Frumvarp og fyrirspurnahrina vegna stöðuveitinga án auglýsingar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. september 2022 21:32 Jóhann Páll Jóhannsson hefur verið mjög gagnrýninn á viðtekna framkvæmd innan stjórnsýslunnar þar sem embættismenn eru fluttir til og ráðnir án auglýsinga. Hyggst hann því leggja fram frumvarp nú í þessari viku sem takmarkar mjög þann möguleika ráðherra að geta skipað embættismenn án auglýsingar. vísir/vilhelm „Ég hef áhyggjur af þeim stjórnarháttum sem ríkisstjórnin er að festa í sessi þegar kemur að opinberum stöðuveitingum, þar sem ítrekað er skipað í æðstu embætti án auglýsingar og jafnvel á mjög hæpnum lagagrundvelli,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem hefur lagt fram skriflegar fyrirspurnir til fjögurra ráðherra um stöðuveitingar án auglýsingar. Jóhann er jafnframt fyrsti flutningsmaður lagafrumvarps um að takmarka heimildir ráðherra til að skipa í æðstu stjórnkerfi með fyrrgreindum hætti, það er án auglýsingar. „Löggjafinn verður að bregðast við og setja valdhöfum skýrari mörk,“ bætir hann við í samtali við fréttastofu. Stöðuveitingar án auglýsingar hafa verið talsvert í deiglunni upp á síðkastið, bæði vegna deilna um skipun þjóðminjavarðar og eftir að fjallað var um að meirihluti núverandi ráðuneytisstjóra hefði tekið við embætti án þess að staðan væri auglýst og faglegt umsóknarferli færi fram. Sjá einnig: Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Í frumvarpi Jóhanns Páls, sem útbýtt verður á Alþingi á næstu dögum, er mælt fyrir um að óheimilt verði með öllu að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi. Þá er hnykkt sérstaklega á því að flutningsheimild 36. greinar starfsmannalaganna, sé undantekning frá almennu meginreglunni um auglýsingaskyldu. Þannig séu valdhafar bundnir af réttmætisreglu stjórnsýsluréttarins og beiting þessa undantekningarákvæðis verði að byggja á málefnalegum sjónarmiðjum en ekki geðþótta. Harpa Þórsdóttir, nýr þjóðminjavörður og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Lilja hefur sætt mikilli gagnrýni í kjölfar skipunarinnar.Stjr Sjö af tólf ráðuneytisstjórum ráðnir án auglýsinga Nú er svo komið að sjö af tólf ráðuneytisstjórum hafi af tólf núverandi ráðuneytisstjórum voru fluttir í embætti ráðuneytisstjóra án þess að staðan væri auglýst. Frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við árið 2017 hafa sex af þeim níu sem enn eru ráðuneytisstjórar tekið við embætti án þess að faglegt umsóknarferli færi fram. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í greinagerð frumvarpsins þar sem lagabreytingin er rökstudd. Þar kemur einnig fram að umboðsmaður Alþingis hafi ítrekað bent á það í álitum sínum á að viðtekin framkvæmd væri á skjön við lög. Ekki allir sammála Athygli vakti fyrr á þessu ári þegar embættismaður sem gegndi starfi ríkisendurskoðanda var fluttur yfir til nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis og skipaður þar ráðuneytisstjóri með vísan til flutningsheimildar starfsmannalaga. Jóhann Páll var afar gagnrýninn á ráðninguna sem hann sagði stangast á við meginregluna um þrígreiningu ríkisvalds. Sjá einnig: Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri „Ég gagnrýndi þessa lagaframkvæmd harðlega í þingsal og umboðsmaður Alþingis tók líka málið upp með bréfaskiptum við ráðuneytið þar sem hann minnti á grundvallaratriði um þrígreiningu ríkisvalds og benti á að ríkisendurskoðandi heyrir lagalega undir Alþingi en ekki framkvæmdarvaldið,“ segir Jóhann. Ekki virðist þó vera einróma sátt um að breyta framkvæmdinni. Í kvöldfréttum RÚV í byrjun mánaðarins sagði Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknar, að menningar- viðskiptaráðherra hafi farið rétt að við skipun þjóðminjavarðar. Gott sé að hafa heimildina til staðar „út af ýmsum ástæðum,“ eins og hún orðaði það. „Sjaldan meiri hætta á misbeitingu valds en við stöðuveitingar“ Jóhann segir það ævintýralegt að nota heimildina til að flytja embættismenn milli hinna þriggja valdþátta ríkisins. Jóhann hefur lagt fram fyrirspurnir til fjögurra ráðherra um stöðuveitingar án auglýsingar, bæði um skipun þjóðminjavarðar og um skipun ráðuneytisstjóra. Á meðal þess sem hann spyr um er hvers vegna ráðherrar hafi ákveðið að víkja frá meginreglu starfsmannalaga um auglýsingaskyldu í hverju tilviki fyrir sig og hvers konar rannsókn ráðherrar hafi framkvæmt við undirbúning ákvörðunarinnar. Þá spyr hann Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort hún telji það æskilega þróun að minnihluti ráðuneytisstjóra hafi verið skipaður samkvæmt því ferli sem mælt er fyrir um í stjórnarráðslögum og hvers vegna Katrín hafi ekki sett reglur um tilhögun flutnings starfsmanna innan Stjórnarráðsins eins og lög kveða á um að forsætisráðherra geri. Í niðurlagi greinagerðar frumvarpsins er minnst orða Ólafs Jóhannessonar, lagaprófessors og fyrrum forsætisráðherra: „Sjaldan er meiri hætta á misbeiting valds og hlutdrægni heldur en einmitt við stöðuveitingar. Nú á tímum er hið raunverulega veitingarvald oftast nær í höndum pólitískra ráðherra, sem freistast oft til að misnota það til framdráttar flokksmönnum sínum.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Deilur um skipun þjóðminjavarðar Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Jóhann er jafnframt fyrsti flutningsmaður lagafrumvarps um að takmarka heimildir ráðherra til að skipa í æðstu stjórnkerfi með fyrrgreindum hætti, það er án auglýsingar. „Löggjafinn verður að bregðast við og setja valdhöfum skýrari mörk,“ bætir hann við í samtali við fréttastofu. Stöðuveitingar án auglýsingar hafa verið talsvert í deiglunni upp á síðkastið, bæði vegna deilna um skipun þjóðminjavarðar og eftir að fjallað var um að meirihluti núverandi ráðuneytisstjóra hefði tekið við embætti án þess að staðan væri auglýst og faglegt umsóknarferli færi fram. Sjá einnig: Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Í frumvarpi Jóhanns Páls, sem útbýtt verður á Alþingi á næstu dögum, er mælt fyrir um að óheimilt verði með öllu að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi. Þá er hnykkt sérstaklega á því að flutningsheimild 36. greinar starfsmannalaganna, sé undantekning frá almennu meginreglunni um auglýsingaskyldu. Þannig séu valdhafar bundnir af réttmætisreglu stjórnsýsluréttarins og beiting þessa undantekningarákvæðis verði að byggja á málefnalegum sjónarmiðjum en ekki geðþótta. Harpa Þórsdóttir, nýr þjóðminjavörður og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Lilja hefur sætt mikilli gagnrýni í kjölfar skipunarinnar.Stjr Sjö af tólf ráðuneytisstjórum ráðnir án auglýsinga Nú er svo komið að sjö af tólf ráðuneytisstjórum hafi af tólf núverandi ráðuneytisstjórum voru fluttir í embætti ráðuneytisstjóra án þess að staðan væri auglýst. Frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við árið 2017 hafa sex af þeim níu sem enn eru ráðuneytisstjórar tekið við embætti án þess að faglegt umsóknarferli færi fram. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í greinagerð frumvarpsins þar sem lagabreytingin er rökstudd. Þar kemur einnig fram að umboðsmaður Alþingis hafi ítrekað bent á það í álitum sínum á að viðtekin framkvæmd væri á skjön við lög. Ekki allir sammála Athygli vakti fyrr á þessu ári þegar embættismaður sem gegndi starfi ríkisendurskoðanda var fluttur yfir til nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis og skipaður þar ráðuneytisstjóri með vísan til flutningsheimildar starfsmannalaga. Jóhann Páll var afar gagnrýninn á ráðninguna sem hann sagði stangast á við meginregluna um þrígreiningu ríkisvalds. Sjá einnig: Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri „Ég gagnrýndi þessa lagaframkvæmd harðlega í þingsal og umboðsmaður Alþingis tók líka málið upp með bréfaskiptum við ráðuneytið þar sem hann minnti á grundvallaratriði um þrígreiningu ríkisvalds og benti á að ríkisendurskoðandi heyrir lagalega undir Alþingi en ekki framkvæmdarvaldið,“ segir Jóhann. Ekki virðist þó vera einróma sátt um að breyta framkvæmdinni. Í kvöldfréttum RÚV í byrjun mánaðarins sagði Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknar, að menningar- viðskiptaráðherra hafi farið rétt að við skipun þjóðminjavarðar. Gott sé að hafa heimildina til staðar „út af ýmsum ástæðum,“ eins og hún orðaði það. „Sjaldan meiri hætta á misbeitingu valds en við stöðuveitingar“ Jóhann segir það ævintýralegt að nota heimildina til að flytja embættismenn milli hinna þriggja valdþátta ríkisins. Jóhann hefur lagt fram fyrirspurnir til fjögurra ráðherra um stöðuveitingar án auglýsingar, bæði um skipun þjóðminjavarðar og um skipun ráðuneytisstjóra. Á meðal þess sem hann spyr um er hvers vegna ráðherrar hafi ákveðið að víkja frá meginreglu starfsmannalaga um auglýsingaskyldu í hverju tilviki fyrir sig og hvers konar rannsókn ráðherrar hafi framkvæmt við undirbúning ákvörðunarinnar. Þá spyr hann Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort hún telji það æskilega þróun að minnihluti ráðuneytisstjóra hafi verið skipaður samkvæmt því ferli sem mælt er fyrir um í stjórnarráðslögum og hvers vegna Katrín hafi ekki sett reglur um tilhögun flutnings starfsmanna innan Stjórnarráðsins eins og lög kveða á um að forsætisráðherra geri. Í niðurlagi greinagerðar frumvarpsins er minnst orða Ólafs Jóhannessonar, lagaprófessors og fyrrum forsætisráðherra: „Sjaldan er meiri hætta á misbeiting valds og hlutdrægni heldur en einmitt við stöðuveitingar. Nú á tímum er hið raunverulega veitingarvald oftast nær í höndum pólitískra ráðherra, sem freistast oft til að misnota það til framdráttar flokksmönnum sínum.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Deilur um skipun þjóðminjavarðar Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira