„Fannst ég þurfa að prófa eitthvað annað en það sem pabbi var að gera“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. september 2022 07:02 Friðrik Þór Snorrason þekkja margir úr viðskiptalífinu; fyrst úr heimi kvikmyndageirans þar sem faðir hans er mjög þekkt nafn, síðan úr heimi tæknigeirans: Hjá Strax, sem forstjóri Skyggnis, síðar Reiknistofu bankanna og nú nýsköpunarfyrirtækisins Verna tryggingar. Vísir/Vilhelm „Með náminu í Bandaríkjunum vann ég um tíma í starfsnámi í iðnaðarráðuneyti fylkisins og það fyrsta sem þeir sögðu mér að gera var að „fara þarna út og kanna hvað þetta internet væri; Hvort það væri kannski einhver business tækifæri í því,“ segir Friðrik Þór Snorrason forstjóri Verna trygginga og hlær. „En kannski var þetta kveikjan að því að frá upphafi hefur mér fundist tækniumhverfið vera mjög spennandi og öll nýsköpun. Ég man líka að ég hafði til dæmis strax ofurtrú á að 3G farsímakerfinu þegar það var á teikniborðinu. En vissi reyndar ekki fyrr en seinna að það sem verið var að hanna þá, var á stærð við ísskáp!“ Friðrik Þór Snorrason þekkja margir úr viðskiptalífinu. Enda fyrrum forstjóri Skyggnis, dótturfélag Nýherja, og síðar Reiknistofu bankanna. Í dag er Friðrik í forsvari fyrir nýsköpunarfyrirtækinu Verna sem ætlar sér að umbylta umhverfi trygginga fólks. Í þessari viku býðst fólki til dæmis 30 daga frír aðgangur að appi Verna en þar getur fólk séð hvað það getur sparað mikinn pening á mánuði með því að færa ökutryggingarnar sínar yfir til Verna. Og lækkað þær enn meira á mánuði með því að fylgjast með því hvað ökuskorið þeirra er að segja. „Að meðaltali er fólk að spara um 58 þúsund krónur á ári í ökutækjatryggingar með Verna,“ segir Friðrik. En áður en við heyrum meira um þessa nýjung skulum við heyra meira um sögu Friðriks og hvernig vegferðin hans leiddi hann í tryggingabransann. Friðrik lék í ýmsum af fyrstu sjónvarpsauglýsingunum sem framleiddar voru á Íslandi. Hér er mynd frá því að verið var að gera auglýsingu fyrir Vísnaplötu Gunna Þórðar. Á endanum sagði Friðrik stopp því eftir ísauglýsingu fyrir emmessís fóru krakkar að stríða honum. Úr sveit í kvikmyndabransann Friðrik er fæddur árið 1970 og sonur Erlu Friðriksdóttur, grafískhönnuðar, og Snorra Þórissonar stofnanda Saga Film og síðar stofnanda Pegasus kvikmynda-framleiðslufyrirtækisins. Friðrik er elstur þriggja systkina en systur hans eru Lilja Snorradóttir sem starfar í kvikmyndageiranum eins og faðir þeirra og síðan Björk sem er kennari. Ungur fór Friðrik í alls kyns verkefni fyrir föður sinn en þegar æskuminningarnar eru rifjaðar upp, er það sveitin í Bustarfelli í Vopnafirði sem stendur upp úr, þaðan sem Friðrik á ættir sínar að rekja úr föðurlegg. „Ég var þar í fimm sumur, frá níu ára til þrettán ára. Lagði af stað í lok apríl og kom heim í september byrjun.“ Hugmyndina að því að fara í sveit fékk hann sjálfur. Þá var hann á hringferðalagi um landið með foreldrum sínum og þegar komið var við í Bustarfelli spurði hann Ellu frænku sína þar hvort hann mætti koma. Svarið var já. Fyrsta sumarið fór ég samferða frænku minni. Við flugum á Akureyri og þaðan á Vopnafjörð og þá voru allir farþegar vigtaðir áður en við fengum að fara upp í flugvélina. Til að passa að vélin yrði ekki of þung.“ Sumrin í sveitinni voru frábær; Frelsið mikið og allt gert sem strákaguttar fengu að gera í sveit. Meira að segja að keyra traktor. Snemma fór Friðrik líka að hoppa inn í auglýsingaverkefni hjá föður sínum. Varð aðstoðarmaður tökumanns, vann í leikmyndagerð eða sem runner. „Sem lítill pjakkur lék ég reyndar í sumum af fyrstu sjónvarpsauglýsingunum sem voru teknar á Íslandi. Meðal annars auglýsingar fyrir Vísnaplötu Gunna Þórðar og emmessís. Síðari auglýsingin batt hins vegar snöggan endi á leikaraferilinn þar sem mér var strítt svo mikið á auglýsingunni að ég harð neitaði að leika í öðrum auglýsingum þar á eftir, þar á meðal í auglýsingu fyrir Bílasölu Guðfinns.“ Á þessum tíma var almennt lítil sem engin þekking á fyrirbærinu einelti. Það er því ekki úr vegi að spyrja: Hvers vegna var þér strítt? „Ég var frekar þybbinn á þessum tíma og í emmess auglýsingunni var ég að borða ís og þurfti að borða hann frekar hratt. Sem þýddi að Frikki feiti varð uppnefnið í dágóðan tíma á eftir,“ segir Friðrik. Friðrik hélt sínu striki og tók aldrei þátt í að leika í auglýsingum föður síns aftur. Þó með einni undantekningu en það var auglýsing fyrir svörtu Nokia stígvélin, eins og allir krakkar áttu í þá daga. „En þá sást líka bara í stígvélin, ekki í mig.“ Mörg skemmtileg verkefni eru frá þessum tíma sem gaman er að rifja upp. Til dæmis framleiðslan á Stuðmannamyndbandinu fyrir lagið „Ég er fegurðardrottning,“ en í þeirri framleiðslu vann Friðrik sem runner. „Ef ég var ekki að vinna í þessum geira að þá vann ég við hellulagnir og garðyrkju en það var í tvö til þrjú sumur. Um tvítugt ákvað ég samt að ég ætti mögulega ekki heima í auglýsinga- og kvikmyndageiranum. Enda fannst mér samkeppnin og einstaklingsbaknagið þar oft mikið. Þar sem allt tal gekk oft út á að árétta sitt eigið ágæti umfram einhvern annan.“ Fram til 24 ára aldursins vann Friðrik þó í mörgum öðrum þekktum verkefnum. Eins og Í Skugga hrafnsins, Hvíta víkingnum, The Víkings, Djákninn á Myrká og sem aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Agnes. „En mér fannst ég þurfa að prófa eitthvað annað en það sem pabbi var að gera. Mér fannst vinnan reyndar skemmtileg, en vildi prófa eitthvað annað og pabbi hvatti mig alltaf til þess og studdi.“ Friðrik með foreldrum sínum og systrum: Snorri Þórissonar og Erla Friðriksdóttir og systurnar Lilja og Björk. Um tvítugt vissi Friðrik að hann vildi gera eitthvað annað en að lifa og hrærast í heimi auglýsinga- og kvikmyndageirans; Langaði að gera eitthvað annað en pabbi. Friðrik segir föður sinn alltaf hafa hvatt hann til dáða að prófa nýjar brautir. Klíkuskapur í íslensku stjórnsýslunni Nítján ára byrjaði Friðrik með eiginkonu sinni, Guðrúnu Wium sem nú starfar sem sölustjóri hjá Valitor. Draumur unga parsins var að fara í nám til Bandaríkjanna. „Eftir stúdentinn í MR vissi ég ekkert hvað ég ætti að læra. En fannst Alþjóðasamskipti eða International Relations hljóma sem eitthvað skemmtilegt. Enda mikið að gerast í alþjóða pólitíkinni á þeim tíma; Reykjavíkurfundur Reagans og Gorbachev, fall Berlínarmúrsins og síðar Sovétríkjanna.“ Unga parið hélt því út til Bandaríkjanna þar sem þau fóru bæði í Alþjóðasamskipti við háskólann í Wisconsin frá árinu 1991 til ársins 1994 þegar þau útskrifuðust. „Við vorum ungt par sem í raun hófum okkar sambúð í náminu úti. Kunnum ekkert að elda eða neitt og þurftum bara að fullorðnast.“ Þegar heim var komið, reyndist erfitt að fá starf við hæfi. Friðrik sótti þó um ýmiss störf í stjórnsýslunni, þar sem einmitt stjórnmálin og alþjóðasamskiptin vógu hvað mest. En allt kom fyrir ekki og satt best að segja skildi Friðrik ekki hvers vegna ekkert gekk með að fá vinnu því hann hafði útskrifast með toppeinkunnir úr náminu. Þar til einn daginn sem ég var í viðtali í einhverju ráðuneytinu þar sem ráðuneytisstjórinn sagði við mig að í því efnahagsástandi sem ríkti, gengju flokksmenn og ættingjar fyrir í vinnu og því litlir möguleikar á að ég kæmist þar að.“ Auðvitað hljómar það mjög miður að heyra hver veruleiki Íslands var á þessum tíma. En Friðrik segist þó alltaf hafa verið mjög þakklátur þessum manni. „Þarna fékk ég þá bara skýringu óháð því hversu ömurleg hún var. En skildi þá betur hvers vegna mér hafði ekki tekist að fá neitt starf.“ Friðrik og eiginkona hans Guðrún Wium, sölustjóri hjá Valitor, voru aðeins nítján ára þegar þau byrjuðu saman. Þau fóru snemma út í nám og segir Friðrik þau hreinlega hafa þurft að fullorðnast þegar út var komið. Friðrik og Guðrún eiga synina Baldvin Orra (f.2003) og Snorra Má (f.2006). Aftur til útlanda Friðrik og Guðrún héldu aftur erlendis í nám. Í þetta sinn til Bretlands en þar fékk Friðrik skólastyrk til meistaranáms. Þetta var árið 1995 og í Bretlandi bjuggu þau til ársins 2001. Eftir námið í Bretlandi starfaði Friðrik í þróunarteymi hjá Heritage Lottery Fund. Þetta teymi stofnaði síðan sjálft ráðgjafafyrirtækið Branstock. Aukalega starfaði Friðrik líka sem fréttaritari fyrir Economist Intelligence Unit, sem meðal annars gefur út tímaritið Economist. Sem fréttaritari, eða country reporter eins og stöðugildið var kallað, skrifaði Friðrik ársfjórðungslegar 20 blaðsíðna skýrslur fyrir Economist um pólitík, efnahag og viðskiptalífið á Íslandi. Í ársbyrjun 2000 fór Friðrik að vinna í sprotafyrirtækinu Strax í innri þróun. Sem þýddi að Friðrik var að starfa fyrir þá í Bretlandi, Hong Kong og Miami. „STRAX framleiðir aukahluti fyrir farsíma og í dag er fyrirtækið orðið eitt það stærsta á sínu sviði í Evrópu. Ég varð strax mjög heillaður af þessu tækniumhverfi og fannst tíminn hjá STRAX mjög lærdómsríkur og gefandi. Þar gafst mér til dæmis færi á að vinna mikið með nýsköpunarstrákunum og svo reynsluboltum frá Ericsson.“ Árið 2001 fluttu Friðrik og Guðrún til Miami vegna starfa hans hjá STRAX. Guðrún verður síðan ófrísk af eldri syni þeirra, Baldvin Orra en hann er fæddur árið 2003. „Við ákváðum fljótlega eftir að Guðrún varð ófrísk að flytja aftur heim.“ Árið 2006 fæddist þeim hjónum síðan yngri sonurinn, Snorri Már. Friðrik var tilkynntur forstjóri Skyggnis, dótturfélags Nýherja þann 3.október 2008 en hjá félaginu störfuðu um 200 starfsmenn. Þremur dögum síðar blessaði Geir Haarde, þáverandi forsætisráðherra, Ísland. Friðrik segir enn sárt að hugsa til baka til uppsagnanna sem grípa þurfti til í kjölfar bankahruns.Vísir/Vilhelm Þegar Geir blessaði Ísland Þegar heim var komið réði Friðrik sig sem markaðsstjóri hjá Nýherja. Árið 2005 var hann gerður að framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar og stýrði þá kaupum á nokkrum fyrirtækjum Nýherja á Íslandi og í Danmörku. Þeirra stærst voru kaupin á TM Software samstæðunni árið 2008. Föstudaginn 3.október var Friðrik síðan tilkynntur nýr forstjóri Skyggnis sem þá var 200 manna fyrirtæki sem til varð úr sameiningu á tæknisviði Nýjerja og útvistunararm TM Software. Mánudaginn 6.október blessaði Geir Haarde, þáverandi forsætisráðherra, Ísland. Við tóku þrjú strembin ár. „Fyrsta árið þurftum við að berjast upp á líf og dauða við að halda félaginu á lífi en síðari árin hófst uppbyggingin.“ En hvernig leið þér? Hvaða tilfinningar koma upp þegar þú hugsar til baka um hrunið? Það sem kemur alltaf fyrst upp er þessi sársauki sem fylgdi því að segja upp fólki. Sem við þurftum að gera í tveimur lotum og það var hrikalega sárt. Að setja fólk og fjölskyldur þeirra svona út í óvissuna eins og þá ríkti,“ svarar Friðrik og vísar þar til tveggja hópuppsagna sem Skyggnir þurfti að tilkynna um. „En það kemur líka upp í hugann tímabilið eftir hrun þegar maður fór að finna að maður var að ná einhverjum árangri í uppbyggingunni og að virkja stoltið í starfsfólkinu á ný. Og líka bara að fatta það sem stjórnandi að rekstur og stjórnun snýst ekki bara um rekstur og tölur, heldur tilganginn. Og að starfsfólk finni fyrir þeim tilgangi.“ Margt var í gangi árin eftir hrun. Til dæmis vann Skyggnir að ýmsum lausnum fyrir Fjármálaeftirlitið vegna gagna sem þurfti að krosskeyra og búa til tímalínu fyrir í kjölfar bankahrunsins. Þá skall Eyjafjallagosið á og þar skipti lausn frá Skyggni sköpum fyrir starfsemi Icelandair þannig að hún raskaðist sem minnst og fleira. „Á þessum tíma lærði maður vel hvað nýsköpun skiptir miklu máli alls staðar. Líka í því að fólk fái tækifæri til þess að skapa og búa eitthvað nýtt til.“ Það sem stendur upp úr í æskuminningum Friðriks eru árin sem hann var í sveitinni hjá Ellu frænku í Bustarfelli í Vopnafirði. Enn í dag er sveitin sá staður sem Friðrik sækir í huganum, þegar hann vill sækja í innri ró. Á mynd má sjá Friðrik með Arnfríði ömmu sinni (og systur Ellu frænku) og sonum Friðriks og Guðrúnar. Að skipta út flugvélamótor á þotu í miðju flugi Árið 2011 ákvað Friðrik að sölsa um og réði sig sem forstjóri Reiknistofu bankanna, eða RB. „Sem þótti skrítin ákvörðun af vinum á þeim tíma.“ Hvers vegna? „RB var eitt elsta tæknifélag landsins sem hafi á útrásar árunum og jafnvel fyrr verið geymt nær óbreytt í spritti . Hugsunin mín var að eftir bankahrunið að RB gæti orðið miðdepilinn í hagræðingu bankanna í tæknirekstri. Tæknikostnaður bankanna var í sumum tilfellum 25% en erlendis var hann yfirleitt nærri 15-16% af rekstrarkostnaði.“ Friðrik viðurkennir að þegar hann byrjaði í RB fannst honum stundum eins og hann væri kominn nokkra áratugi aftur í tímann. „Ég lærði fullt af alls konar nýjum hlutum sem ég hafði aldrei heyrt um áður. En þá er ég ekki að tala um nýja hluti í raun heldur tungutak, ferla og tækni hluti sem voru orðnir svo gamlir í tæknigeiranum að ég hafði hreinlega aldrei heyrt á þá minnst. Þarna vann samt fólk sem hafði unnið brautryðjendastarf á heimsvísu við að þróa rauntíma greiðslumiðlun, en Ísland var fyrsta landið til að taka slíka tækni í notkun.“ Á árunum í RB var ráðist í risavaxið verkefni: Að skipta út öllum grunninnviðunum í bankakerfinu og nútímavæða þá. „Þetta var stærsta hugbúnaðarverkefni sem farið hefur verið í á Íslandi. Þetta var líka eitt áhættusamasta breytingarverkefni sem farið verður í því að öll greiðslumiðlun á Íslandi er í rauntíma og hún teygir sig út um allt samfélagið frá matvöruverslunum, heimabönkum, bensínstöðvum og svo framvegis. Gamlakerfið var með alls skonar sérskriftur út um allt samfélagið þannig að breytingar í kjarna virkninni gat haft afleiðingar víða,“ segir Friðrik og bætir við: „Það að skipta út grunnkerfum við þessar aðstæður er eins og reyna að skipta út flugvélamótor á þotu í miðju flugi.“ Friðrik er hér með félaga á maraþoni í Berlín árið 2015 enda gerði Friðrik það sem of margir kannski gera um tíma: Vinna sleitulaust, sofa lítið og stunda áhugamálin af kappi. Á endanum sagði líkaminn stopp og þegar það gerðist, vissi Friðrik að hann þyrfti algerlega að hugsa hlutina upp á nýtt. Þegar allir orkutankar klárast Fleiri álagsverkefni fylgdu starfinu í RB. Til dæmis að búa til þjónustu- og gagnalag sem var í raun nýr samskiptastaðall á milli fjármálafyrirtækja á Íslandi. En að því kom að líkaminn sagði stopp. „Eftir að hafa unnið 250-300 tíma mánuði í þrjú ár var ljóst að ég þyrfti að koma mér í annað umhverfi…,“ segir Friðrik. Hvernig áttaðir þú þig á því? „Ég vann mikið og svaf lítið. Samt ákvað ég á þessum tíma að taka þátt í enn einu maraþoninu og byrjaði að undirbúa mig undir það.“ Þetta var árið 2018 og sem betur fer því á tíma þar sem Friðrik var búinn að skila af sér því flestu sem til þurfti. Í undirbúningstímabilinu fyrir maraþonið gerðist það aftur og aftur að Friðrik tognaði á hægri kálfa. Á endanum svo illa að honum var tilkynnt að hann væri búinn að rífa kálfann. Og það sem verra var: Hann var með blóðtappa í sárinu og algjörlega búinn að keyra sig út. „Og það var þá sem ég bara fattaði: Nei, ég er ekki svo vitlaus að vera ekki að átta mig á því að nú þarf ég að breyta einhverju hjá sjálfum mér.“ Sem hann og gerði. Næstu tvö árin segir Friðrik að hann hafi einbeitt sér að sjálfum sér. Í dag byrjar hann til dæmis daginn alltaf á hugleiðslu. „Stundum í 20 mínútur en oftast nær klukkutíma,“ segir Friðrik. Friðrik viðurkennir reyndar að enn í dag taki hann oft vinnutarnir. Jafnvel of oft. „En breytt viðhorf til sjálfsræktar og það að hugleiða gerir manni kleift að tækla slíkar álagsstundir öðruvísi en áður.“ Síminn safnar fullt af upplýsingum um notendur sem Friðrik segir að gagnist fólki lítið. Í tryggingarappi Verna eru þessi gögn þó að nýtast því síminn er samtengdur ökutæki fólks og því lækka iðgjöldin sem greidd eru á mánuði umtalsvert. Ekki síst ef fólk vandar sig og passar sig til dæmis á því að nota ekki símann þegar það keyrir.Vísir/Vilhelm Yfir í tryggingabransann: Nýsköpun í Verna Friðrik hætti hjá RB í febrúar 2019 og var með þannig kvaðir að í langan tíma mátti hann ekki koma að neinu sem tengdist banka- eða fjármálastarfsemi. Í árslok 2018 höfðu félagar hans og eigendur fyrirtækisins Viss, Ingvi Týr Tómasson og Guðmundur Pálmason, spurðu hvort hann þá hvort hann væri til í að taka þann rekstur að sér. Sem Friðriki fannst ekki spennandi. „Viss var samstarfsaðili Apple á þessum tíma og mér fannst ég vera búinn með þann tíma sem sneri að viðgerðum. Síðan voru þarna einhverjar pælingar með tryggingar en satt best að segja fannst mér það alls ekki spennandi vettvangur. Það væri nú ekki mikið að gerast í þeim bransanum.“ Það skrýtna gerðist þó að eftir þetta samtal fór Friðrik æ meira að hugsa um og stúdera tryggingageirann. „Það sem kveikti í mér var sagan á bakvið tryggingar því í eðli sínu þjóna tryggingar góðhjörtuðum tilgangi. Tryggingar eru í raun ákveðin samfélagslegtækni sem gerir ótengdum aðilum mögulegt að taka höndum saman og verja hvort annað fyrir verstu afleiðingum áfalla í lífinu,“ segir Friðrik en bætir við: ,,Vandinn er að viðskiptavinir, réttilega eða ranglega, telja margir hverjir að tryggingafélögin hafi tapað þessum tilgangi og að megin markmið þeirra sé að hámarka arðsemi sína og bónusa stjórnenda meðal annars með því að takmarka tjónagreiðslur. Þetta skapar svo neikvæðan hvata fyrir viðskiptavini til að ýkja tilkynnt tjón til að fá réttlátar bætur. Verna er stofnað til að snúa þessari þróun við og færa tryggingar aftur nær uppruna sínum.“ Friðrik segist líka aldrei hafa séð réttlætinguna fyrir því hvers vegna rekstrarkostnaður tryggingafélaganna er jafn hár og raun ber vitni og finnst það líka segja sitt um reksturinn, að hagnaður tryggingafélaganna byggi nær eingöngu á fjárfestingastarfsemi þeirra en ekki tryggingunum sjálfum. Friðrik lagði því til við Ingva Tý og Guðmund að fyrirtækinu Viss yrði breytt og það færi í að selja tæknilausnir til tryggingafélaga eða finna nýjar lausnir fyrir neytendur þannig að tryggingar yrðu ódýrari. Sumarið 2019 var stefna mótuð og samþykkt miðað við nýtt upplegg á fyrirtæki. Strax í september var farið að ráða inn nýtt fólk. Í apríl árið 2020 var fyrsta lausnin kynnt en í dag er nýjasta afurðin tryggingaapp sem fólk notar fyrir ökutækjatrygginguna sína. „Ökutækjatryggingar eru oftast um tveir þriðju hluti þess sem fólk er að greiða í iðgjöld. Hjá okkur er ekki iðgjald greitt fyrir árið heldur greiðir fólk mismunandi upphæð á mánuði, allt eftir því hvernig þeim gengur að vanda sig við aksturinn þann mánuðinn.“ Hvað meinar þú með því? Síminn er með alls kyns nema sem er að safna upplýsingum um notendur. En þessi gögn eru lítið að gagnast neytendum. Verna appið byggir hins vegar á því að gera gögnin sýnileg með því að nota þau til að búa til aksturskor sem hjálpar þér að lækka kostnaðinn þinn fyrir ökutækjatryggingu. Nær án undantekninga er fólk að sjá að með Verna er það að greiða mun lægra á mánuði en sem nemur þessum árspakka hjá hinum tryggingafélögunum.“ Friðrik segir appið einfalt í notkun og þar sé til dæmis alltaf hægt að sjá hvernig fólk er að standa sig í samanburði við aðra. Sem getur virkað sem mikil hvatning því auðvitað vill fólk ekki greiða hærra á mánuði en annað fólk gerir að meðaltali. Og fer þá að passa sig betur, til dæmis á því að nota ekki símann ósjálfrátt við akstur og svo framvegis. Þá segir Friðrik að ökuskorið sé ekki eftirlitstæki á til dæmis hraðaakstur því aðeins sé horft til þess hver umhverfishraðinn er á tilteknum stað að meðaltali. „Appið er því ekki að reikna út hvort þú sért að keyra of hratt niður Ártúnsbrekkuna. Heldur hvort þú sért að keyra mun hraðar eða mun hægar en aðrir þar,“ segir Friðrik. Friðrik segir líka jákvætt að kaup á tryggingum og tjónaþjónusta sé sjálfvirk og aðgengileg í gegnum appið er ekki nein þörf á rekstri útibúa um land allt og við það eitt er iðgjaldið lægra. Þá sé það líka jákvætt að neytendur skilji betur hvaða áhættu þeir séu að taka við akstur og geti því stýrt sínum kostnaði. „Ég hvet sem flesta til að prófa 30 daga fríu prufuna okkar því með henni þarf fólk ekki að færa sig um set frá gamla tryggingafyrirtækinu sínu, heldur getur það prófað appið og séð hvað það myndi borga til okkar. Það skemmtilega er að flestir komast til dæmis að því að þeir eru betri ökumenn en þeir héldu sjálfir og iðgjöldin því mun lægri hjá okkur en þeir eru vanir að greiða.“ Ljóst er að Friðrik nýtur sín vel í starfi. Þar sem nýsköpunin ræður ríkjum, breytingar til að kynna nýjar stafrænar lausnir í tækniheimi sem hann heillaðist strax að um árdaga internetsins. „Já, þegar ég horfi til baka er reyndar einkennandi hvernig ég hef alltaf valið umhverfi breytinga. Og sköpun snýst um breytingar. Ég valdi námið tengt breytingum því á þeim tíma var mikið að gerast í alþjóðlegum stjórnmálum. Ég fór að vinna snemma með tæknikerfi og hvernig hægt væri að nota stafrænt umhverfi fyrir viðskipti og rekstur. Ég heillaðist snemma af tæknigeiranum út frá þeim breytingakrafti sem þar er þar sem allt gengur út á að bæta við rekstur nýjungum og þjónustum. Helst með góðum tilgangi,“ segir Friðrik og kímir. Stjórnun Heilsa Tækni Nýsköpun Kvikmyndagerð á Íslandi Starfsframi Tengdar fréttir Fyrrum stórstjörnur Google á Íslandi og einn í Mosó Á dögunum hittist hress hópur samstarfsfólks fyrirtækisins EngFlow á Íslandi. Gerðu sér glaðan dag á ýmsum veitingastöðum í Reykjavík, tóku vinnudag og spjall, skelltu sér upp á Langjökul og í notalegheit í Kraumu í Húsafelli svo eitthvað sé nefnt. 18. september 2022 08:00 „Þegar ég flutti heim úr námi fannst mér ég vera frábær“ „Þegar ég flutti heim úr námi fannst mér ég vera frábær og hélt að öll fyrirtæki Íslands biðu spennt eftir að fá mig heim. En það varð ekki alveg raunin,“ segir Sigríður Theódóra Pétursdóttir framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Brandenburg í léttum dúr. 7. september 2022 08:00 Hefur unnið með þjóðarleiðtogum, Hollywood-stjörnum, vísindamönnum og villtum dýrum Birta Bjargardóttir, bankastjóri Blábankans og heilsumarkþjálfi ubebu er nýkomin heim frá London. Í búsetu finnst Birtu reyndar ekkert mál að skoppast á milli Balí, London og Dýrafjarðar og satt best að segja er ekki hægt að segja annað en að hún lifi hreinlega ævintýralega skemmtilegu lífi. 15. ágúst 2022 07:00 „Byrjaði allt vegna þess að ég varð ástfanginn” Síðasta rúman áratug hefur enginn á Íslandi komið að umhverfi nýsköpunar, frumkvöðla eða fjármögnun á fyrri stigum nema að heyra nafnið Bala. 3. júní 2022 07:00 „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Mikið hefur gengið á hjá SÁÁ síðustu mánuði. Deilur við Sjúkratryggingar Íslands, Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Fyrirhugað formannsframboð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem síðan var dregið til baka vegna skítkasts og leiðinda. Óánægjuraddir að skrifa aðsendar greinar. 17. júní 2022 08:02 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
