Flugu herþotum að Suður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2022 12:25 Þrjátíu herþotur voru sendar til móts við tólf þotur frá Norður-Kóreu. AP/Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu Tólf herþotum var flogið frá Norður-Kóreu að landamærum Suður-Kóreu í morgun. Í suðri voru þrjátíu orrustuþotur sendar til móts við hinar en mikil spenna er á svæðinu vegna ítrekaðra eldflaugaskota frá Norður-Kóreu síðustu daga og heræfinga í Suður-Kóreu. Herforingjaráð Suður-Kóreu segir að af herþotunum tólf hafi átta verið orrustuþotur og fjórar verið sprengjuflugvélar. Talið er að flugmenn Norður-Kóreu hafi verið að æfa árás á skotmörk í Suður-Kóreu, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar. Norður-Kóreumenn hafa skotið fjölmörgum eldflaugum á síðustu dögum. Á þriðjudaginn skutu þeir langdrægri eldflug sem getur borið kjarnorkuvopn yfir Japan. Þá sendu Bandaríkjamenn flugmóðurskip á svæðið. Áhöfn flugmóðurskipsins Ronald Reagan hefur tekið þátt í æfingum undan ströndum Kóreuskagans.AP/Sjóher Suður-Kóreu Eftir það var tveimur skammdrægum eldflaugum skotið frá Norður-Kóreu og héldu Bandaríkjamenn, Japanar og Suður-Kóreumenn saman heræfingu í kjölfar þess. Eldflaugum hefur einnig verið skotið á loft frá Suður-Kóreu. Sjá einnig: Suður-Kóreumenn svöruðu fyrir sig en báðust síðan afsökunar Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Það er kjarnorkuvopnaþróun einræðisríkisins einnig. Norður-Kórea hefur verið beitt mjög svo ströngum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna þessa. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti því nýverið yfir að hann myndi aldrei láta kjarnorkuvopn sín af hendi. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að Kim vilji að öllum líkindum að Norður-Kórea verði formlega viðurkennt sem kjarnorkuveldi og að viðskiptaþvingunum verði í kjölfarið aflétt. Bandaríkjamenn og aðrir bandamenn þeirra hafi þó ekki gefið í skyn að það muni nokkurn tímann gerast. Norður-Kórea Suður-Kórea Japan Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Tengdar fréttir Skutu eldflaug í átt að Japan Norður-Kóreumenn skutu í gærkvöldi eldflaug sem flaug yfir Japan. Íbúar Japan fengu skilaboð um að koma sér í skjól vegna eldflaugarinnar en að lokum lenti flaugin í Kyrrahafinu. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi með þessu viljað fanga athygli Japana og Bandaríkjamanna. 4. október 2022 06:48 Kim sagði „einföldum“ forseta Suður-Kóreu að halda kjafti Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir að forseti Suður-Kóreu sé einfaldur og barnalegur og hann eigi að halda kjafti. Þetta sagði hún í yfirlýsingu vegna ummæla Yoon Suk Yeol, forseta Suður-Kóreu, um að Norður-Kórea gæti fengið efnahagslega aðstoð í skiptum fyrir að láta kjarnorkuvopn sína af hendi. 19. ágúst 2022 11:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Herforingjaráð Suður-Kóreu segir að af herþotunum tólf hafi átta verið orrustuþotur og fjórar verið sprengjuflugvélar. Talið er að flugmenn Norður-Kóreu hafi verið að æfa árás á skotmörk í Suður-Kóreu, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar. Norður-Kóreumenn hafa skotið fjölmörgum eldflaugum á síðustu dögum. Á þriðjudaginn skutu þeir langdrægri eldflug sem getur borið kjarnorkuvopn yfir Japan. Þá sendu Bandaríkjamenn flugmóðurskip á svæðið. Áhöfn flugmóðurskipsins Ronald Reagan hefur tekið þátt í æfingum undan ströndum Kóreuskagans.AP/Sjóher Suður-Kóreu Eftir það var tveimur skammdrægum eldflaugum skotið frá Norður-Kóreu og héldu Bandaríkjamenn, Japanar og Suður-Kóreumenn saman heræfingu í kjölfar þess. Eldflaugum hefur einnig verið skotið á loft frá Suður-Kóreu. Sjá einnig: Suður-Kóreumenn svöruðu fyrir sig en báðust síðan afsökunar Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Það er kjarnorkuvopnaþróun einræðisríkisins einnig. Norður-Kórea hefur verið beitt mjög svo ströngum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna þessa. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti því nýverið yfir að hann myndi aldrei láta kjarnorkuvopn sín af hendi. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að Kim vilji að öllum líkindum að Norður-Kórea verði formlega viðurkennt sem kjarnorkuveldi og að viðskiptaþvingunum verði í kjölfarið aflétt. Bandaríkjamenn og aðrir bandamenn þeirra hafi þó ekki gefið í skyn að það muni nokkurn tímann gerast.
Norður-Kórea Suður-Kórea Japan Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Tengdar fréttir Skutu eldflaug í átt að Japan Norður-Kóreumenn skutu í gærkvöldi eldflaug sem flaug yfir Japan. Íbúar Japan fengu skilaboð um að koma sér í skjól vegna eldflaugarinnar en að lokum lenti flaugin í Kyrrahafinu. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi með þessu viljað fanga athygli Japana og Bandaríkjamanna. 4. október 2022 06:48 Kim sagði „einföldum“ forseta Suður-Kóreu að halda kjafti Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir að forseti Suður-Kóreu sé einfaldur og barnalegur og hann eigi að halda kjafti. Þetta sagði hún í yfirlýsingu vegna ummæla Yoon Suk Yeol, forseta Suður-Kóreu, um að Norður-Kórea gæti fengið efnahagslega aðstoð í skiptum fyrir að láta kjarnorkuvopn sína af hendi. 19. ágúst 2022 11:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Skutu eldflaug í átt að Japan Norður-Kóreumenn skutu í gærkvöldi eldflaug sem flaug yfir Japan. Íbúar Japan fengu skilaboð um að koma sér í skjól vegna eldflaugarinnar en að lokum lenti flaugin í Kyrrahafinu. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi með þessu viljað fanga athygli Japana og Bandaríkjamanna. 4. október 2022 06:48
Kim sagði „einföldum“ forseta Suður-Kóreu að halda kjafti Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir að forseti Suður-Kóreu sé einfaldur og barnalegur og hann eigi að halda kjafti. Þetta sagði hún í yfirlýsingu vegna ummæla Yoon Suk Yeol, forseta Suður-Kóreu, um að Norður-Kórea gæti fengið efnahagslega aðstoð í skiptum fyrir að láta kjarnorkuvopn sína af hendi. 19. ágúst 2022 11:12