Rússar sagðir standa frammi fyrir tveimur slæmum kostum Samúel Karl Ólason skrifar 5. október 2022 11:54 Úkraínskir hermenn á ferðinni í Donetsk-héraði. Getty/Paula Bronstein Einn af leppstjórum Rússlands á hernumdum svæðum í Kherson-héraði í Úkraínu viðurkenndi í morgun að hersveitir Rússa í héraðinu hefðu hörfað undan sókn Úkraínumanna. Ráðamenn í Rússlandi standa frammi fyrir tveimur slæmum valmöguleikum varðandi herkvaðningu. Hersveitir Úkraínu hafa náð gífurlegum árangri í héraðinu á undanförnum dögum og rekið Rússa frá fjölmörgum bæjum og þorpum þar. Kirill Stremousov sagði þó í samtali við RIA fréttaveituna, sem er í eigu rússneska ríkisins, að undanhaldið, sem hann kallaði endurskipulagningu, væri taktískt og verið væri að undirbúa árásir á Úkraínumenn. Hann sagði einnig að sókn Úkraínumanna hefði verið stöðvuð og hún hefði kostað þá fjölmarga hermenn. Animated GIF showing progress of the Ukrainian counteroffensive in Kherson Oblast over the past 72 hours for @TheStudyofWar.Ukrainian forces have liberated over 1000 square kilometers in north Kherson over the past 3 days. https://t.co/bIb2tF61Xh pic.twitter.com/BU6w8IghZA— George Barros (@georgewbarros) October 5, 2022 Stremousov virðist vera að fegra hlutina nokkuð en Úkraínumenn virðast hafa stökkt Rússum á flótta í Kherson á undanförnum dögum og er óvíst hvar Rússar ætla að mynda nýja varnarlínu og hvort þeir hafi yfir höfuð burði til þess. Sjá einnig: Rússar á undanhaldi í suðri Úkraínumönnum hefur einnig vegnað mjög vel í norðausturhluta Úkraínu þar sem þeir hafa einnig frelsað bæi og byggðir. Tvö hundruð þúsund nýir hermenn Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, tilkynnti í gær að búið væri að kveðja tvö hundruð þúsund menn í herinn eftir að herkvaðning hófst í síðasta mánuði. Shoigu sagði þjálfun þeirra hafna en fréttir hafa borist af því að Rússar hafi sent alfarið óþjálfaða og illa búna menn sem hafa verið skikkaðir til herþjónustu til að fylla upp í raðir Rússa á víglínunum í Úkraínu. Einn sérfræðingur sagðist í samtali við Wall Street Journal hafa séð vísbendingar um að Rússar hefðu sent lítið þjálfaða menn til herdeilda sem hefðu orðið verulega illa út. Það hjálpi Rússum lítið sem ekki neitt í að auka hernaðargetu þeirra. Tvær erfiðar leiðir í boði Aðrir segja Rússa eiga í ákveðnum vandræðum. Þeir geti ákveðið að senda lítið þjálfaða menn á víglínurnar til að bæta varnir sínar og reyna að stöðva sóknir Úkraínumanna. Þessi leið myndi líklegast skila Rússum litlum árangri. Hinn kosturinn er að Rússar gætu beðið til næsta árs. Sá tími yrði þá notaður til að þjálfa mennina vel og búa þá einnig vel fyrir komandi átök. Gallinn við það er að í millitíðinni gætu Úkraínumenn haldið áfram að reka Rússa frá stórum hlutum Úkraínu. Erfitt að segja til um hvert ástand rússneska hersins yrði þá. Grunnþjálfun í rússneska hernum tekur um þrjá til fjóra mánuði, við hefðbundnar kringumstæður. Rússar hafa þó misst marga af sínum reyndustu hermönnum, sem yrðu bestir í að þjálfa nýja hermenn á skjótum tíma, eða Rússar hafa ekki kost á því að flytja þá menn af víglínunum. Í einhverjum tilfellum hafa borist fregnir af því að menn sem skikkaðir voru til að ganga í herinn í herkvaðningunni séu að þjálfa aðra óreynda menn. Allir þurfa á endanum hvíld Einnig er erfitt að segja til um hve mikla getu Úkraínumenn hafa til að halda út miklum árásum á Rússa til lengri tíma. Það veltur á mannaforða, vopnaforða, birgðaneti Úkraínumanna, baráttuanda og mörgum öðrum þáttum. Úkraínumenn virðast þó ekki eiga við manneklu að stríða því um helgina tilkynnti herforingjaráð Úkraínu að hætt yrði við árlega herkvaðningu þetta árið. Flest vopn Úkraníumanna koma um þessar mundir frá Bandaríkjunum og öðrum bandamönnum í Austur-Evrópu. Úkraínumenn hafa einnig lagt hald á mikið magn hergagna frá Rússum. Sjá einnig: Bandaríkjaforseti setur tugi milljarða í hernaðaraðstoð „Eitt það erfiðasta er að vita hvenær það þarf að stoppa,“ sagði einn sérfræðingur við Washington Post. Hann sagði góðan árangur eðlilega fela í sér mikla aukningu í baráttuanda en það kæmi alltaf að því að menn gætu ekki meir og þyrftu hvíld. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Úkraínuher sækir fram í suðri og austri Varnir Rússa í Kherson-héraði í sunnanverðri Úkraínu voru brotnar á bak aftur í dag á sama tíma og Úkraínuher sótti fram í austanverðu landinu sem Rússar segjast hafa innlimað. Birgðaflutningaleiðum fyrir rússneska hermenn er sagt ógnað með gagnsókninni. 3. október 2022 23:55 Sendiherra segir Musk að fara norður og niður Úkraínski sendiherrann í Þýskalandi vandaði Elon Musk, auðkýfingnum sem hefur haslað sér völl sem nettröll, ekki kveðjurnar eftir að sá síðarnefndi viðraði hugmynd um forsendur friðar á milli Rússlands og Úkraínu. Bað sendiherrann Musk um að fara norður og niður. 3. október 2022 17:48 Leiðtogi Téténa sendir fjórtán til sextán ára syni sína til Úkraínu Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténa, hyggst senda þrjá syni sína til Úkraínu til að berjast með rússneskum hersveitum en synir hans eru fjórtán, fimmtán og sextán ára. Hann hefur lýst yfir óánægju með frammistöðu rússneskra hersveita upp á síðkastið og kallað eftir róttækari aðgerðum. 3. október 2022 14:04 Petreaus segir bandamenn myndu þurrka Rússa út í Úkraínu David Petreaus, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA og fjögurra stjörnu hershöfðingi, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra innan Atlantshafsbandalagsins myndu grípa til afgerandi aðgerða ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn í Úkraínu. 3. október 2022 07:53 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Hersveitir Úkraínu hafa náð gífurlegum árangri í héraðinu á undanförnum dögum og rekið Rússa frá fjölmörgum bæjum og þorpum þar. Kirill Stremousov sagði þó í samtali við RIA fréttaveituna, sem er í eigu rússneska ríkisins, að undanhaldið, sem hann kallaði endurskipulagningu, væri taktískt og verið væri að undirbúa árásir á Úkraínumenn. Hann sagði einnig að sókn Úkraínumanna hefði verið stöðvuð og hún hefði kostað þá fjölmarga hermenn. Animated GIF showing progress of the Ukrainian counteroffensive in Kherson Oblast over the past 72 hours for @TheStudyofWar.Ukrainian forces have liberated over 1000 square kilometers in north Kherson over the past 3 days. https://t.co/bIb2tF61Xh pic.twitter.com/BU6w8IghZA— George Barros (@georgewbarros) October 5, 2022 Stremousov virðist vera að fegra hlutina nokkuð en Úkraínumenn virðast hafa stökkt Rússum á flótta í Kherson á undanförnum dögum og er óvíst hvar Rússar ætla að mynda nýja varnarlínu og hvort þeir hafi yfir höfuð burði til þess. Sjá einnig: Rússar á undanhaldi í suðri Úkraínumönnum hefur einnig vegnað mjög vel í norðausturhluta Úkraínu þar sem þeir hafa einnig frelsað bæi og byggðir. Tvö hundruð þúsund nýir hermenn Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, tilkynnti í gær að búið væri að kveðja tvö hundruð þúsund menn í herinn eftir að herkvaðning hófst í síðasta mánuði. Shoigu sagði þjálfun þeirra hafna en fréttir hafa borist af því að Rússar hafi sent alfarið óþjálfaða og illa búna menn sem hafa verið skikkaðir til herþjónustu til að fylla upp í raðir Rússa á víglínunum í Úkraínu. Einn sérfræðingur sagðist í samtali við Wall Street Journal hafa séð vísbendingar um að Rússar hefðu sent lítið þjálfaða menn til herdeilda sem hefðu orðið verulega illa út. Það hjálpi Rússum lítið sem ekki neitt í að auka hernaðargetu þeirra. Tvær erfiðar leiðir í boði Aðrir segja Rússa eiga í ákveðnum vandræðum. Þeir geti ákveðið að senda lítið þjálfaða menn á víglínurnar til að bæta varnir sínar og reyna að stöðva sóknir Úkraínumanna. Þessi leið myndi líklegast skila Rússum litlum árangri. Hinn kosturinn er að Rússar gætu beðið til næsta árs. Sá tími yrði þá notaður til að þjálfa mennina vel og búa þá einnig vel fyrir komandi átök. Gallinn við það er að í millitíðinni gætu Úkraínumenn haldið áfram að reka Rússa frá stórum hlutum Úkraínu. Erfitt að segja til um hvert ástand rússneska hersins yrði þá. Grunnþjálfun í rússneska hernum tekur um þrjá til fjóra mánuði, við hefðbundnar kringumstæður. Rússar hafa þó misst marga af sínum reyndustu hermönnum, sem yrðu bestir í að þjálfa nýja hermenn á skjótum tíma, eða Rússar hafa ekki kost á því að flytja þá menn af víglínunum. Í einhverjum tilfellum hafa borist fregnir af því að menn sem skikkaðir voru til að ganga í herinn í herkvaðningunni séu að þjálfa aðra óreynda menn. Allir þurfa á endanum hvíld Einnig er erfitt að segja til um hve mikla getu Úkraínumenn hafa til að halda út miklum árásum á Rússa til lengri tíma. Það veltur á mannaforða, vopnaforða, birgðaneti Úkraínumanna, baráttuanda og mörgum öðrum þáttum. Úkraínumenn virðast þó ekki eiga við manneklu að stríða því um helgina tilkynnti herforingjaráð Úkraínu að hætt yrði við árlega herkvaðningu þetta árið. Flest vopn Úkraníumanna koma um þessar mundir frá Bandaríkjunum og öðrum bandamönnum í Austur-Evrópu. Úkraínumenn hafa einnig lagt hald á mikið magn hergagna frá Rússum. Sjá einnig: Bandaríkjaforseti setur tugi milljarða í hernaðaraðstoð „Eitt það erfiðasta er að vita hvenær það þarf að stoppa,“ sagði einn sérfræðingur við Washington Post. Hann sagði góðan árangur eðlilega fela í sér mikla aukningu í baráttuanda en það kæmi alltaf að því að menn gætu ekki meir og þyrftu hvíld.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Úkraínuher sækir fram í suðri og austri Varnir Rússa í Kherson-héraði í sunnanverðri Úkraínu voru brotnar á bak aftur í dag á sama tíma og Úkraínuher sótti fram í austanverðu landinu sem Rússar segjast hafa innlimað. Birgðaflutningaleiðum fyrir rússneska hermenn er sagt ógnað með gagnsókninni. 3. október 2022 23:55 Sendiherra segir Musk að fara norður og niður Úkraínski sendiherrann í Þýskalandi vandaði Elon Musk, auðkýfingnum sem hefur haslað sér völl sem nettröll, ekki kveðjurnar eftir að sá síðarnefndi viðraði hugmynd um forsendur friðar á milli Rússlands og Úkraínu. Bað sendiherrann Musk um að fara norður og niður. 3. október 2022 17:48 Leiðtogi Téténa sendir fjórtán til sextán ára syni sína til Úkraínu Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténa, hyggst senda þrjá syni sína til Úkraínu til að berjast með rússneskum hersveitum en synir hans eru fjórtán, fimmtán og sextán ára. Hann hefur lýst yfir óánægju með frammistöðu rússneskra hersveita upp á síðkastið og kallað eftir róttækari aðgerðum. 3. október 2022 14:04 Petreaus segir bandamenn myndu þurrka Rússa út í Úkraínu David Petreaus, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA og fjögurra stjörnu hershöfðingi, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra innan Atlantshafsbandalagsins myndu grípa til afgerandi aðgerða ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn í Úkraínu. 3. október 2022 07:53 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Úkraínuher sækir fram í suðri og austri Varnir Rússa í Kherson-héraði í sunnanverðri Úkraínu voru brotnar á bak aftur í dag á sama tíma og Úkraínuher sótti fram í austanverðu landinu sem Rússar segjast hafa innlimað. Birgðaflutningaleiðum fyrir rússneska hermenn er sagt ógnað með gagnsókninni. 3. október 2022 23:55
Sendiherra segir Musk að fara norður og niður Úkraínski sendiherrann í Þýskalandi vandaði Elon Musk, auðkýfingnum sem hefur haslað sér völl sem nettröll, ekki kveðjurnar eftir að sá síðarnefndi viðraði hugmynd um forsendur friðar á milli Rússlands og Úkraínu. Bað sendiherrann Musk um að fara norður og niður. 3. október 2022 17:48
Leiðtogi Téténa sendir fjórtán til sextán ára syni sína til Úkraínu Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténa, hyggst senda þrjá syni sína til Úkraínu til að berjast með rússneskum hersveitum en synir hans eru fjórtán, fimmtán og sextán ára. Hann hefur lýst yfir óánægju með frammistöðu rússneskra hersveita upp á síðkastið og kallað eftir róttækari aðgerðum. 3. október 2022 14:04
Petreaus segir bandamenn myndu þurrka Rússa út í Úkraínu David Petreaus, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA og fjögurra stjörnu hershöfðingi, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra innan Atlantshafsbandalagsins myndu grípa til afgerandi aðgerða ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn í Úkraínu. 3. október 2022 07:53