Spila á Dalvík vegna árshátíðar Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2022 09:02 Þórsarar spila á Dalvík um helgina. @thorhandbolti Karlalið Þórs í handbolta bregður nú á sama ráð og karlalið KA í fótbolta þurfti að gera á síðustu misserum, með því að spila heimaleik á Dalvík vegna aðstöðuleysis á Akureyri. Þetta kemur fram á Facebook-síðu handknattleiksdeildar Þórs. Næsti heimaleikur Þórsara, í Grill 66-deildinni, er heimaleikur við ungmennalið Fram klukkan 16 næsta laugardag og tóku Dalvíkingar vel í neyðarkall Þórsara um að leikurinn færi fram í rúmlega fjörutíu kílómetra fjarlægð frá félagssvæði Þórs. Íþróttahúsið í Síðuskóla á Akureyri er, samkvæmt formanni handknattleiksdeildar Þórs, ónothæft eftir að framkvæmdir við endurnýjun á gólfi „klúðruðust allrækilega í ágúst“. Ekki hafi verið æft þar að ráði síðan í ágúst. „Fyrstur kemur, fyrstur fær“ Ekki er heldur hægt að spila í Höllinni á Akureyri þar sem að hún hefur verið leigð út fyrir árshátíð. „Stofnanir og fyrirtæki geta tekið heila helgi frá fyrir sig, allt uppí 4 daga, löngu áður en sérsamböndin gefa út leikjaniðurröðun vetrarins. Svo er bara sagt fyrstur kemur fyrstur fær,“ skrifar formaðurinn Árni Rúnar Jóhannesson. Hann bendir á að um helgina eigi líka að fara fram körfuboltaleikur og 6. flokks mót í handbolta á Akureyri. Dalvíkingar eru kannski ekki þekktir fyrir handbolta en tóku eins og fyrr segir vel í bón Þórsara. „Viðmót Dalvíkinga gagnvart okkur í þessu máli hefur verið frábært, þeir hafa fært, breytt og bætt við, eftir okkar þörfum vegna þessa leiks,“ skrifar Árni Rúnar en bendir á að ýmislegt þurfi þó að gera til að leikurinn fari fram: „Það er ekkert lítið verkefni að færa einn leik í annað bæjarfélag og núna er þessi vika undirlögð hjá sjálfboðaliðum Þórs að koma þessu á koppinn.“ Handbolti Þór Akureyri Dalvíkurbyggð Akureyri Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Þetta kemur fram á Facebook-síðu handknattleiksdeildar Þórs. Næsti heimaleikur Þórsara, í Grill 66-deildinni, er heimaleikur við ungmennalið Fram klukkan 16 næsta laugardag og tóku Dalvíkingar vel í neyðarkall Þórsara um að leikurinn færi fram í rúmlega fjörutíu kílómetra fjarlægð frá félagssvæði Þórs. Íþróttahúsið í Síðuskóla á Akureyri er, samkvæmt formanni handknattleiksdeildar Þórs, ónothæft eftir að framkvæmdir við endurnýjun á gólfi „klúðruðust allrækilega í ágúst“. Ekki hafi verið æft þar að ráði síðan í ágúst. „Fyrstur kemur, fyrstur fær“ Ekki er heldur hægt að spila í Höllinni á Akureyri þar sem að hún hefur verið leigð út fyrir árshátíð. „Stofnanir og fyrirtæki geta tekið heila helgi frá fyrir sig, allt uppí 4 daga, löngu áður en sérsamböndin gefa út leikjaniðurröðun vetrarins. Svo er bara sagt fyrstur kemur fyrstur fær,“ skrifar formaðurinn Árni Rúnar Jóhannesson. Hann bendir á að um helgina eigi líka að fara fram körfuboltaleikur og 6. flokks mót í handbolta á Akureyri. Dalvíkingar eru kannski ekki þekktir fyrir handbolta en tóku eins og fyrr segir vel í bón Þórsara. „Viðmót Dalvíkinga gagnvart okkur í þessu máli hefur verið frábært, þeir hafa fært, breytt og bætt við, eftir okkar þörfum vegna þessa leiks,“ skrifar Árni Rúnar en bendir á að ýmislegt þurfi þó að gera til að leikurinn fari fram: „Það er ekkert lítið verkefni að færa einn leik í annað bæjarfélag og núna er þessi vika undirlögð hjá sjálfboðaliðum Þórs að koma þessu á koppinn.“
Handbolti Þór Akureyri Dalvíkurbyggð Akureyri Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira