Hrýs hugur við að skólahverfið taki stakkaskiptum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. september 2022 13:13 Íbúar í Laugardalnum hafa sterkar skoðanir á skólamálum í hverfinu. Þeim hrýs hugur við tilhugsunina um nýjan unglingaskóla og vilja frekar byggja við þá þrjá skóla sem fyrir eru í hverfinu. Ljósmyndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Vísir/Vilhelm Á mánudag verður tekin ákvörðun um framtíðarskipulag skólahverfisins í Laugardal. Íbúum hverfisins er mikið niðri fyrir og hafa sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að borgaryfirvöld hlusti á raddir þeirra og geri ekki róttækar breytingar á fyrirkomulagi skólamála og tvístri nemendahópnum með nýjum unglingaskóla. Valið stendur á milli þriggja sviðsmynda. Í þeirri fyrstu felst að skólarnir þrír, Laugalækjarskóli, Langholtsskóli og Laugarnesskóli, haldi sér í núverandi mynd og byggt verði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda í skólahverfinu. Önnur sviðsmynd felur í sér að færa tvo elstu árganga Laugarnesskóla, það er að segja fimmta og sjötta bekk, yfir í Laugalækjarskóla og að byggt verði við hann og Langholtsskóla. Í sviðsmynd þrjú felst að opnaður verði nýr unglingaskóli í hverfinu fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Hér má lesa skýrslu um framtíðarskipan skólamála í hverfinu. Mikil andstaða er á meðal íbúa í Laugardal við síðastnefnda valkostinn. Björn Kristjánsson er á meðal þeirra sem óttast umrót sem felst í nýjum unglingaskóla. „Við erum ekki bara að tala um að byggja nýjan skóla heldur erum við að tala um gjörbreytt umhverfi í skólamálum í öllu hverfinu. Það er nú kannski það sem okkur hrýs hugur við að fara í svona róttækar og stórtækar breytingar þegar við erum með þrjá skóla í hverfinu sem ríkir rosalega mikil ánægja með.“ Íbúar vilji ekki tvístra nemendahópnum. „Vestan megin í Laugardalnum erum við með eitt skólahverfi sem yrði þá sundrað í tvö hverfi og myndi tvístra hópnum og öðru megin í hverfinu væri kannski líka aðeins meiri félagsleg einsleitni. Það er ekkert endilega hollt eða gott fyrir skóla að vera með of einsleitan nemendahóp þannig að við höfum líka áhyggjur af því.“ Á sjöunda hundrað hafa ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem lýst er yfir stuðningi við fyrstu sviðsmyndina. „Ég vil bara segja borginni að hlusta. Það er alveg bersýnilegt hvað það er sem fólkið í hverfinu vill og það er alveg greinilegt hvað starfsfólk skólanna vill. Það má ekki gleyma því heldur að ef þú ætlar að brjóta upp svona einingar eins og skólar eru þá ertu líka að tefla svolítið djarft með mannauð skólanna, menningu og þau verðmæti sem í því felast.“ Skóla- og menntamál Reykjavík Grunnskólar Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Börn í Laugardal föst í hamsturhjóli ferlagreininga borgarinnar Íbúar í Laugardal eru langþreyttir að bíða eftir ákvörðun borgaryfirvalda um framkvæmdir á skólahúsnæði við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtskóla. 30. september 2022 07:01 Skólarnir í Laugardal gjörsamlega sprungnir og nauðsynlegt að „rífa plásturinn af“ Grunnskólarnir í Laugardal eru gjörsamlega sprungnir og er nauðsynlegt fyrir borgaryfirvöld að taka sem fyrst ákvörðun um framtíð skólastarfs í Laugardal. Óvissan, sem hafi verið við lýði of lengi, sé óþolandi fyrir skólastjórnendur, kennara, foreldra og börn. 25. ágúst 2022 12:25 Viðbyggingar og sameiginlegur unglingaskóli meðal hugmynda í skólamálum Laugarnes- og Langholtshverfis Þrjár sviðsmyndir um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru kynntar fyrir borgarráði Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2021 23:37 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Valið stendur á milli þriggja sviðsmynda. Í þeirri fyrstu felst að skólarnir þrír, Laugalækjarskóli, Langholtsskóli og Laugarnesskóli, haldi sér í núverandi mynd og byggt verði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda í skólahverfinu. Önnur sviðsmynd felur í sér að færa tvo elstu árganga Laugarnesskóla, það er að segja fimmta og sjötta bekk, yfir í Laugalækjarskóla og að byggt verði við hann og Langholtsskóla. Í sviðsmynd þrjú felst að opnaður verði nýr unglingaskóli í hverfinu fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Hér má lesa skýrslu um framtíðarskipan skólamála í hverfinu. Mikil andstaða er á meðal íbúa í Laugardal við síðastnefnda valkostinn. Björn Kristjánsson er á meðal þeirra sem óttast umrót sem felst í nýjum unglingaskóla. „Við erum ekki bara að tala um að byggja nýjan skóla heldur erum við að tala um gjörbreytt umhverfi í skólamálum í öllu hverfinu. Það er nú kannski það sem okkur hrýs hugur við að fara í svona róttækar og stórtækar breytingar þegar við erum með þrjá skóla í hverfinu sem ríkir rosalega mikil ánægja með.“ Íbúar vilji ekki tvístra nemendahópnum. „Vestan megin í Laugardalnum erum við með eitt skólahverfi sem yrði þá sundrað í tvö hverfi og myndi tvístra hópnum og öðru megin í hverfinu væri kannski líka aðeins meiri félagsleg einsleitni. Það er ekkert endilega hollt eða gott fyrir skóla að vera með of einsleitan nemendahóp þannig að við höfum líka áhyggjur af því.“ Á sjöunda hundrað hafa ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem lýst er yfir stuðningi við fyrstu sviðsmyndina. „Ég vil bara segja borginni að hlusta. Það er alveg bersýnilegt hvað það er sem fólkið í hverfinu vill og það er alveg greinilegt hvað starfsfólk skólanna vill. Það má ekki gleyma því heldur að ef þú ætlar að brjóta upp svona einingar eins og skólar eru þá ertu líka að tefla svolítið djarft með mannauð skólanna, menningu og þau verðmæti sem í því felast.“
Skóla- og menntamál Reykjavík Grunnskólar Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Börn í Laugardal föst í hamsturhjóli ferlagreininga borgarinnar Íbúar í Laugardal eru langþreyttir að bíða eftir ákvörðun borgaryfirvalda um framkvæmdir á skólahúsnæði við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtskóla. 30. september 2022 07:01 Skólarnir í Laugardal gjörsamlega sprungnir og nauðsynlegt að „rífa plásturinn af“ Grunnskólarnir í Laugardal eru gjörsamlega sprungnir og er nauðsynlegt fyrir borgaryfirvöld að taka sem fyrst ákvörðun um framtíð skólastarfs í Laugardal. Óvissan, sem hafi verið við lýði of lengi, sé óþolandi fyrir skólastjórnendur, kennara, foreldra og börn. 25. ágúst 2022 12:25 Viðbyggingar og sameiginlegur unglingaskóli meðal hugmynda í skólamálum Laugarnes- og Langholtshverfis Þrjár sviðsmyndir um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru kynntar fyrir borgarráði Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2021 23:37 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Börn í Laugardal föst í hamsturhjóli ferlagreininga borgarinnar Íbúar í Laugardal eru langþreyttir að bíða eftir ákvörðun borgaryfirvalda um framkvæmdir á skólahúsnæði við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtskóla. 30. september 2022 07:01
Skólarnir í Laugardal gjörsamlega sprungnir og nauðsynlegt að „rífa plásturinn af“ Grunnskólarnir í Laugardal eru gjörsamlega sprungnir og er nauðsynlegt fyrir borgaryfirvöld að taka sem fyrst ákvörðun um framtíð skólastarfs í Laugardal. Óvissan, sem hafi verið við lýði of lengi, sé óþolandi fyrir skólastjórnendur, kennara, foreldra og börn. 25. ágúst 2022 12:25
Viðbyggingar og sameiginlegur unglingaskóli meðal hugmynda í skólamálum Laugarnes- og Langholtshverfis Þrjár sviðsmyndir um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru kynntar fyrir borgarráði Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2021 23:37