fyrir forsíðuviðtal hjá Glamour UK. Ótúlega skemmtilegt viðtal við Venus. Algjör draumur að dressa þessa hæfileikaríku konu,“ skrifar Hildur í færslu á Facebook. Tíska og hönnun Tennis Hollywood Tengdar fréttir Allt í blóma hjá Hildi Yeoman Hildur Yeoman stóð fyrir sýningunni In Bloom sem var partur af HönnunarMars og fór fram í Höfuðstöðinni. Merkið hefur verið áberandi bæði innan og utan landsteinanna og er þekkt fyrir draumkennd prent, falleg snið og litadýrð. 9. maí 2022 15:30 Hönnun Hildar Yeoman vakti athygli á tískuvikunni í London Söngkonan Kehlani vakti athygli í hönnun Hildar Yeoman í opnunarhófi tískuvikunnar í Bretlandi, London Fashion Week. Fjölmiðlar hafa fjallað um fataval bandarísku stjörnunnar þetta kvöld og birtust meðal annars myndir af henni í settinu á vef Vogue. 18. september 2021 21:01 Kylie Jenner birti mynd af hönnun Hildar Yeoman Stassie besta vinkona Kylie Jenner klæddist bol eftir íslenska fatahönnuðinn Hildi Yeoman um helgina. Milljarðamæringurinn sýndi dressið á Instagram en þær fóru út á lífið saman. 7. júní 2021 10:01 Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Hittast á laun Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Hildur segir í samtali við Lífið að það sé algjör draumur að hafa fengið að klæða Venus Williams. „Við fengum fregnir af þessu í sumar, stílistinn hennar bað um flíkur fyrir hana fyrir myndatöku. Hún á sjálf einn kjól frà okkur. Það var svo bara í gær sem umboðsmaðurinn okkar í London sendi okkur viðtalið,“ segir Hildur. „Þetta er ekkert smà spennandi. Ég hef nú ekki verið duglegust að fylgjast með íþróttum í gegnum tíðina en þær systur eru svo flottar og það hefur verið „inspírerandi“ að fylgjast með þeim í gegnum tíðina.“ Hildur Yeoman fatahönnuður rekur verslunina Yeoman á Laugavegi 7 í Reykjavík. Saga Sig Í viðtali sem birtist á vef Glamour klæðist Williams til dæmis fallegum kjól sem Hildur Björk Yeoman hannaði. Kjóllinn er með einstaklega fallegt mynstur sem er hluti af Waterflower prenti hönnuðarins. Í myndatökunni má einnig sjá tennisstjörnuna í flíkum frá Louis Vuitton og Valentino. „Við elskum að klæða komur af öllum stærðum og gerðum og hönnum fatnað frá xs upp í xl, stundum xxl,“ segir Hildur. Algjör draumur Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þekktur einstaklingur velur að klæðast hönnun Hildar Yeoman. Hún hefur áður sagt frá því í viðtali hér á Vísi að hún finni vel fyrir aukinni umferð á vefsíðuna sína þegar stjörnur og erlendir tískuáhrifavaldar klæðast flíkunum. Það ætti því að vekja töluverða athygli á merkinu Hildur Yeoman og á Yeoman versluninni að tennisstjarnan klæðist Yeoman flíkum í breska Glamour. „Þetta er Waterflower kjóll sem hún klæðist í viðtalinu. Við eigum mjög svipaða kjóla núna í versluninni i tides prentinu. Þeir eru sem sagt báðir innblásnir af hafinu. Það er mjög oft innblástursefni hjá okkur í studioinu hjá okkur,“ segir Hildur um kjólinn sem Williams valdi. Myndir úr myndatökunni má finna á vef Glamour og á Instagram síðu tímaritsins. View this post on Instagram A post shared by British GLAMOUR (@glamouruk) „Venus Williams í flíkum frá okkur í Yeoman fyrir forsíðuviðtal hjá Glamour UK. Ótúlega skemmtilegt viðtal við Venus. Algjör draumur að dressa þessa hæfileikaríku konu,“ skrifar Hildur í færslu á Facebook.
Tíska og hönnun Tennis Hollywood Tengdar fréttir Allt í blóma hjá Hildi Yeoman Hildur Yeoman stóð fyrir sýningunni In Bloom sem var partur af HönnunarMars og fór fram í Höfuðstöðinni. Merkið hefur verið áberandi bæði innan og utan landsteinanna og er þekkt fyrir draumkennd prent, falleg snið og litadýrð. 9. maí 2022 15:30 Hönnun Hildar Yeoman vakti athygli á tískuvikunni í London Söngkonan Kehlani vakti athygli í hönnun Hildar Yeoman í opnunarhófi tískuvikunnar í Bretlandi, London Fashion Week. Fjölmiðlar hafa fjallað um fataval bandarísku stjörnunnar þetta kvöld og birtust meðal annars myndir af henni í settinu á vef Vogue. 18. september 2021 21:01 Kylie Jenner birti mynd af hönnun Hildar Yeoman Stassie besta vinkona Kylie Jenner klæddist bol eftir íslenska fatahönnuðinn Hildi Yeoman um helgina. Milljarðamæringurinn sýndi dressið á Instagram en þær fóru út á lífið saman. 7. júní 2021 10:01 Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Hittast á laun Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Allt í blóma hjá Hildi Yeoman Hildur Yeoman stóð fyrir sýningunni In Bloom sem var partur af HönnunarMars og fór fram í Höfuðstöðinni. Merkið hefur verið áberandi bæði innan og utan landsteinanna og er þekkt fyrir draumkennd prent, falleg snið og litadýrð. 9. maí 2022 15:30
Hönnun Hildar Yeoman vakti athygli á tískuvikunni í London Söngkonan Kehlani vakti athygli í hönnun Hildar Yeoman í opnunarhófi tískuvikunnar í Bretlandi, London Fashion Week. Fjölmiðlar hafa fjallað um fataval bandarísku stjörnunnar þetta kvöld og birtust meðal annars myndir af henni í settinu á vef Vogue. 18. september 2021 21:01
Kylie Jenner birti mynd af hönnun Hildar Yeoman Stassie besta vinkona Kylie Jenner klæddist bol eftir íslenska fatahönnuðinn Hildi Yeoman um helgina. Milljarðamæringurinn sýndi dressið á Instagram en þær fóru út á lífið saman. 7. júní 2021 10:01