Árni Þórður útskrifaður af spítala Árni Sæberg skrifar 1. október 2022 08:12 Þeir feðgar hafa ærið tilefni til að fagna í dag, líkt og þeir höfðu við undirritun skjala þegar Árni Þórður keypti sína fyrstu íbúð. Aðsend Árni Þórður Sigurðsson, sonur Sigga storms, er útskrifaður af spítala eftir að hafa legið inni í tæpa tíu mánuði vegna alvarlegrar líffærabilunar. Sigurður Þ. Ragnarsson, eða Siggi stormur eins og hann er ávallt kallaður, hefur um nokkurra mánaða skeið haldið vinum, vandamönnum og raunar þjóðinni allri vel upplýstum um baráttu sonar síns Árna Þórðar við alvarleg veikindi. Á tímabili var Árna Þórði vart hugað líf en í Fréttablaði dagsins er greint frá þeim gleðitíðindum að Árni Þórður sé nú laus af sjúkrahúsi. Á jóladag í fyrra birti Siggi stormur stuttan pistil á Facebooksíðu sinni þar sem greindi frá því að Árna Þórði hefði verið haldið sofandi í öndunarvél í tæplega viku. Hann sagði jólin það árið ekki vera þeim hjónunum Hólmfríði Þórisdóttur hátíð ljóss, friðar og gleði líkt og þau eiga til að vera. „Ef þið sjáið ykkur fært, viljið og getið sent honum hugheilar bænir um bata, bata handa syni mínum, þá væri ég ykkur óendanlega þakklátur. Það er styrkur að eiga góða vini. Nú þarf ég á ykkur að halda,“ sagði Siggi. Svo virðist sem bataóskir til handa Árna Þórði hafi borið tilætlaðan árangur enda fékk hann á fimmtudag læknabréf þar sem hann var útskrifaður af spítala. Í samtali við Fréttablaðið segir Siggi að fyrir fjölskyldunni sé bati Árna Þórðar hálfgert kraftaverk. Hann segir að á tímabili hafi ekki öllum litist á blikuna. Mun aldrei geta þakkað þeim sem sýndu stuðning Sem áður segir leyfði Siggi stormur fólki að fylgjast með baráttu Árna Þórðar á samfélagsmiðlum. Það segir hann hafa verið sína leið til að takast á við áfallið sem fylgir alvarlegum veikindum sonar. „Ég get aldrei þakkað þeim sem með einum eða öðrum hætti sýndu styrk og góðan hug. Þegar svona kemur upp þá er maður svo aleinn í eyðimörkinni, maður er alveg hjálparlaus því maður kann auðvitað ekkert í læknisfræðum. Getur ekkert gert og þarf að treysta á Guð og lukkuna, góða lækna og hjúkrunarfólk,“ hefur Fréttablaðið eftir honum. Fékk dagsleyfi á þrítugsafmælinu Síðustu fréttirnar sem Siggi flutti af veikindum Árna Þórðar voru gleðifréttir. Í síðustu viku varð hann nefnilega þrítugur og fékk dagsleyfi af spítalanum til þess að verja afmælisdeginum í faðmi fjölskyldunnar. „Árni sér væntanlega fyrir endann á lífsógnandi sjúkdómi í næstu viku. Hann hafði óskað sér að vera laus við spítalann á afmælisdaginn sinn - en þetta er allt að koma,“ sagði Siggi á Facebook við tilefnið og reyndist sannspár. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Upplifði að hann hefði dáið eftir stunguárás í sumarbústað Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Sjá meira
Sigurður Þ. Ragnarsson, eða Siggi stormur eins og hann er ávallt kallaður, hefur um nokkurra mánaða skeið haldið vinum, vandamönnum og raunar þjóðinni allri vel upplýstum um baráttu sonar síns Árna Þórðar við alvarleg veikindi. Á tímabili var Árna Þórði vart hugað líf en í Fréttablaði dagsins er greint frá þeim gleðitíðindum að Árni Þórður sé nú laus af sjúkrahúsi. Á jóladag í fyrra birti Siggi stormur stuttan pistil á Facebooksíðu sinni þar sem greindi frá því að Árna Þórði hefði verið haldið sofandi í öndunarvél í tæplega viku. Hann sagði jólin það árið ekki vera þeim hjónunum Hólmfríði Þórisdóttur hátíð ljóss, friðar og gleði líkt og þau eiga til að vera. „Ef þið sjáið ykkur fært, viljið og getið sent honum hugheilar bænir um bata, bata handa syni mínum, þá væri ég ykkur óendanlega þakklátur. Það er styrkur að eiga góða vini. Nú þarf ég á ykkur að halda,“ sagði Siggi. Svo virðist sem bataóskir til handa Árna Þórði hafi borið tilætlaðan árangur enda fékk hann á fimmtudag læknabréf þar sem hann var útskrifaður af spítala. Í samtali við Fréttablaðið segir Siggi að fyrir fjölskyldunni sé bati Árna Þórðar hálfgert kraftaverk. Hann segir að á tímabili hafi ekki öllum litist á blikuna. Mun aldrei geta þakkað þeim sem sýndu stuðning Sem áður segir leyfði Siggi stormur fólki að fylgjast með baráttu Árna Þórðar á samfélagsmiðlum. Það segir hann hafa verið sína leið til að takast á við áfallið sem fylgir alvarlegum veikindum sonar. „Ég get aldrei þakkað þeim sem með einum eða öðrum hætti sýndu styrk og góðan hug. Þegar svona kemur upp þá er maður svo aleinn í eyðimörkinni, maður er alveg hjálparlaus því maður kann auðvitað ekkert í læknisfræðum. Getur ekkert gert og þarf að treysta á Guð og lukkuna, góða lækna og hjúkrunarfólk,“ hefur Fréttablaðið eftir honum. Fékk dagsleyfi á þrítugsafmælinu Síðustu fréttirnar sem Siggi flutti af veikindum Árna Þórðar voru gleðifréttir. Í síðustu viku varð hann nefnilega þrítugur og fékk dagsleyfi af spítalanum til þess að verja afmælisdeginum í faðmi fjölskyldunnar. „Árni sér væntanlega fyrir endann á lífsógnandi sjúkdómi í næstu viku. Hann hafði óskað sér að vera laus við spítalann á afmælisdaginn sinn - en þetta er allt að koma,“ sagði Siggi á Facebook við tilefnið og reyndist sannspár.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Upplifði að hann hefði dáið eftir stunguárás í sumarbústað Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Sjá meira