Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2022 22:05 Rangar fullyrðingar Donalds Trumps um að kosningasvik hafi kostað hann sigur árið 2020 eru orðnar að einni af meginkreddum Repúblikanaflokksins. AP/Chris Seward Tæplega þrjú hundruð frambjóðendur Repúblikanaflokksins til kosninga til Bandaríkjaþings og ríkisembætta, meirihluti frambjóðenda flokksins, viðurkenna ekki úrslit forsetakosninganna árið 2020 eða efast um þau. Afar líklegt er að minnsta kosti rúmur helmingur þeirra nái kjöri. Höfnun eða efasemdir um lögmæti forsetakosninganna árið 2020 hefur orðið að rétttrúnaði innan Repúblikanaflokksins þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, heldur enn á lofti stoðlausum samsæriskenningum sínum um að stórfelld svik hafi kostað hann endurkjör. Þær ásakanir hafa ítrekað verið hraktar. Greining Washington Post sýnir að meira en helmingur allra frambjóðenda flokksins til fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings og helstu embætta í einstökum ríkjum sem kosið verður um í nóvember aðhyllist þá flokkskreddu. Flestir þeirra eiga ennfremur að líkindum eftir að ná kjöri. Af þeim 299 sem afneita eða efast um úrslitin bjóða 174 sig fram til embætta sem repúblikanar vinna örugglega en 51 til viðbótar eru í harðri kosningabaráttu um sín sæti. Kannanir benda til þess að repúblikanar muni að líkindum vinna meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Þeir stjórna því líklega deildinni þegar næstu forsetakosningar fara fram árið 2024. Þeir sem ná kjöri í kosningum til ríkisstjóra eða ýmissa annarra ríkisembætta hefðu einnig einhver völd yfir framkvæmd kosninga. Minnir á valdboðssinna í öðrum ríkjum Hreyfingu afneitaranna hefur vaxið ásmegin frekar en hitt, jafnvel eftir að æstur múgur stuðningsmanna Trump réðst á þinghúsið vegna ranghugmynda um að úrslit forsetakosninganna hefðu verið ólögmæt, fyrir tveimur árum. Kjósendur í prófkjörum flokksins umbuna þeim frambjóðendum sem haldi áfram að ljúga um kosningarnar. Sérfræðingar sem Washington Post hefur rætt við segja að sú staðreynd að frambjóðendur repúblikana haldi til streitu ásökunum um kosningasvik þrátt fyrir nokkrar sannanir bendi til þess að þeir séu tilbúnir að grafa undan stofnunum lýðræðisins ef það hentar flokki þeirra. Þessi tilhneiging eigi margt sameiginlegt með valdboðshreyfingum í öðrum ríkjum. Margar þær hreyfingar verði til með ásökunum um stolnar kosningar. Margir þeirra sem halda ósannindunum á lofti viti betur en notfæri sér þau til að ná kjöri. Til skemmri tíma telja fræðimennirnir að frambjóðendur sem tapi eigi eftir að hafna úrslitunum í haust og slíkar ásakanir gætu einnig sett mark sitt á forsetakosningarnar eftir tvö ár. Til lengri tíma gætu stofnanir lýðræðisins verið í hættu. Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Skaut fast á Repúblikana fyrir fylgispekt þeirra við Trump Dómari fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og leiðtoga Repúblikanaflokksins fyrir ítrekaðar lygar þeirra um kosningasvik í Bandaríkjunum. Hún sagði Trump hafa gert háttsetta Repúblikana lafandi hrædda við að missa völd sín svo þeir þorðu ekki að fara gegn honum. 28. september 2022 11:11 Gefa ekki upp hvort þeir muni sætta sig við kosningaúrslit Á annan tug frambjóðenda Repúblikanaflokksins í þing- og ríkisstjórakosningum í haust vilja ekki taka af tvímæli um hvort þeir samþykki úrslitin þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Stór hluti flokksins afneitar enn úrslitum forsetakosninganna árið 2020. 19. september 2022 15:26 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Höfnun eða efasemdir um lögmæti forsetakosninganna árið 2020 hefur orðið að rétttrúnaði innan Repúblikanaflokksins þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, heldur enn á lofti stoðlausum samsæriskenningum sínum um að stórfelld svik hafi kostað hann endurkjör. Þær ásakanir hafa ítrekað verið hraktar. Greining Washington Post sýnir að meira en helmingur allra frambjóðenda flokksins til fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings og helstu embætta í einstökum ríkjum sem kosið verður um í nóvember aðhyllist þá flokkskreddu. Flestir þeirra eiga ennfremur að líkindum eftir að ná kjöri. Af þeim 299 sem afneita eða efast um úrslitin bjóða 174 sig fram til embætta sem repúblikanar vinna örugglega en 51 til viðbótar eru í harðri kosningabaráttu um sín sæti. Kannanir benda til þess að repúblikanar muni að líkindum vinna meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Þeir stjórna því líklega deildinni þegar næstu forsetakosningar fara fram árið 2024. Þeir sem ná kjöri í kosningum til ríkisstjóra eða ýmissa annarra ríkisembætta hefðu einnig einhver völd yfir framkvæmd kosninga. Minnir á valdboðssinna í öðrum ríkjum Hreyfingu afneitaranna hefur vaxið ásmegin frekar en hitt, jafnvel eftir að æstur múgur stuðningsmanna Trump réðst á þinghúsið vegna ranghugmynda um að úrslit forsetakosninganna hefðu verið ólögmæt, fyrir tveimur árum. Kjósendur í prófkjörum flokksins umbuna þeim frambjóðendum sem haldi áfram að ljúga um kosningarnar. Sérfræðingar sem Washington Post hefur rætt við segja að sú staðreynd að frambjóðendur repúblikana haldi til streitu ásökunum um kosningasvik þrátt fyrir nokkrar sannanir bendi til þess að þeir séu tilbúnir að grafa undan stofnunum lýðræðisins ef það hentar flokki þeirra. Þessi tilhneiging eigi margt sameiginlegt með valdboðshreyfingum í öðrum ríkjum. Margar þær hreyfingar verði til með ásökunum um stolnar kosningar. Margir þeirra sem halda ósannindunum á lofti viti betur en notfæri sér þau til að ná kjöri. Til skemmri tíma telja fræðimennirnir að frambjóðendur sem tapi eigi eftir að hafna úrslitunum í haust og slíkar ásakanir gætu einnig sett mark sitt á forsetakosningarnar eftir tvö ár. Til lengri tíma gætu stofnanir lýðræðisins verið í hættu.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Skaut fast á Repúblikana fyrir fylgispekt þeirra við Trump Dómari fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og leiðtoga Repúblikanaflokksins fyrir ítrekaðar lygar þeirra um kosningasvik í Bandaríkjunum. Hún sagði Trump hafa gert háttsetta Repúblikana lafandi hrædda við að missa völd sín svo þeir þorðu ekki að fara gegn honum. 28. september 2022 11:11 Gefa ekki upp hvort þeir muni sætta sig við kosningaúrslit Á annan tug frambjóðenda Repúblikanaflokksins í þing- og ríkisstjórakosningum í haust vilja ekki taka af tvímæli um hvort þeir samþykki úrslitin þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Stór hluti flokksins afneitar enn úrslitum forsetakosninganna árið 2020. 19. september 2022 15:26 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Skaut fast á Repúblikana fyrir fylgispekt þeirra við Trump Dómari fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og leiðtoga Repúblikanaflokksins fyrir ítrekaðar lygar þeirra um kosningasvik í Bandaríkjunum. Hún sagði Trump hafa gert háttsetta Repúblikana lafandi hrædda við að missa völd sín svo þeir þorðu ekki að fara gegn honum. 28. september 2022 11:11
Gefa ekki upp hvort þeir muni sætta sig við kosningaúrslit Á annan tug frambjóðenda Repúblikanaflokksins í þing- og ríkisstjórakosningum í haust vilja ekki taka af tvímæli um hvort þeir samþykki úrslitin þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Stór hluti flokksins afneitar enn úrslitum forsetakosninganna árið 2020. 19. september 2022 15:26