Úkraínuher sækir fram í suðri og austri Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2022 23:55 Leifar rússnesks skriðdreka á milli borganna Izium og Kharkiv í austanverðri Úkraínu. AP/Francisco Seco Varnir Rússa í Kherson-héraði í sunnanverðri Úkraínu voru brotnar á bak aftur í dag á sama tíma og Úkraínuher sótti fram í austanverðu landinu sem Rússar segjast hafa innlimað. Birgðaflutningaleiðum fyrir rússneska hermenn er sagt ógnað með gagnsókninni. Rússar hafa átt verulega undir högg að sækja í innrás sinni í Úkraínu undanfarnar vikur. Þeir töpuðu Lyman, hernaðarlega mikilvægri borg í Donetsk-héraði í austanverðu landinu um helgina, rétt eftir að Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsti því yfir að hann hefði innlimað héraðið auk þriggja annarra hernumdra héraða. Eitt þeirra er Kherson-hérað í Suður-Úkraínu. Rússneska varnarmálaráðuneytið og leppstjórar Rússa þar staðfesta að skriðdrekar Úkraínumanna hafi brotist í gegnum varnir þeirra við Dnjepr-ána norðaustur af Kherson-borg í dag. Harðir bardagar geisi nú þar, um þrjátíu kílómetra sunnar en víglínan var þangað til í dag. Reuters-fréttastofan segir að framrásin í suðrinu sé sú veigamesta hjá úkraínska hernum frá því að stríðið hófst í febrúar. Úkraínskir hermenn frelsuðu nokkur þorp úr höndum Rússa meðfram ánni. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, sagði að þorp hefðu verið frelsuð í nokkrum héruðum. Sókn Úkraínumanna er sögð beinast að flutningsleiðum fyrir um 25.000 rússneska hermenn á vesturbakka Dnjepr. Í Luhansk segir rússneska leppstjórnin að úkraínskir hermenn hafi sótt fram nokkra kílómetra. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þeir stefnu að bæjunum Kremenna og Svatove sem Rússar hafa á valdi sínu. Vita ekki fyllilega hvaða landsvæði verða innlimuð Rússar héldu áfram ólögmætri tilraun sinni til þess að innlima úkraínsku héruðin fjögur þegar Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti aðgerðina í dag. Efri deild þingsins gerir slíkt það sama á morgun. AP-fréttastofan segir að innlimanirnir séu keyrðar í gegn í svo miklum flýti að rússneskir embættismenn hafi átt erfitt með að ná utan um hvaða svæði stendur nákvæmlega til að innlima. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, segir að Donetsk og Luhansk gangi í rússneska sambandsríkið með sömu héraðsmörk og giltu áður en átök brutust þar út árið 2014. Enn hafi ekki verið ákveðið hver landamæri Kherson og Saporisjía verða. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Rússar hafa átt verulega undir högg að sækja í innrás sinni í Úkraínu undanfarnar vikur. Þeir töpuðu Lyman, hernaðarlega mikilvægri borg í Donetsk-héraði í austanverðu landinu um helgina, rétt eftir að Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsti því yfir að hann hefði innlimað héraðið auk þriggja annarra hernumdra héraða. Eitt þeirra er Kherson-hérað í Suður-Úkraínu. Rússneska varnarmálaráðuneytið og leppstjórar Rússa þar staðfesta að skriðdrekar Úkraínumanna hafi brotist í gegnum varnir þeirra við Dnjepr-ána norðaustur af Kherson-borg í dag. Harðir bardagar geisi nú þar, um þrjátíu kílómetra sunnar en víglínan var þangað til í dag. Reuters-fréttastofan segir að framrásin í suðrinu sé sú veigamesta hjá úkraínska hernum frá því að stríðið hófst í febrúar. Úkraínskir hermenn frelsuðu nokkur þorp úr höndum Rússa meðfram ánni. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, sagði að þorp hefðu verið frelsuð í nokkrum héruðum. Sókn Úkraínumanna er sögð beinast að flutningsleiðum fyrir um 25.000 rússneska hermenn á vesturbakka Dnjepr. Í Luhansk segir rússneska leppstjórnin að úkraínskir hermenn hafi sótt fram nokkra kílómetra. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þeir stefnu að bæjunum Kremenna og Svatove sem Rússar hafa á valdi sínu. Vita ekki fyllilega hvaða landsvæði verða innlimuð Rússar héldu áfram ólögmætri tilraun sinni til þess að innlima úkraínsku héruðin fjögur þegar Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti aðgerðina í dag. Efri deild þingsins gerir slíkt það sama á morgun. AP-fréttastofan segir að innlimanirnir séu keyrðar í gegn í svo miklum flýti að rússneskir embættismenn hafi átt erfitt með að ná utan um hvaða svæði stendur nákvæmlega til að innlima. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, segir að Donetsk og Luhansk gangi í rússneska sambandsríkið með sömu héraðsmörk og giltu áður en átök brutust þar út árið 2014. Enn hafi ekki verið ákveðið hver landamæri Kherson og Saporisjía verða.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira