Ákærð fyrir að láta vin sinn myrða föður sinn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. október 2022 08:00 Getty Images Réttarhöld hófust á Spáni í vikunni yfir 19 ára stúlku sem er ákærð fyrir að hafa ginnt rúmlega tvítugan mann til þess að myrða föður sinn. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi í tvö ár, en er ekki ákærður þrátt fyrir að játa að hafa orðið föður sínum að bana. Drap föður sinn og kveikti í líkinu Fyrir þremur árum varð Ismael föður sínum að bana í Barcelona, daginn sem hann varð 21 árs. Hann kveikti í líkinu og slökkviliðsmönnum tókst með naumindum að bjarga byggingu frá því að brenna. Við yfirheyrslur sagði Isma að hann hafi ekki séð aðra lausn á ógninni sem honum og fjölskyldunni stafaði af föðurnum. Hann væri ekki öryggisvörður eins og allir héldu, heldur væri hann meðlimur í glæpagengi, hálfgerðri mafíu, og hann hefði hótað því að myrða fjölskylduna, eiginkonu og tvö börn. Ekki nóg með það, sagði Ismael, heldur hefði hann líka hótað því að drepa Júlíu, kærustu Ismaels, og tvíburana sem þau ættu saman. Réttarhöldin hefjast, en ekki yfir þeim sem beitti hnífnum Rannsókn málsins hefur tekið langan tíma, en í þessari viku hófust réttarhöldin. Það sem Ismael vissi ekki fyrir þremur árum, og fjölskylda hans reyndar ekki heldur, er að hann er haldinn alvarlegum geðklofa. Pabbi hans var ekki glæpamaður, hann átti enga unnustu, hvað þá börn. Rannsókn málsins bendir hins vegar til þess að vinkona Ismaels, Alba, hafi á einu ári sem hún þekkti hann, tekist að ná svo stórkostlegri stjórn á tilveru hans að hún gat fengið hann til þess að gera hvað sem var. Meira að segja að drepa pabba sinn, sem var vænsti maður. Það er því ekki Ismael sem situr á sakamannabekk í réttarhöldunum, heldur hin 19 ára gamla Alba og fer saksóknari fram á að hún verði dæmd til 34 ára fangelsisvistar. Ismael hefur verið í gæsluvarðhaldi í þrjú ár, en saksóknari fer fram á að hann verði leystur úr haldi og vistaður á sjúkrastofnun. Við upphaf réttarhaldanna neitaði Alba allri sök með grátstafinn í kverkunum. Vitni segja hana sjúklegan lygara Fjölmiðlar hafa flutt ítarlegar fréttir af réttarhöldunum og vitnisburði vitna. Þau draga heilt yfir upp mynd af Ölbu sem sjúklegum lygara. Móðir hennar segir hins vegar að hún sé ekki fær um að vefja fólki um fingur sér með þeim hætti sem henni er gefið að sök. Öðru nær, hún sé vanþroskað barn sem þurfi sárlega á aðstoð að halda. Þetta styðja sálfræðiskýrslur sem verjandi Ölbu hefur lagt fram. Þar kemur fram að hún hafi verið lögð í einelti í skóla og að hún sé í mikilli hættu á að verða viljalaust verkfæri annarra. Engin bein sönnunargögn liggja fyrir um sekt eða sakleysi málsaðila, einungis vitnisburður og mat lögreglu og saksóknara á því sem í raun gerðist. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Drap föður sinn og kveikti í líkinu Fyrir þremur árum varð Ismael föður sínum að bana í Barcelona, daginn sem hann varð 21 árs. Hann kveikti í líkinu og slökkviliðsmönnum tókst með naumindum að bjarga byggingu frá því að brenna. Við yfirheyrslur sagði Isma að hann hafi ekki séð aðra lausn á ógninni sem honum og fjölskyldunni stafaði af föðurnum. Hann væri ekki öryggisvörður eins og allir héldu, heldur væri hann meðlimur í glæpagengi, hálfgerðri mafíu, og hann hefði hótað því að myrða fjölskylduna, eiginkonu og tvö börn. Ekki nóg með það, sagði Ismael, heldur hefði hann líka hótað því að drepa Júlíu, kærustu Ismaels, og tvíburana sem þau ættu saman. Réttarhöldin hefjast, en ekki yfir þeim sem beitti hnífnum Rannsókn málsins hefur tekið langan tíma, en í þessari viku hófust réttarhöldin. Það sem Ismael vissi ekki fyrir þremur árum, og fjölskylda hans reyndar ekki heldur, er að hann er haldinn alvarlegum geðklofa. Pabbi hans var ekki glæpamaður, hann átti enga unnustu, hvað þá börn. Rannsókn málsins bendir hins vegar til þess að vinkona Ismaels, Alba, hafi á einu ári sem hún þekkti hann, tekist að ná svo stórkostlegri stjórn á tilveru hans að hún gat fengið hann til þess að gera hvað sem var. Meira að segja að drepa pabba sinn, sem var vænsti maður. Það er því ekki Ismael sem situr á sakamannabekk í réttarhöldunum, heldur hin 19 ára gamla Alba og fer saksóknari fram á að hún verði dæmd til 34 ára fangelsisvistar. Ismael hefur verið í gæsluvarðhaldi í þrjú ár, en saksóknari fer fram á að hann verði leystur úr haldi og vistaður á sjúkrastofnun. Við upphaf réttarhaldanna neitaði Alba allri sök með grátstafinn í kverkunum. Vitni segja hana sjúklegan lygara Fjölmiðlar hafa flutt ítarlegar fréttir af réttarhöldunum og vitnisburði vitna. Þau draga heilt yfir upp mynd af Ölbu sem sjúklegum lygara. Móðir hennar segir hins vegar að hún sé ekki fær um að vefja fólki um fingur sér með þeim hætti sem henni er gefið að sök. Öðru nær, hún sé vanþroskað barn sem þurfi sárlega á aðstoð að halda. Þetta styðja sálfræðiskýrslur sem verjandi Ölbu hefur lagt fram. Þar kemur fram að hún hafi verið lögð í einelti í skóla og að hún sé í mikilli hættu á að verða viljalaust verkfæri annarra. Engin bein sönnunargögn liggja fyrir um sekt eða sakleysi málsaðila, einungis vitnisburður og mat lögreglu og saksóknara á því sem í raun gerðist.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira