Árni Þórður útskrifaður af spítala Árni Sæberg skrifar 1. október 2022 08:12 Þeir feðgar hafa ærið tilefni til að fagna í dag, líkt og þeir höfðu við undirritun skjala þegar Árni Þórður keypti sína fyrstu íbúð. Aðsend Árni Þórður Sigurðsson, sonur Sigga storms, er útskrifaður af spítala eftir að hafa legið inni í tæpa tíu mánuði vegna alvarlegrar líffærabilunar. Sigurður Þ. Ragnarsson, eða Siggi stormur eins og hann er ávallt kallaður, hefur um nokkurra mánaða skeið haldið vinum, vandamönnum og raunar þjóðinni allri vel upplýstum um baráttu sonar síns Árna Þórðar við alvarleg veikindi. Á tímabili var Árna Þórði vart hugað líf en í Fréttablaði dagsins er greint frá þeim gleðitíðindum að Árni Þórður sé nú laus af sjúkrahúsi. Á jóladag í fyrra birti Siggi stormur stuttan pistil á Facebooksíðu sinni þar sem greindi frá því að Árna Þórði hefði verið haldið sofandi í öndunarvél í tæplega viku. Hann sagði jólin það árið ekki vera þeim hjónunum Hólmfríði Þórisdóttur hátíð ljóss, friðar og gleði líkt og þau eiga til að vera. „Ef þið sjáið ykkur fært, viljið og getið sent honum hugheilar bænir um bata, bata handa syni mínum, þá væri ég ykkur óendanlega þakklátur. Það er styrkur að eiga góða vini. Nú þarf ég á ykkur að halda,“ sagði Siggi. Svo virðist sem bataóskir til handa Árna Þórði hafi borið tilætlaðan árangur enda fékk hann á fimmtudag læknabréf þar sem hann var útskrifaður af spítala. Í samtali við Fréttablaðið segir Siggi að fyrir fjölskyldunni sé bati Árna Þórðar hálfgert kraftaverk. Hann segir að á tímabili hafi ekki öllum litist á blikuna. Mun aldrei geta þakkað þeim sem sýndu stuðning Sem áður segir leyfði Siggi stormur fólki að fylgjast með baráttu Árna Þórðar á samfélagsmiðlum. Það segir hann hafa verið sína leið til að takast á við áfallið sem fylgir alvarlegum veikindum sonar. „Ég get aldrei þakkað þeim sem með einum eða öðrum hætti sýndu styrk og góðan hug. Þegar svona kemur upp þá er maður svo aleinn í eyðimörkinni, maður er alveg hjálparlaus því maður kann auðvitað ekkert í læknisfræðum. Getur ekkert gert og þarf að treysta á Guð og lukkuna, góða lækna og hjúkrunarfólk,“ hefur Fréttablaðið eftir honum. Fékk dagsleyfi á þrítugsafmælinu Síðustu fréttirnar sem Siggi flutti af veikindum Árna Þórðar voru gleðifréttir. Í síðustu viku varð hann nefnilega þrítugur og fékk dagsleyfi af spítalanum til þess að verja afmælisdeginum í faðmi fjölskyldunnar. „Árni sér væntanlega fyrir endann á lífsógnandi sjúkdómi í næstu viku. Hann hafði óskað sér að vera laus við spítalann á afmælisdaginn sinn - en þetta er allt að koma,“ sagði Siggi á Facebook við tilefnið og reyndist sannspár. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Sigurður Þ. Ragnarsson, eða Siggi stormur eins og hann er ávallt kallaður, hefur um nokkurra mánaða skeið haldið vinum, vandamönnum og raunar þjóðinni allri vel upplýstum um baráttu sonar síns Árna Þórðar við alvarleg veikindi. Á tímabili var Árna Þórði vart hugað líf en í Fréttablaði dagsins er greint frá þeim gleðitíðindum að Árni Þórður sé nú laus af sjúkrahúsi. Á jóladag í fyrra birti Siggi stormur stuttan pistil á Facebooksíðu sinni þar sem greindi frá því að Árna Þórði hefði verið haldið sofandi í öndunarvél í tæplega viku. Hann sagði jólin það árið ekki vera þeim hjónunum Hólmfríði Þórisdóttur hátíð ljóss, friðar og gleði líkt og þau eiga til að vera. „Ef þið sjáið ykkur fært, viljið og getið sent honum hugheilar bænir um bata, bata handa syni mínum, þá væri ég ykkur óendanlega þakklátur. Það er styrkur að eiga góða vini. Nú þarf ég á ykkur að halda,“ sagði Siggi. Svo virðist sem bataóskir til handa Árna Þórði hafi borið tilætlaðan árangur enda fékk hann á fimmtudag læknabréf þar sem hann var útskrifaður af spítala. Í samtali við Fréttablaðið segir Siggi að fyrir fjölskyldunni sé bati Árna Þórðar hálfgert kraftaverk. Hann segir að á tímabili hafi ekki öllum litist á blikuna. Mun aldrei geta þakkað þeim sem sýndu stuðning Sem áður segir leyfði Siggi stormur fólki að fylgjast með baráttu Árna Þórðar á samfélagsmiðlum. Það segir hann hafa verið sína leið til að takast á við áfallið sem fylgir alvarlegum veikindum sonar. „Ég get aldrei þakkað þeim sem með einum eða öðrum hætti sýndu styrk og góðan hug. Þegar svona kemur upp þá er maður svo aleinn í eyðimörkinni, maður er alveg hjálparlaus því maður kann auðvitað ekkert í læknisfræðum. Getur ekkert gert og þarf að treysta á Guð og lukkuna, góða lækna og hjúkrunarfólk,“ hefur Fréttablaðið eftir honum. Fékk dagsleyfi á þrítugsafmælinu Síðustu fréttirnar sem Siggi flutti af veikindum Árna Þórðar voru gleðifréttir. Í síðustu viku varð hann nefnilega þrítugur og fékk dagsleyfi af spítalanum til þess að verja afmælisdeginum í faðmi fjölskyldunnar. „Árni sér væntanlega fyrir endann á lífsógnandi sjúkdómi í næstu viku. Hann hafði óskað sér að vera laus við spítalann á afmælisdaginn sinn - en þetta er allt að koma,“ sagði Siggi á Facebook við tilefnið og reyndist sannspár.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira