Aldrei annað staðið til en að Vanda veiti verðlaunin Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2022 14:04 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, og framkvæmdastjórinn Klara Bjartmarz. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, mun ekki geta heilsað upp á leikmenn Víkings og FH fyrir bikarúrslitaleikinn á Laugardalsvelli á morgun, eins og hefð er fyrir. Hún verður á Hlíðarenda þegar leikurinn hefst. Þannig vill til að lokaumferðin í Bestu deild kvenna fer fram á morgun og hefjast leikirnir klukkan 14. Á meðal leikja er leikur Valur og Selfoss á Hlíðarenda. Valskonur fá eftir leik afhentan Íslandsmeistaraskjöldinn og gullmedalíur sínar, eftir að hafa tryggt sér titilinn um síðustu helgi, en það verður um það bil á sama tíma og bikarúrslitaleikurinn hefst klukkan 16. Ljóst er að Vanda getur ekki verið á báðum stöðum í einu og velti Pétur Pétursson, þjálfari Vals, því fyrir sér í viðtali á Fótbolta.net hvort að liðið myndi sjálft þurfa að sækja sér verðlaunin, líkt og á sjálfsafgreiðslukassa í Krónunni. Svo verður hins vegar ekki. „Ég ætla að sjálfsögðu að fara og veita verðlaun í Bestu deild kvenna. Það hefur aldrei neitt annað staðið til en að ég myndi gera það. Ég verð því á Valsvellinum að veita verðlaun og síðan bruna ég í Laugardalinn og veiti verðlaun á bikarúrslitaleiknum,“ segir Vanda í samtali við Vísi og bætir við: „Varaformaður KSÍ, Borghildur Sigurðardóttir, mun heilsa upp á liðin fyrir leik, sem er vaninn að formaðurinn geri.“ Segir enga ósk hafa borist um að færa leikina Aðspurð hvort að hún taki undir þá gagnrýni sem heyrst hefur, að tímasetning leikjanna sé óheppileg og að lokaumferðin í Bestu deild kvenna falli í skuggann af bikarúrslitaleik karla, segir Vanda að ákveðnar skýringar liggi að sjálfsögðu að baki. Hún vísaði að öðru leyti á Birki Sveinsson, mótastjóra KSÍ. Birkir segir sjónvarpsrétthafa ráða miklu um tímasetningu leikja og vildi RÚV hafa bikarúrslitaleikinn klukkan 16. „Það hefði auðvitað verið betra ef við hefðum getað haft þetta aðeins öðruvísi en kostirnir eru ekki margir. Sjónvarpið ræður miklu um tímasetningu leikja, í öllum deildum og mótum. Lokaumferðin var sett á laugardag, og til vara á sunnudag ef þess hefði þurft með tilliti til Evrópukeppni kvenna. Engin ósk barst hins vegar um að færa leikina til sunnudags og því var ekki gripið til þess ráðs,“ segir Birkir. Birkir segir að knattspyrnudeild Vals hafi verið boðið að færa leik sinn við Selfoss til klukkan 13 en því hafi verið hafnað. „Þá var ekki verið að bjóða öðrum upp á það, enda hefði það getað komið liðum sem þurftu að ferðast á milli landshluta til vandræða,“ sagði Birkir en Þór/KA spilar til að mynda útileik gegn KR í Vesturbænum. „Félögin hefðu þó að sjálfsögðu getað óskað eftir því.“ Besta deild kvenna Valur Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík FH Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Sjá meira
Þannig vill til að lokaumferðin í Bestu deild kvenna fer fram á morgun og hefjast leikirnir klukkan 14. Á meðal leikja er leikur Valur og Selfoss á Hlíðarenda. Valskonur fá eftir leik afhentan Íslandsmeistaraskjöldinn og gullmedalíur sínar, eftir að hafa tryggt sér titilinn um síðustu helgi, en það verður um það bil á sama tíma og bikarúrslitaleikurinn hefst klukkan 16. Ljóst er að Vanda getur ekki verið á báðum stöðum í einu og velti Pétur Pétursson, þjálfari Vals, því fyrir sér í viðtali á Fótbolta.net hvort að liðið myndi sjálft þurfa að sækja sér verðlaunin, líkt og á sjálfsafgreiðslukassa í Krónunni. Svo verður hins vegar ekki. „Ég ætla að sjálfsögðu að fara og veita verðlaun í Bestu deild kvenna. Það hefur aldrei neitt annað staðið til en að ég myndi gera það. Ég verð því á Valsvellinum að veita verðlaun og síðan bruna ég í Laugardalinn og veiti verðlaun á bikarúrslitaleiknum,“ segir Vanda í samtali við Vísi og bætir við: „Varaformaður KSÍ, Borghildur Sigurðardóttir, mun heilsa upp á liðin fyrir leik, sem er vaninn að formaðurinn geri.“ Segir enga ósk hafa borist um að færa leikina Aðspurð hvort að hún taki undir þá gagnrýni sem heyrst hefur, að tímasetning leikjanna sé óheppileg og að lokaumferðin í Bestu deild kvenna falli í skuggann af bikarúrslitaleik karla, segir Vanda að ákveðnar skýringar liggi að sjálfsögðu að baki. Hún vísaði að öðru leyti á Birki Sveinsson, mótastjóra KSÍ. Birkir segir sjónvarpsrétthafa ráða miklu um tímasetningu leikja og vildi RÚV hafa bikarúrslitaleikinn klukkan 16. „Það hefði auðvitað verið betra ef við hefðum getað haft þetta aðeins öðruvísi en kostirnir eru ekki margir. Sjónvarpið ræður miklu um tímasetningu leikja, í öllum deildum og mótum. Lokaumferðin var sett á laugardag, og til vara á sunnudag ef þess hefði þurft með tilliti til Evrópukeppni kvenna. Engin ósk barst hins vegar um að færa leikina til sunnudags og því var ekki gripið til þess ráðs,“ segir Birkir. Birkir segir að knattspyrnudeild Vals hafi verið boðið að færa leik sinn við Selfoss til klukkan 13 en því hafi verið hafnað. „Þá var ekki verið að bjóða öðrum upp á það, enda hefði það getað komið liðum sem þurftu að ferðast á milli landshluta til vandræða,“ sagði Birkir en Þór/KA spilar til að mynda útileik gegn KR í Vesturbænum. „Félögin hefðu þó að sjálfsögðu getað óskað eftir því.“
Besta deild kvenna Valur Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík FH Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Sjá meira