Stefna á að fimm smáhús rísi í Laugardal í desember Fanndís Birna Logadóttir skrifar 5. október 2022 13:59 Áætlað er að framkvæmdum ljúki í desember. Vísir/Vilhelm Framkvæmdir eru nú hafnar í Laugardal þar sem til stendur að reisa fimm smáhús að Engjavegi 40 fyrir heimilislausa. Einhverjir íbúar hafa gagnrýnt áformin en formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að hlustað hafi verið á allar athugasemdir. Að því er kemur fram á vef Reykjavíkurborgar er verkefnið að byrja í framkvæmd en til stendur að því ljúki í byrjun desember. Frumathugun fór af stað í lok síðasta árs og í febrúar var hafist handa við hönnun og áætlanagerð sem síðan lauk í maí. Smáhýsin eru hluti hugmyndafræði velferðarsviðs sem er kölluð „húsnæði fyrst“ og er hugsuð til að hjálpa fólki sem hefur verið heimilislaust og hefur miklar þjónustuþarfir. Smáhúsin verða á grasflötinni við Engjaveg. Vísir/Vilhelm Íbúar hafa orðið varir við framkvæmdir á svæðinu en einn íbúi vekur athygli á málinu á hverfasíðu Langholtshverfis á Facebook. Er það gagnrýnt að aldrei hafi verið kynning á verkefninu frá Reykjavíkurborg líkt og íbúar hafi óskað eftir. Þá hafi svæðið geta nýst fyrir uppbyggingu skóla og leikskólastarfs í hverfinu. Íbúum gefist kostur að koma athugasemdum á framfæri „Ég held að það ætti ekki að koma neinum á óvart að þarna rísi hús,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, en hún segir það hafa staðið til árum saman að koma smáhýsum fyrir í Laugardalnum. Þá segir hún að samráð hafi verið haft við íbúa. „Þetta var auglýst eins og aðrar breytingar og fólki gefið kostur á að koma á framfæri athugasemdum og þeim var svarað,“ segir Heiða. Síðast voru umrædd hús í umræðunni í október í fyrra þegar þáverandi borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðust gegn áformum meirihlutans og sögðu að Laugardalurinn ætti að „fá að vera í friði fyrir íbúðaáformum. Heiða segist skilja að skiptar skoðanir séu á húsunum en ítrekar að hlustað hafi verið á allar raddir og sjónarmið áður en ákvörðunin var tekin. Til stendur að koma fleiri smáhúsum fyrir víðs vegar í Reykjavík og hafa nokkur þegar risið. „Við ætlum að koma öllum þessum húsum fyrir og vonumst til þess að Reykvíkingar séu tilbúnir til að standa með okkur í þessu verkefni, að allir eigi húsnæði,“ segir Heiða. Reykjavík Félagsmál Borgarstjórn Húsnæðismál Málefni heimilislausra Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Að því er kemur fram á vef Reykjavíkurborgar er verkefnið að byrja í framkvæmd en til stendur að því ljúki í byrjun desember. Frumathugun fór af stað í lok síðasta árs og í febrúar var hafist handa við hönnun og áætlanagerð sem síðan lauk í maí. Smáhýsin eru hluti hugmyndafræði velferðarsviðs sem er kölluð „húsnæði fyrst“ og er hugsuð til að hjálpa fólki sem hefur verið heimilislaust og hefur miklar þjónustuþarfir. Smáhúsin verða á grasflötinni við Engjaveg. Vísir/Vilhelm Íbúar hafa orðið varir við framkvæmdir á svæðinu en einn íbúi vekur athygli á málinu á hverfasíðu Langholtshverfis á Facebook. Er það gagnrýnt að aldrei hafi verið kynning á verkefninu frá Reykjavíkurborg líkt og íbúar hafi óskað eftir. Þá hafi svæðið geta nýst fyrir uppbyggingu skóla og leikskólastarfs í hverfinu. Íbúum gefist kostur að koma athugasemdum á framfæri „Ég held að það ætti ekki að koma neinum á óvart að þarna rísi hús,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, en hún segir það hafa staðið til árum saman að koma smáhýsum fyrir í Laugardalnum. Þá segir hún að samráð hafi verið haft við íbúa. „Þetta var auglýst eins og aðrar breytingar og fólki gefið kostur á að koma á framfæri athugasemdum og þeim var svarað,“ segir Heiða. Síðast voru umrædd hús í umræðunni í október í fyrra þegar þáverandi borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðust gegn áformum meirihlutans og sögðu að Laugardalurinn ætti að „fá að vera í friði fyrir íbúðaáformum. Heiða segist skilja að skiptar skoðanir séu á húsunum en ítrekar að hlustað hafi verið á allar raddir og sjónarmið áður en ákvörðunin var tekin. Til stendur að koma fleiri smáhúsum fyrir víðs vegar í Reykjavík og hafa nokkur þegar risið. „Við ætlum að koma öllum þessum húsum fyrir og vonumst til þess að Reykvíkingar séu tilbúnir til að standa með okkur í þessu verkefni, að allir eigi húsnæði,“ segir Heiða.
Reykjavík Félagsmál Borgarstjórn Húsnæðismál Málefni heimilislausra Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent