Musk til í að standa við kaupin Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. október 2022 17:59 Auðjöfurinn Elon Musk sendi forsvarsmönnum Twitter bréf í lok ágúst þar sem hann krafðist þess aftur að kaupsamningi hans á samfélagsmiðlafyrirtækinu yrði rift. Getty/Kambouris Elon Musk segist til í að standa við fyrirhuguð kaup á samfélagsmiðlinum Twitter. Musk hafði áður neitað að standa við kaupin en tvær vikur eru í að fyrirhuguð réttarhöld vegna meintra samningsbrota fari fram. Stjórn Twitter ætlar að hugsa málið. Musk sendi stjórnarmönnum samfélagsmiðilsins bréf í nótt og kvaðst tilbúinn til að kaupa samfélagsmiðilinn. Í bréfinu sagði að hann myndi standa við sitt og að yfirstandi málaferli myndu niður falla. Washington Post greinir frá. Stjórnendur samfélagsmiðilsins setja spurningarmerki við bréf Musk og velta því upp hvort eitthvað annað búi að baki - til að mynda einhvers konar „lögfræðifimleikar.“ Lítið traust er milli viðsemjandanna en stjórnendur Twitter höfðuðu mál gegn auðjöfrinum í júlí á þessu ári. Musk hafi sett upp leiksýningu Musk tilkynnti í apríl síðastliðnum að hann vildi kaupa Twitter fyrir 41 milljarð bandaríkjadala. Í kauptilboði bauð hann 54,20 bandaríkjadali á hlut, sem var um 38 prósentum hærra en hlutabréf í fyrirtækinu voru metin á við lokun markaða 1. apríl. Hlutabréf hafa eftir tilkynningu Musk í dag hækkað um rúm 5% og standa nú í tæpum 48 bandaríkjadölum á hlut. Musk sagði síðan í júlí á þessu ári að hann vildi rifta samningnum. Hann sagði fyrirtækið ekki hafa staðið við kaupsamninginn, með því að hafa ekki útvegað honum nánari upplýsingar um raunverulegan fjölda falskra reikninga og svokallaðra „botta“ á miðlinum. Eins og fyrr segir höfðuðu stjórnendur Twitter mál í kjölfarið og kröfðust þess að Elon Musk stæði við kaupin. Í kærunni sagði að Musk hafi sett upp leiksýningu þegar hann sóttist eftir því að eignast fyrirtækið en síðan talið sig undanþeginn lögum. Hann hafi talað illa um fyrirtækið, raskað starfsemi þess, dregið úr virði Twitter og gengið á braut. Twitter Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Musk má nota yfirlýsingar uppljóstrarans gegn Twitter Auðjöfurinn Elon Musk má breyta lögsókn sinni gegn Twitter og nota uppljóstranir fyrrverandi öryggisstjóra fyrirtækisins. Þetta ákvað dómari sem er með málið á sínu borði í dag en hann neitaði beiðni Musks um að aðalmeðferð málsins yrði frestað frá október til nóvember. 7. september 2022 14:58 Selur í Tesla af ótta við þvinguð kaup á Twitter Auðjöfurinn Elon Musk hefur selt hlutabréf í Tesla fyrir um 6,9 milljarða dala, sem samsvarar tæplega billjón króna, lauslega reiknað. Musk seldi bréfin af ótta við að verða þvingaður til að kaupa samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter. 10. ágúst 2022 10:11 Dómstólar ákveða hvort Musk skuli kaupa Twitter Dómstólar í Delaware hafa komist að þeirri niðurstöðu að Elon Musk þurfi að fara fyrir dóm vegna kaupa sinna á Twitter eða hvort hann skuli standa við þau. 20. júlí 2022 19:43 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Musk sendi stjórnarmönnum samfélagsmiðilsins bréf í nótt og kvaðst tilbúinn til að kaupa samfélagsmiðilinn. Í bréfinu sagði að hann myndi standa við sitt og að yfirstandi málaferli myndu niður falla. Washington Post greinir frá. Stjórnendur samfélagsmiðilsins setja spurningarmerki við bréf Musk og velta því upp hvort eitthvað annað búi að baki - til að mynda einhvers konar „lögfræðifimleikar.“ Lítið traust er milli viðsemjandanna en stjórnendur Twitter höfðuðu mál gegn auðjöfrinum í júlí á þessu ári. Musk hafi sett upp leiksýningu Musk tilkynnti í apríl síðastliðnum að hann vildi kaupa Twitter fyrir 41 milljarð bandaríkjadala. Í kauptilboði bauð hann 54,20 bandaríkjadali á hlut, sem var um 38 prósentum hærra en hlutabréf í fyrirtækinu voru metin á við lokun markaða 1. apríl. Hlutabréf hafa eftir tilkynningu Musk í dag hækkað um rúm 5% og standa nú í tæpum 48 bandaríkjadölum á hlut. Musk sagði síðan í júlí á þessu ári að hann vildi rifta samningnum. Hann sagði fyrirtækið ekki hafa staðið við kaupsamninginn, með því að hafa ekki útvegað honum nánari upplýsingar um raunverulegan fjölda falskra reikninga og svokallaðra „botta“ á miðlinum. Eins og fyrr segir höfðuðu stjórnendur Twitter mál í kjölfarið og kröfðust þess að Elon Musk stæði við kaupin. Í kærunni sagði að Musk hafi sett upp leiksýningu þegar hann sóttist eftir því að eignast fyrirtækið en síðan talið sig undanþeginn lögum. Hann hafi talað illa um fyrirtækið, raskað starfsemi þess, dregið úr virði Twitter og gengið á braut.
Twitter Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Musk má nota yfirlýsingar uppljóstrarans gegn Twitter Auðjöfurinn Elon Musk má breyta lögsókn sinni gegn Twitter og nota uppljóstranir fyrrverandi öryggisstjóra fyrirtækisins. Þetta ákvað dómari sem er með málið á sínu borði í dag en hann neitaði beiðni Musks um að aðalmeðferð málsins yrði frestað frá október til nóvember. 7. september 2022 14:58 Selur í Tesla af ótta við þvinguð kaup á Twitter Auðjöfurinn Elon Musk hefur selt hlutabréf í Tesla fyrir um 6,9 milljarða dala, sem samsvarar tæplega billjón króna, lauslega reiknað. Musk seldi bréfin af ótta við að verða þvingaður til að kaupa samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter. 10. ágúst 2022 10:11 Dómstólar ákveða hvort Musk skuli kaupa Twitter Dómstólar í Delaware hafa komist að þeirri niðurstöðu að Elon Musk þurfi að fara fyrir dóm vegna kaupa sinna á Twitter eða hvort hann skuli standa við þau. 20. júlí 2022 19:43 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Musk má nota yfirlýsingar uppljóstrarans gegn Twitter Auðjöfurinn Elon Musk má breyta lögsókn sinni gegn Twitter og nota uppljóstranir fyrrverandi öryggisstjóra fyrirtækisins. Þetta ákvað dómari sem er með málið á sínu borði í dag en hann neitaði beiðni Musks um að aðalmeðferð málsins yrði frestað frá október til nóvember. 7. september 2022 14:58
Selur í Tesla af ótta við þvinguð kaup á Twitter Auðjöfurinn Elon Musk hefur selt hlutabréf í Tesla fyrir um 6,9 milljarða dala, sem samsvarar tæplega billjón króna, lauslega reiknað. Musk seldi bréfin af ótta við að verða þvingaður til að kaupa samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter. 10. ágúst 2022 10:11
Dómstólar ákveða hvort Musk skuli kaupa Twitter Dómstólar í Delaware hafa komist að þeirri niðurstöðu að Elon Musk þurfi að fara fyrir dóm vegna kaupa sinna á Twitter eða hvort hann skuli standa við þau. 20. júlí 2022 19:43