Fallist á kröfu um einangrun yfir hinum manninum líka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2022 15:55 Karlmaðurinn huldi höfuð sitt þegar hann var leiddur fyrir dómara. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur féllst nú síðdegis á kröfu héraðssaksóknara um tveggja vikna áframhaldandi einangrun í tilfelli karlmanns á þrítugsaldri sem lögreglu grunar um skipulagningu hryðjuverkaárásar. Héraðssaksóknari segir rannsókn miða ágætlega. Meintur samverkamaður mannsins var leiddur fyrir dómara í morgun, sama krafa gerð og hún samþykkt. Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi hans, kærði úrskurðinn um leið til Landsréttar. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir rannsókn málsins miða ágætlega. Hún sé þó umfangsmikil. Reynt sé að hraða rannsókninni vegna þeirra íþyngjandi aðgerða sem sakborningar í málinu sæta. Annar hefur verið í því sem næst samfelldri einangrun í þrjár vikur en hinn í tvær. Fjórir menn voru upphaflega handteknir í aðgerðum lögreglu þann 21. september síðastliðinn og voru tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í kjölfarið, einn í einnar viku og annar í tveggja vikna gæsluvarðhald. Lagt var hald á tugi skotvopna og þrívíddarprentara í aðgerðum lögreglu en mennirnir eru grunaðir um að hafa framleitt vopn í þeim. Á fréttamannafundi lögreglunnar í síðustu viku kom fram að í sautján húsleitum vegna málsins hafi verið lagt hald á tugi skotvopna, og þar af nokkur þrívíddarprentuð vopn. Meirihluti vopnanna hafi verið verksmiðjuframleiddur. Einnig kom fram í síðustu viku af Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hafi sagt sig frá rannsókn á málinu vegna mögulegs vanhæfis. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna þess að nafn föður hennar kom upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu. Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira
Meintur samverkamaður mannsins var leiddur fyrir dómara í morgun, sama krafa gerð og hún samþykkt. Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi hans, kærði úrskurðinn um leið til Landsréttar. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir rannsókn málsins miða ágætlega. Hún sé þó umfangsmikil. Reynt sé að hraða rannsókninni vegna þeirra íþyngjandi aðgerða sem sakborningar í málinu sæta. Annar hefur verið í því sem næst samfelldri einangrun í þrjár vikur en hinn í tvær. Fjórir menn voru upphaflega handteknir í aðgerðum lögreglu þann 21. september síðastliðinn og voru tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í kjölfarið, einn í einnar viku og annar í tveggja vikna gæsluvarðhald. Lagt var hald á tugi skotvopna og þrívíddarprentara í aðgerðum lögreglu en mennirnir eru grunaðir um að hafa framleitt vopn í þeim. Á fréttamannafundi lögreglunnar í síðustu viku kom fram að í sautján húsleitum vegna málsins hafi verið lagt hald á tugi skotvopna, og þar af nokkur þrívíddarprentuð vopn. Meirihluti vopnanna hafi verið verksmiðjuframleiddur. Einnig kom fram í síðustu viku af Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hafi sagt sig frá rannsókn á málinu vegna mögulegs vanhæfis. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna þess að nafn föður hennar kom upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu.
Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira