Hlýnun gerði þurrka í sumar tuttugufalt líklegri en ella Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2022 23:41 Fólk á gangi við bakka Yesa-uppistöðulónsins nærri Pamplona á Spáni í september. Lónið stendur lágt eftir mikinn þurrk. AP/Alvaro Barrientos Þurrkar í þremur heimsálfum í sumar voru tuttugufalt líklegri til að eiga sér stað en ella vegna hnattrænnar hlýnunar. Stórfljót þornuðu upp, uppskerubrestur varð og skógareldar kviknuðu í þurrkunum í Evrópu, Kína og Bandaríkjunum. Grípa þurfti til takmarkana á vatnsnotkun í sumum Evrópulöndum vegna þurrkanna í sumar og í Kína var sumarið það þurrasta í sextíu ár. Yangtze-fljót var um tíma helmingi mjórra en það er í vanalegu árferði. Í Bandaríkjunum var ekki aðeins þurrt í vesturríkjunum þar sem þurrkar eru tíðir heldur einnig í norðausturríkjunum sem eiga ekki að venjast svo þurru loftslagi, að sögn AP-fréttastofunnar. Rannsóknum á áhrifum loftslagsbreytinga af völdum manna á einstaka veðuratburði hefur fleygt fram á undanförnum árum. Niðurstaða vísindahópsins World Weather Attribution er að þurrkarnir ættu sér aðeins stað á fjögur hundruð ára fresti á norðurhveli jarðar ef ekki væri fyrir hnattræna hlýnun. Nú megi vænta slíkra þurrka á tuttugu ára fresti. Niðurstaðan miðast við þá hlýnun sem þegar er orðin, um það bil 1,2 gráður miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Hlýnunin heldur hins vegar áfram og bendir rannsókn hópsins til þess að hægt sé að vænta þurrka eins og þeirra sem urðu í sumar á tíu ára fresti við 0,8 gráðu hlýnun til viðbótar. Þurrkarnir og hamfaraflóðin í Pakistan í sumar bera fingraför loftslagsbreytinga, að sögn Maartens van Aalst, loftslagsvísindamanns við Kólumbíuháskóla í Bandaríkjunum og eins höfunda rannsóknarinnar. „Fólk finnur klárlega fyrir áhrifunum og þau valda miklum usla,“ segir van Aalst við AP, „ekki aðeins í fátækum löndum eins og flóðin í Pakistan heldur í sumum ríkustu hlutum heimsins eins og Miðvestur-Evrópu.“ Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Þurrkar afhjúpuðu 113 milljón ára gömul risaeðluspor Risaeðluspor sem eru talin vera um 113 milljón ára gömul komu í ljós á árbotni í Risaeðludal í Texas vegna gríðarlega þurrka sem hafa herjað á ríkið undanfarnar vikur. 24. ágúst 2022 10:29 Hafa aldrei mælt meiri hita utan eyðimerkur Ekki hefur rignt minna í Kína að sumri til í um sextíu ár. verksmiðjum víða um landið hefur verið gert að loka dyrum sínum samhliða því að mikið vatn vantar í vatnsból orkuvera og Kínverjar kveikja á loftkælingum sínum í massavís. 19. ágúst 2022 13:40 Fundu „hið spænska Stonehenge“ aftur eftir mikla þurrka Nokkrar hitabylgjur hafa riðið yfir Spán í sumar og miklir þurrkar orðið í kjölfar þeirra. Regnfall hefur verið í lágmarki og hafa hin ýmsu vötn þornað upp eða minnkað verulega, þar á meðal Valdecanas-vatnsbólið í Cacares-héraði. Þar sést nú aftur í steina sem eru kallaðir „hið spænska Stonehenge“ en þeir hafa verið undir vatni síðan árið 1963. 19. ágúst 2022 11:26 Mestu þurrkar Evrópu í fimm hundruð ár Lítið sem ekkert hefur rignt í Vestur-, Suður- og Mið-Evrópu í tæpa tvo mánuði. Veðurfræðingar búast ekki við rigningu á næstunni og hefur þurrkunum verið lýst sem þeim verstu í heimsálfunni í fimm hundruð ár. 12. ágúst 2022 10:37 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Grípa þurfti til takmarkana á vatnsnotkun í sumum Evrópulöndum vegna þurrkanna í sumar og í Kína var sumarið það þurrasta í sextíu ár. Yangtze-fljót var um tíma helmingi mjórra en það er í vanalegu árferði. Í Bandaríkjunum var ekki aðeins þurrt í vesturríkjunum þar sem þurrkar eru tíðir heldur einnig í norðausturríkjunum sem eiga ekki að venjast svo þurru loftslagi, að sögn AP-fréttastofunnar. Rannsóknum á áhrifum loftslagsbreytinga af völdum manna á einstaka veðuratburði hefur fleygt fram á undanförnum árum. Niðurstaða vísindahópsins World Weather Attribution er að þurrkarnir ættu sér aðeins stað á fjögur hundruð ára fresti á norðurhveli jarðar ef ekki væri fyrir hnattræna hlýnun. Nú megi vænta slíkra þurrka á tuttugu ára fresti. Niðurstaðan miðast við þá hlýnun sem þegar er orðin, um það bil 1,2 gráður miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Hlýnunin heldur hins vegar áfram og bendir rannsókn hópsins til þess að hægt sé að vænta þurrka eins og þeirra sem urðu í sumar á tíu ára fresti við 0,8 gráðu hlýnun til viðbótar. Þurrkarnir og hamfaraflóðin í Pakistan í sumar bera fingraför loftslagsbreytinga, að sögn Maartens van Aalst, loftslagsvísindamanns við Kólumbíuháskóla í Bandaríkjunum og eins höfunda rannsóknarinnar. „Fólk finnur klárlega fyrir áhrifunum og þau valda miklum usla,“ segir van Aalst við AP, „ekki aðeins í fátækum löndum eins og flóðin í Pakistan heldur í sumum ríkustu hlutum heimsins eins og Miðvestur-Evrópu.“
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Þurrkar afhjúpuðu 113 milljón ára gömul risaeðluspor Risaeðluspor sem eru talin vera um 113 milljón ára gömul komu í ljós á árbotni í Risaeðludal í Texas vegna gríðarlega þurrka sem hafa herjað á ríkið undanfarnar vikur. 24. ágúst 2022 10:29 Hafa aldrei mælt meiri hita utan eyðimerkur Ekki hefur rignt minna í Kína að sumri til í um sextíu ár. verksmiðjum víða um landið hefur verið gert að loka dyrum sínum samhliða því að mikið vatn vantar í vatnsból orkuvera og Kínverjar kveikja á loftkælingum sínum í massavís. 19. ágúst 2022 13:40 Fundu „hið spænska Stonehenge“ aftur eftir mikla þurrka Nokkrar hitabylgjur hafa riðið yfir Spán í sumar og miklir þurrkar orðið í kjölfar þeirra. Regnfall hefur verið í lágmarki og hafa hin ýmsu vötn þornað upp eða minnkað verulega, þar á meðal Valdecanas-vatnsbólið í Cacares-héraði. Þar sést nú aftur í steina sem eru kallaðir „hið spænska Stonehenge“ en þeir hafa verið undir vatni síðan árið 1963. 19. ágúst 2022 11:26 Mestu þurrkar Evrópu í fimm hundruð ár Lítið sem ekkert hefur rignt í Vestur-, Suður- og Mið-Evrópu í tæpa tvo mánuði. Veðurfræðingar búast ekki við rigningu á næstunni og hefur þurrkunum verið lýst sem þeim verstu í heimsálfunni í fimm hundruð ár. 12. ágúst 2022 10:37 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Þurrkar afhjúpuðu 113 milljón ára gömul risaeðluspor Risaeðluspor sem eru talin vera um 113 milljón ára gömul komu í ljós á árbotni í Risaeðludal í Texas vegna gríðarlega þurrka sem hafa herjað á ríkið undanfarnar vikur. 24. ágúst 2022 10:29
Hafa aldrei mælt meiri hita utan eyðimerkur Ekki hefur rignt minna í Kína að sumri til í um sextíu ár. verksmiðjum víða um landið hefur verið gert að loka dyrum sínum samhliða því að mikið vatn vantar í vatnsból orkuvera og Kínverjar kveikja á loftkælingum sínum í massavís. 19. ágúst 2022 13:40
Fundu „hið spænska Stonehenge“ aftur eftir mikla þurrka Nokkrar hitabylgjur hafa riðið yfir Spán í sumar og miklir þurrkar orðið í kjölfar þeirra. Regnfall hefur verið í lágmarki og hafa hin ýmsu vötn þornað upp eða minnkað verulega, þar á meðal Valdecanas-vatnsbólið í Cacares-héraði. Þar sést nú aftur í steina sem eru kallaðir „hið spænska Stonehenge“ en þeir hafa verið undir vatni síðan árið 1963. 19. ágúst 2022 11:26
Mestu þurrkar Evrópu í fimm hundruð ár Lítið sem ekkert hefur rignt í Vestur-, Suður- og Mið-Evrópu í tæpa tvo mánuði. Veðurfræðingar búast ekki við rigningu á næstunni og hefur þurrkunum verið lýst sem þeim verstu í heimsálfunni í fimm hundruð ár. 12. ágúst 2022 10:37