Flugu herþotum að Suður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2022 12:25 Þrjátíu herþotur voru sendar til móts við tólf þotur frá Norður-Kóreu. AP/Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu Tólf herþotum var flogið frá Norður-Kóreu að landamærum Suður-Kóreu í morgun. Í suðri voru þrjátíu orrustuþotur sendar til móts við hinar en mikil spenna er á svæðinu vegna ítrekaðra eldflaugaskota frá Norður-Kóreu síðustu daga og heræfinga í Suður-Kóreu. Herforingjaráð Suður-Kóreu segir að af herþotunum tólf hafi átta verið orrustuþotur og fjórar verið sprengjuflugvélar. Talið er að flugmenn Norður-Kóreu hafi verið að æfa árás á skotmörk í Suður-Kóreu, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar. Norður-Kóreumenn hafa skotið fjölmörgum eldflaugum á síðustu dögum. Á þriðjudaginn skutu þeir langdrægri eldflug sem getur borið kjarnorkuvopn yfir Japan. Þá sendu Bandaríkjamenn flugmóðurskip á svæðið. Áhöfn flugmóðurskipsins Ronald Reagan hefur tekið þátt í æfingum undan ströndum Kóreuskagans.AP/Sjóher Suður-Kóreu Eftir það var tveimur skammdrægum eldflaugum skotið frá Norður-Kóreu og héldu Bandaríkjamenn, Japanar og Suður-Kóreumenn saman heræfingu í kjölfar þess. Eldflaugum hefur einnig verið skotið á loft frá Suður-Kóreu. Sjá einnig: Suður-Kóreumenn svöruðu fyrir sig en báðust síðan afsökunar Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Það er kjarnorkuvopnaþróun einræðisríkisins einnig. Norður-Kórea hefur verið beitt mjög svo ströngum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna þessa. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti því nýverið yfir að hann myndi aldrei láta kjarnorkuvopn sín af hendi. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að Kim vilji að öllum líkindum að Norður-Kórea verði formlega viðurkennt sem kjarnorkuveldi og að viðskiptaþvingunum verði í kjölfarið aflétt. Bandaríkjamenn og aðrir bandamenn þeirra hafi þó ekki gefið í skyn að það muni nokkurn tímann gerast. Norður-Kórea Suður-Kórea Japan Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Tengdar fréttir Skutu eldflaug í átt að Japan Norður-Kóreumenn skutu í gærkvöldi eldflaug sem flaug yfir Japan. Íbúar Japan fengu skilaboð um að koma sér í skjól vegna eldflaugarinnar en að lokum lenti flaugin í Kyrrahafinu. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi með þessu viljað fanga athygli Japana og Bandaríkjamanna. 4. október 2022 06:48 Kim sagði „einföldum“ forseta Suður-Kóreu að halda kjafti Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir að forseti Suður-Kóreu sé einfaldur og barnalegur og hann eigi að halda kjafti. Þetta sagði hún í yfirlýsingu vegna ummæla Yoon Suk Yeol, forseta Suður-Kóreu, um að Norður-Kórea gæti fengið efnahagslega aðstoð í skiptum fyrir að láta kjarnorkuvopn sína af hendi. 19. ágúst 2022 11:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Herforingjaráð Suður-Kóreu segir að af herþotunum tólf hafi átta verið orrustuþotur og fjórar verið sprengjuflugvélar. Talið er að flugmenn Norður-Kóreu hafi verið að æfa árás á skotmörk í Suður-Kóreu, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar. Norður-Kóreumenn hafa skotið fjölmörgum eldflaugum á síðustu dögum. Á þriðjudaginn skutu þeir langdrægri eldflug sem getur borið kjarnorkuvopn yfir Japan. Þá sendu Bandaríkjamenn flugmóðurskip á svæðið. Áhöfn flugmóðurskipsins Ronald Reagan hefur tekið þátt í æfingum undan ströndum Kóreuskagans.AP/Sjóher Suður-Kóreu Eftir það var tveimur skammdrægum eldflaugum skotið frá Norður-Kóreu og héldu Bandaríkjamenn, Japanar og Suður-Kóreumenn saman heræfingu í kjölfar þess. Eldflaugum hefur einnig verið skotið á loft frá Suður-Kóreu. Sjá einnig: Suður-Kóreumenn svöruðu fyrir sig en báðust síðan afsökunar Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Það er kjarnorkuvopnaþróun einræðisríkisins einnig. Norður-Kórea hefur verið beitt mjög svo ströngum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna þessa. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti því nýverið yfir að hann myndi aldrei láta kjarnorkuvopn sín af hendi. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að Kim vilji að öllum líkindum að Norður-Kórea verði formlega viðurkennt sem kjarnorkuveldi og að viðskiptaþvingunum verði í kjölfarið aflétt. Bandaríkjamenn og aðrir bandamenn þeirra hafi þó ekki gefið í skyn að það muni nokkurn tímann gerast.
Norður-Kórea Suður-Kórea Japan Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Tengdar fréttir Skutu eldflaug í átt að Japan Norður-Kóreumenn skutu í gærkvöldi eldflaug sem flaug yfir Japan. Íbúar Japan fengu skilaboð um að koma sér í skjól vegna eldflaugarinnar en að lokum lenti flaugin í Kyrrahafinu. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi með þessu viljað fanga athygli Japana og Bandaríkjamanna. 4. október 2022 06:48 Kim sagði „einföldum“ forseta Suður-Kóreu að halda kjafti Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir að forseti Suður-Kóreu sé einfaldur og barnalegur og hann eigi að halda kjafti. Þetta sagði hún í yfirlýsingu vegna ummæla Yoon Suk Yeol, forseta Suður-Kóreu, um að Norður-Kórea gæti fengið efnahagslega aðstoð í skiptum fyrir að láta kjarnorkuvopn sína af hendi. 19. ágúst 2022 11:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Skutu eldflaug í átt að Japan Norður-Kóreumenn skutu í gærkvöldi eldflaug sem flaug yfir Japan. Íbúar Japan fengu skilaboð um að koma sér í skjól vegna eldflaugarinnar en að lokum lenti flaugin í Kyrrahafinu. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi með þessu viljað fanga athygli Japana og Bandaríkjamanna. 4. október 2022 06:48
Kim sagði „einföldum“ forseta Suður-Kóreu að halda kjafti Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir að forseti Suður-Kóreu sé einfaldur og barnalegur og hann eigi að halda kjafti. Þetta sagði hún í yfirlýsingu vegna ummæla Yoon Suk Yeol, forseta Suður-Kóreu, um að Norður-Kórea gæti fengið efnahagslega aðstoð í skiptum fyrir að láta kjarnorkuvopn sína af hendi. 19. ágúst 2022 11:12