Gjaldskrárhækkun Strætó skárri kostur af tveimur slæmum Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 27. september 2022 23:37 Í dag var tilkynnt að gjaldskrá Strætó muni hækka um 12,5 prósent. Þetta er mesta hækkun sem fyrirtækið hefur farið í í langan tíma en fjárhagsstaða þess hefur verið afar slæm upp á síðkastið. Stjórnarmaður í Strætó segir nauðsynlegt að skoða hvernig eigi að reka almenningssamgöngur hér á landi. Notendur Strætó þurfa að greiða 12,5 prósentum hærra gjald frá og með laugardeginum. Stakt fargjald hækkar í 550 krónur, þrjátíu daga nemakort í 4500 krónur og árskortið fer í 90 þúsund krónur. Undanfarin ár hefur fargjald í strætó almennt hækkað um tíu krónur á ári en nú hækkar stakt fargjald um heilar sextíu krónur milli ára. Á tíu árum hefur gjaldið hækkað um tvö hundruð krónur. stöð 2 Þá hækkar árskort í strætó um heilar tíu þúsund krónur. Í því samhengi má nefna að á milli 2019 og 2021 hækkaði árskort aðeins um 5.200 krónur. stöð 2 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ástæða hækkunar gjaldskrár væri einföld; afar slæm fjárhagsstaða fyrirtækisins. Farið hafi verið í ýmsar aðgerðir til að bregðast við henni, óskað hafi verið eftir fjármagni frá sveitarfélögunum sem eiga strætó, styrkjum frá ríkinu vegna taps í heimsfaraldrinum og rekstrinum hafi verið hagrætt. Til þess að forðast frekari hagræðingu með tilheyrandi fækkun ferða hafi gjaldskráin verið hækkuð. Alveg ljóst að reksturinn er í mjög slæmum málum. Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata á sæti í stjórn Strætó fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Hún segir í samtali við fréttastofu að alveg ljóst sé að rekstur Strætó sé í mjög slæmum málum. „Það er fyrst og fremst út af Covid en líka vegna verðhækkana vegna stríðsins í Úkraínu og fleira. Það er ljóst að við þurfum einhvern veginn að loka þessu bili. Stjórn Strætó fékk það mjög skýrt frá sveitarfélögunum, sem standa að rekstrinum, að þau myndu ekki og gætu raunar ekki lokað þessu gati alveg ein. Strætó myndi þurfa að sýna einhverja viðleitni og við höfðum þá í rauninni aðeins um tvennt að velja í Strætó. Það var annað hvort að fara í töluvert veigamikla þjónustuskerðingu eða þá að fara í gjaldskrárhækkun. Ég held að við hljótum að vera sammála um það sé skárri kosturinn en það langaði engan að gera þetta. Þetta er ömurlegt,“ segir Alexandra. Ekki í samræmi við stefnu í samgöngumálum Alexandra segir að gjaldskrárhækkun Strætó sé ekki í samræmi við stefnu meirihlutans í borgarstjórn í samgöngumálum sem snúist um að koma fleira fólki í almenningssamgöngur en að stjórn Strætó hafi engin önnur leið verið fær. „Hvað varðar að fara í einhverjar aðgerðir af hálfu sveitarfélaganna, þá er það eitthvað sem þarf að ráðast sveitarfélagamegin. Ég myndi líka segja að við þurfum að fara að skoða það hvernig við ætlum að reka almenningssamgöngur. Er í lagi að þær séu fastar í þessari spennitreyju og þessu endalausa rifrildi milli ríkis og sveitarfélaga?“ segir hún. Strætó Samgöngur Reykjavík Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Strætó hækkar verðið Notendur Strætó þurfa að greiða 12,5 prósentum hærra gjald frá og með laugardeginum. Stakt fargjald hækkar í 550 krónur, þrjátíu daga nemakort í 4500 krónur og árskortið fer í 90 þúsund krónur. 27. september 2022 11:41 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Notendur Strætó þurfa að greiða 12,5 prósentum hærra gjald frá og með laugardeginum. Stakt fargjald hækkar í 550 krónur, þrjátíu daga nemakort í 4500 krónur og árskortið fer í 90 þúsund krónur. Undanfarin ár hefur fargjald í strætó almennt hækkað um tíu krónur á ári en nú hækkar stakt fargjald um heilar sextíu krónur milli ára. Á tíu árum hefur gjaldið hækkað um tvö hundruð krónur. stöð 2 Þá hækkar árskort í strætó um heilar tíu þúsund krónur. Í því samhengi má nefna að á milli 2019 og 2021 hækkaði árskort aðeins um 5.200 krónur. stöð 2 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ástæða hækkunar gjaldskrár væri einföld; afar slæm fjárhagsstaða fyrirtækisins. Farið hafi verið í ýmsar aðgerðir til að bregðast við henni, óskað hafi verið eftir fjármagni frá sveitarfélögunum sem eiga strætó, styrkjum frá ríkinu vegna taps í heimsfaraldrinum og rekstrinum hafi verið hagrætt. Til þess að forðast frekari hagræðingu með tilheyrandi fækkun ferða hafi gjaldskráin verið hækkuð. Alveg ljóst að reksturinn er í mjög slæmum málum. Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata á sæti í stjórn Strætó fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Hún segir í samtali við fréttastofu að alveg ljóst sé að rekstur Strætó sé í mjög slæmum málum. „Það er fyrst og fremst út af Covid en líka vegna verðhækkana vegna stríðsins í Úkraínu og fleira. Það er ljóst að við þurfum einhvern veginn að loka þessu bili. Stjórn Strætó fékk það mjög skýrt frá sveitarfélögunum, sem standa að rekstrinum, að þau myndu ekki og gætu raunar ekki lokað þessu gati alveg ein. Strætó myndi þurfa að sýna einhverja viðleitni og við höfðum þá í rauninni aðeins um tvennt að velja í Strætó. Það var annað hvort að fara í töluvert veigamikla þjónustuskerðingu eða þá að fara í gjaldskrárhækkun. Ég held að við hljótum að vera sammála um það sé skárri kosturinn en það langaði engan að gera þetta. Þetta er ömurlegt,“ segir Alexandra. Ekki í samræmi við stefnu í samgöngumálum Alexandra segir að gjaldskrárhækkun Strætó sé ekki í samræmi við stefnu meirihlutans í borgarstjórn í samgöngumálum sem snúist um að koma fleira fólki í almenningssamgöngur en að stjórn Strætó hafi engin önnur leið verið fær. „Hvað varðar að fara í einhverjar aðgerðir af hálfu sveitarfélaganna, þá er það eitthvað sem þarf að ráðast sveitarfélagamegin. Ég myndi líka segja að við þurfum að fara að skoða það hvernig við ætlum að reka almenningssamgöngur. Er í lagi að þær séu fastar í þessari spennitreyju og þessu endalausa rifrildi milli ríkis og sveitarfélaga?“ segir hún.
Strætó Samgöngur Reykjavík Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Strætó hækkar verðið Notendur Strætó þurfa að greiða 12,5 prósentum hærra gjald frá og með laugardeginum. Stakt fargjald hækkar í 550 krónur, þrjátíu daga nemakort í 4500 krónur og árskortið fer í 90 þúsund krónur. 27. september 2022 11:41 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Strætó hækkar verðið Notendur Strætó þurfa að greiða 12,5 prósentum hærra gjald frá og með laugardeginum. Stakt fargjald hækkar í 550 krónur, þrjátíu daga nemakort í 4500 krónur og árskortið fer í 90 þúsund krónur. 27. september 2022 11:41