Konungurinn heldur sig heima eftir ráðleggingar forsætisráðherrans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. október 2022 16:28 Konungurin verður ekki á ráðstefnunni líkt og til stóð. Getty/Chris Jackson Karl Bretlandskonungur mun ekki sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, sem fram fer í Egyptalandi í næsta mánuði. Ástæðan er sú að forsætisráðherra Bretlands ráðlagði honum að fara ekki. Breska ríkisútvarpið hefur eftir talsmönnum Buckingham-hallar að Liz Truss forsætisráðherra og konungurinn hefðu komist að samkomulagi um að hann myndi ekki sækja ráðstefnuna. Áður hafði staðið til að konungurinn yrði viðstaddur og myndi halda þar ræðu. Ástæða þess að talsmenn konungsins töldu sig þurfa að greina frá þessu er frétt í Sunday Times, þar sem sagt var að Truss hefði hreinlega skipað konunginum að halda sig heima. „Í mesta vinskap og virðingu var komist að samkomulagi um að konungurinn myndi ekki sækja ráðstefnuna,“ segir í yfirlýsingunni en þar kemur fram að konungurinn hafi sérstaklega óskað eftir ráðleggingum Truss um hvort hann ætti að fara eða ekki. Þó virðast ekki allir á eitt sáttir með niðurstöðuna. Til marks um það má nefna þingmann breska íhaldsflokksin, Tobias Ellwood, sem sagðist í færslu á Twitter vona að „almenn skynsemi myndi hafa yfirhöndina,“ og að konunginum yrði leyft að fara til Egyptalands. I hope common sense will prevail.King Charles is a globally respected voice on the environment and climate change. His attendance would add serious authority to the British delegation.Can we really go from hosting COP26 to benching soft power at COP27? pic.twitter.com/Zq8nEFn7k1— Tobias Ellwood MP (@Tobias_Ellwood) October 1, 2022 Hann sagði jafnframt að konungurinn væri maður sem tekið væri mark á í alþjóðlegri umræðu um loftslagsbreytingar og sagði komu hans á ráðstefnuna geta ljáð bresku sendinefndinni aukna vigt. Kóngafólk Bretland Loftslagsmál Egyptaland Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Karl III Bretakonungur Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Fleiri fréttir Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur eftir talsmönnum Buckingham-hallar að Liz Truss forsætisráðherra og konungurinn hefðu komist að samkomulagi um að hann myndi ekki sækja ráðstefnuna. Áður hafði staðið til að konungurinn yrði viðstaddur og myndi halda þar ræðu. Ástæða þess að talsmenn konungsins töldu sig þurfa að greina frá þessu er frétt í Sunday Times, þar sem sagt var að Truss hefði hreinlega skipað konunginum að halda sig heima. „Í mesta vinskap og virðingu var komist að samkomulagi um að konungurinn myndi ekki sækja ráðstefnuna,“ segir í yfirlýsingunni en þar kemur fram að konungurinn hafi sérstaklega óskað eftir ráðleggingum Truss um hvort hann ætti að fara eða ekki. Þó virðast ekki allir á eitt sáttir með niðurstöðuna. Til marks um það má nefna þingmann breska íhaldsflokksin, Tobias Ellwood, sem sagðist í færslu á Twitter vona að „almenn skynsemi myndi hafa yfirhöndina,“ og að konunginum yrði leyft að fara til Egyptalands. I hope common sense will prevail.King Charles is a globally respected voice on the environment and climate change. His attendance would add serious authority to the British delegation.Can we really go from hosting COP26 to benching soft power at COP27? pic.twitter.com/Zq8nEFn7k1— Tobias Ellwood MP (@Tobias_Ellwood) October 1, 2022 Hann sagði jafnframt að konungurinn væri maður sem tekið væri mark á í alþjóðlegri umræðu um loftslagsbreytingar og sagði komu hans á ráðstefnuna geta ljáð bresku sendinefndinni aukna vigt.
Kóngafólk Bretland Loftslagsmál Egyptaland Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Karl III Bretakonungur Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Fleiri fréttir Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Sjá meira