Rektor MH „eins og kúkur“ í miðri byltingu Matthías Tryggvi Haraldsson skrifar 5. október 2022 10:01 Þessa dagana ólgar bylting innan veggja Menntaskólans við Hamrahlíð, þar sem ég á systur og mágkonu meðal nemenda, þar sem barnsmóðir mín og unnusta, hún Brynhildur mín, var í námi þegar henni var nauðgað fyrir meira en tíu árum. Byltingin er mikilvæg og við eigum að hlusta á nemendur sem keyra hana áfram af hugrekki og réttsýni. Krafan er skýr og hávær um að stjórnendur skólans stigi fast til jarðar og standi með þolendum. Þess vegna eru vonbrigðin, sem ég finn í dag, ólýsandi. Þeir heita Steinn Jóhannsson, rektor skólans, og Pálmi Magnússon, sem gegnir starfi áfangastjóra, sem hafa skitið upp á bak í þessum málum. Klúðrið hefur bersýnilega gengið á samfleytt í meira en tíu ár svoleiðis að vanhæfni skólastjórnenda bergmálar í sársaukaþrungnum sögum fjölda þolenda, þar á meðal Brynhildar minnar, Elísabetar vinkonu sem tók sitt eigið líf og enn í dag í mótmælum nemenda. Gleymum því ekki að meira en 70 prósent þeirra sem leita til Stígamóta urðu fyrst fyrir ofbeldi á menntaskólaaldri, ef ekki fyrr. Eitt nýlegasta dæmið eru viðbrögð þeirra við þessum mikilvægu tímamótum. Þegar löngu tímabær Metoo-bylgja menntaskólanema er í þann mund að rísa tekst öðrum þeirra að ropa upp úr sér þvílíkri vanvirðingu og dirfast að kalla viðburðinn „hysteríu“. Slík ummæli afhjúpa heilan heim úreltra viðhorfa og sýna að þeir eiga ekkert erindi í þessa viðkvæmu umræðu, hvað þá að vinna með ungmennum. Gleymum því ekki að meira en 70 prósent þeirra sem leita til Stígamóta urðu fyrst fyrir ofbeldi á menntaskólaaldri, ef ekki fyrr. Finnst Pálma 70 prósent þeirra sem leita til Stígamóta vera hysterísk? Þetta er kannski ósanngjörn spurning en stjórnendur skólans hafa ekkert gert til að svara henni hingað til. Þeir neita að tjá sig um þetta opinberlega og snubbótt yfirlýsing um verkferla er enginn sigur. Þá gat Steinn rektor varla nefnt orðið kynferðisofbeldi á nafn á skólafundinum, sem átti að vera sönnun þeirra um verkferla og fagmennsku. Þess í stað var rektorinn að sögn áreiðanlegra heimildarmanna minna „eins og kúkur“. Skólastjórnendur MH, girðið ykkur í brók, biðjið þolendur afsökunar eins og þið meinið það eða víkið úr starfi. Höfundur er maki og bróðir núverandi og fyrrverandi nemenda í MH. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Börn og uppeldi Framhaldsskólar MeToo Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Þessa dagana ólgar bylting innan veggja Menntaskólans við Hamrahlíð, þar sem ég á systur og mágkonu meðal nemenda, þar sem barnsmóðir mín og unnusta, hún Brynhildur mín, var í námi þegar henni var nauðgað fyrir meira en tíu árum. Byltingin er mikilvæg og við eigum að hlusta á nemendur sem keyra hana áfram af hugrekki og réttsýni. Krafan er skýr og hávær um að stjórnendur skólans stigi fast til jarðar og standi með þolendum. Þess vegna eru vonbrigðin, sem ég finn í dag, ólýsandi. Þeir heita Steinn Jóhannsson, rektor skólans, og Pálmi Magnússon, sem gegnir starfi áfangastjóra, sem hafa skitið upp á bak í þessum málum. Klúðrið hefur bersýnilega gengið á samfleytt í meira en tíu ár svoleiðis að vanhæfni skólastjórnenda bergmálar í sársaukaþrungnum sögum fjölda þolenda, þar á meðal Brynhildar minnar, Elísabetar vinkonu sem tók sitt eigið líf og enn í dag í mótmælum nemenda. Gleymum því ekki að meira en 70 prósent þeirra sem leita til Stígamóta urðu fyrst fyrir ofbeldi á menntaskólaaldri, ef ekki fyrr. Eitt nýlegasta dæmið eru viðbrögð þeirra við þessum mikilvægu tímamótum. Þegar löngu tímabær Metoo-bylgja menntaskólanema er í þann mund að rísa tekst öðrum þeirra að ropa upp úr sér þvílíkri vanvirðingu og dirfast að kalla viðburðinn „hysteríu“. Slík ummæli afhjúpa heilan heim úreltra viðhorfa og sýna að þeir eiga ekkert erindi í þessa viðkvæmu umræðu, hvað þá að vinna með ungmennum. Gleymum því ekki að meira en 70 prósent þeirra sem leita til Stígamóta urðu fyrst fyrir ofbeldi á menntaskólaaldri, ef ekki fyrr. Finnst Pálma 70 prósent þeirra sem leita til Stígamóta vera hysterísk? Þetta er kannski ósanngjörn spurning en stjórnendur skólans hafa ekkert gert til að svara henni hingað til. Þeir neita að tjá sig um þetta opinberlega og snubbótt yfirlýsing um verkferla er enginn sigur. Þá gat Steinn rektor varla nefnt orðið kynferðisofbeldi á nafn á skólafundinum, sem átti að vera sönnun þeirra um verkferla og fagmennsku. Þess í stað var rektorinn að sögn áreiðanlegra heimildarmanna minna „eins og kúkur“. Skólastjórnendur MH, girðið ykkur í brók, biðjið þolendur afsökunar eins og þið meinið það eða víkið úr starfi. Höfundur er maki og bróðir núverandi og fyrrverandi nemenda í MH.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar