Lífið

Kanye West svarar fyrir sig eftir gagnrýni á „White Lives Matter“ boli

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Nýjasta uppátæki rapparans hefur vakið hörð viðbrögð.
Nýjasta uppátæki rapparans hefur vakið hörð viðbrögð. Samsett/Skjáskot

Rapparinn Kanye West sætir mikilli gagnrýni um þessar mundir fyrir að hafa klæðst bol með áletruninni „White Lives Matter“ á tískusýningu í París í vikunni. Þá fullyrti hann að „Black Lives Matter“ hafi verið svik og sagði fólk taka þátt í að „rífa niður svartan mann fyrir að hafa aðra pólitíska skoðun.“

Kanye West, eða Ye eins og hann er kallaður í dag, var með leynilegan viðburð á tískuvikunni í París á mánudag en fyrirsætur, og Ye sjálfur, klæddust bolunum, sem voru bæði í svörtu og hvítu og með mynd af páfanum Jóhannesi Páli II að framan og áletruninni að aftan.

Að því er kemur fram í frétt Guardian um málið flokka samtökin Anti-Defemation League orðatiltækið „White Lives Matter“ sem hatursorðræðu en því er ætlað að koma á móti „Black Lives Matter,“ slagorði sem notað var í mótmælum gegn lögregluofbeldi. 

Á viðburðinum var hin umdeilda Candace Owens sem er íhaldssamur fréttaskýrandi og birti hún myndir af þeim saman í bolunum sem um ræðir. Eftir mikla gagnrýni úr nokkrum áttum sagði rapparinn á Instagram að allir vissu að Black Lives Matter hafi verið „svik.“

„Nú er því lokið – Ekkert að þakka,“ skrifaði hann enn fremur í hástöfum á story svæði miðilsins en að því er kemur fram í frétt TMZ virtist hann vera að vísa til þess að einhverjir yfirmenn innan BLM hreyfingarinnar hefðu verið sakaðir um að draga að sér fé frá styrktaraðilum.

Þá birti hann færslu í dag þar sem hann hann sagði fólk taka þátt í að „rífa niður svartan mann fyrir að hafa aðra pólitíska skoðun,“ og spurði hvar þau voru þegar hann fékk ekki að sjá börnin sín. 

Kanye West sagði fólk taka þátt í að rífa hann niður fyrir það eitt að hafa aðra skoðun.

Meðal þeirra sem gagnrýndu Kanye West harðlega var Gabriella Karefa-Johnson, einn ritstjóra Vogue, en hún sagði bolinn hættulegan og óábyrgan. Ye brást við með því að gagnrýna klæðaburð hennar. Hann greindi þó frá því á Instagram í dag að þau hefðu beðið hvort annað afsökunar.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rapparinn kemur sér í klandur fyrir umdeild ummæli en fyrir nokkrum árum sagði hann í sjónnvarpsþætti þrældóm svartra hljóma eins og „val.“ Hann sagði þó síðar að ummælin hefðu verið misskilin. 

Fjölmargir, þar á meðal fyrrverandi eiginkona hans, Kim Kardashian, hafa lýst áhyggjum af andlegri heilsu hans en hann glímir við geðhvarfssýki. Brot af viðbrögðum við nýjasta uppátæki hans má finna hér fyrir neðan. 


Tengdar fréttir

Kanye biður Kim afsökunar

Kanye West hefur beðið fyrrverandi eiginkonu sína, Kim Kardashian, afsökunar á öllu því stressi sem hann hefur valdið henni. Hann segist geta borið erfiðleika sína með Kim saman við erfiðleika sína með Adidas.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.