„En kannski var þetta kveikjan að því að frá upphafi hefur mér fundist tækniumhverfið vera mjög spennandi og öll nýsköpun. Ég man líka að ég hafði til dæmis strax ofurtrú á að 3G farsímakerfinu þegar það var á teikniborðinu. En vissi reyndar ekki fyrr en seinna að það sem verið var að hanna þá, var á stærð við ísskáp!“ Friðrik Þór Snorrason þekkja margir úr viðskiptalífinu. Enda fyrrum forstjóri Skyggnis, dótturfélag Nýherja, og síðar Reiknistofu bankanna. Í dag er Friðrik í forsvari fyrir nýsköpunarfyrirtækinu Verna sem ætlar sér að umbylta umhverfi trygginga fólks. Í þessari viku býðst fólki til dæmis 30 daga frír aðgangur að appi Verna en þar getur fólk séð hvað það getur sparað mikinn pening á mánuði með því að færa ökutryggingarnar sínar yfir til Verna. Og lækkað þær enn meira á mánuði með því að fylgjast með því hvað ökuskorið þeirra er að segja. „Að meðaltali er fólk að spara um 58 þúsund krónur á ári í ökutækjatryggingar með Verna,“ segir Friðrik. En áður en við heyrum meira um þessa nýjung skulum við heyra meira um sögu Friðriks og hvernig vegferðin hans leiddi hann í tryggingabransann. Friðrik lék í ýmsum af fyrstu sjónvarpsauglýsingunum sem framleiddar voru á Íslandi. Hér er mynd frá því að verið var að gera auglýsingu fyrir Vísnaplötu Gunna Þórðar. Á endanum sagði Friðrik stopp því eftir ísauglýsingu fyrir emmessís fóru krakkar að stríða honum. Úr sveit í kvikmyndabransann Friðrik er fæddur árið 1970 og sonur Erlu Friðriksdóttur, grafískhönnuðar, og Snorra Þórissonar stofnanda Saga Film og síðar stofnanda Pegasus kvikmynda-framleiðslufyrirtækisins. Friðrik er elstur þriggja systkina en systur hans eru Lilja Snorradóttir sem starfar í kvikmyndageiranum eins og faðir þeirra og síðan Björk sem er kennari. Ungur fór Friðrik í alls kyns verkefni fyrir föður sinn en þegar æskuminningarnar eru rifjaðar upp, er það sveitin í Bustarfelli í Vopnafirði sem stendur upp úr, þaðan sem Friðrik á ættir sínar að rekja úr föðurlegg. „Ég var þar í fimm sumur, frá níu ára til þrettán ára. Lagði af stað í lok apríl og kom heim í september byrjun.“ Hugmyndina að því að fara í sveit fékk hann sjálfur. Þá var hann á hringferðalagi um landið með foreldrum sínum og þegar komið var við í Bustarfelli spurði hann Ellu frænku sína þar hvort hann mætti koma. Svarið var já. Fyrsta sumarið fór ég samferða frænku minni. Við flugum á Akureyri og þaðan á Vopnafjörð og þá voru allir farþegar vigtaðir áður en við fengum að fara upp í flugvélina. Til að passa að vélin yrði ekki of þung.“ Sumrin í sveitinni voru frábær; Frelsið mikið og allt gert sem strákaguttar fengu að gera í sveit. Meira að segja að keyra traktor. Snemma fór Friðrik líka að hoppa inn í auglýsingaverkefni hjá föður sínum. Varð aðstoðarmaður tökumanns, vann í leikmyndagerð eða sem runner. „Sem lítill pjakkur lék ég reyndar í sumum af fyrstu sjónvarpsauglýsingunum sem voru teknar á Íslandi. Meðal annars auglýsingar fyrir Vísnaplötu Gunna Þórðar og emmessís. Síðari auglýsingin batt hins vegar snöggan endi á leikaraferilinn þar sem mér var strítt svo mikið á auglýsingunni að ég harð neitaði að leika í öðrum auglýsingum þar á eftir, þar á meðal í auglýsingu fyrir Bílasölu Guðfinns.“ Á þessum tíma var almennt lítil sem engin þekking á fyrirbærinu einelti. Það er því ekki úr vegi að spyrja: Hvers vegna var þér strítt? „Ég var frekar þybbinn á þessum tíma og í emmess auglýsingunni var ég að borða ís og þurfti að borða hann frekar hratt. Sem þýddi að Frikki feiti varð uppnefnið í dágóðan tíma á eftir,“ segir Friðrik. Friðrik hélt sínu striki og tók aldrei þátt í að leika í auglýsingum föður síns aftur. Þó með einni undantekningu en það var auglýsing fyrir svörtu Nokia stígvélin, eins og allir krakkar áttu í þá daga. „En þá sást líka bara í stígvélin, ekki í mig.“ Mörg skemmtileg verkefni eru frá þessum tíma sem gaman er að rifja upp. Til dæmis framleiðslan á Stuðmannamyndbandinu fyrir lagið „Ég er fegurðardrottning,“ en í þeirri framleiðslu vann Friðrik sem runner. „Ef ég var ekki að vinna í þessum geira að þá vann ég við hellulagnir og garðyrkju en það var í tvö til þrjú sumur. Um tvítugt ákvað ég samt að ég ætti mögulega ekki heima í auglýsinga- og kvikmyndageiranum. Enda fannst mér samkeppnin og einstaklingsbaknagið þar oft mikið. Þar sem allt tal gekk oft út á að árétta sitt eigið ágæti umfram einhvern annan.“ Fram til 24 ára aldursins vann Friðrik þó í mörgum öðrum þekktum verkefnum. Eins og Í Skugga hrafnsins, Hvíta víkingnum, The Víkings, Djákninn á Myrká og sem aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Agnes. „En mér fannst ég þurfa að prófa eitthvað annað en það sem pabbi var að gera. Mér fannst vinnan reyndar skemmtileg, en vildi prófa eitthvað annað og pabbi hvatti mig alltaf til þess og studdi.“ Friðrik með foreldrum sínum og systrum: Snorri Þórissonar og Erla Friðriksdóttir og systurnar Lilja og Björk. Um tvítugt vissi Friðrik að hann vildi gera eitthvað annað en að lifa og hrærast í heimi auglýsinga- og kvikmyndageirans; Langaði að gera eitthvað annað en pabbi. Friðrik segir föður sinn alltaf hafa hvatt hann til dáða að prófa nýjar brautir. Klíkuskapur í íslensku stjórnsýslunni Nítján ára byrjaði Friðrik með eiginkonu sinni, Guðrúnu Wium sem nú starfar sem sölustjóri hjá Valitor. Draumur unga parsins var að fara í nám til Bandaríkjanna. „Eftir stúdentinn í MR vissi ég ekkert hvað ég ætti að læra. En fannst Alþjóðasamskipti eða International Relations hljóma sem eitthvað skemmtilegt. Enda mikið að gerast í alþjóða pólitíkinni á þeim tíma; Reykjavíkurfundur Reagans og Gorbachev, fall Berlínarmúrsins og síðar Sovétríkjanna.“ Unga parið hélt því út til Bandaríkjanna þar sem þau fóru bæði í Alþjóðasamskipti við háskólann í Wisconsin frá árinu 1991 til ársins 1994 þegar þau útskrifuðust. „Við vorum ungt par sem í raun hófum okkar sambúð í náminu úti. Kunnum ekkert að elda eða neitt og þurftum bara að fullorðnast.“ Þegar heim var komið, reyndist erfitt að fá starf við hæfi. Friðrik sótti þó um ýmiss störf í stjórnsýslunni, þar sem einmitt stjórnmálin og alþjóðasamskiptin vógu hvað mest. En allt kom fyrir ekki og satt best að segja skildi Friðrik ekki hvers vegna ekkert gekk með að fá vinnu því hann hafði útskrifast með toppeinkunnir úr náminu. Þar til einn daginn sem ég var í viðtali í einhverju ráðuneytinu þar sem ráðuneytisstjórinn sagði við mig að í því efnahagsástandi sem ríkti, gengju flokksmenn og ættingjar fyrir í vinnu og því litlir möguleikar á að ég kæmist þar að.“ Auðvitað hljómar það mjög miður að heyra hver veruleiki Íslands var á þessum tíma. En Friðrik segist þó alltaf hafa verið mjög þakklátur þessum manni. „Þarna fékk ég þá bara skýringu óháð því hversu ömurleg hún var. En skildi þá betur hvers vegna mér hafði ekki tekist að fá neitt starf.“ Friðrik og eiginkona hans Guðrún Wium, sölustjóri hjá Valitor, voru aðeins nítján ára þegar þau byrjuðu saman. Þau fóru snemma út í nám og segir Friðrik þau hreinlega hafa þurft að fullorðnast þegar út var komið. Friðrik og Guðrún eiga synina Baldvin Orra (f.2003) og Snorra Má (f.2006). Aftur til útlanda Friðrik og Guðrún héldu aftur erlendis í nám. Í þetta sinn til Bretlands en þar fékk Friðrik skólastyrk til meistaranáms. Þetta var árið 1995 og í Bretlandi bjuggu þau til ársins 2001. Eftir námið í Bretlandi starfaði Friðrik í þróunarteymi hjá Heritage Lottery Fund. Þetta teymi stofnaði síðan sjálft ráðgjafafyrirtækið Branstock. Aukalega starfaði Friðrik líka sem fréttaritari fyrir Economist Intelligence Unit, sem meðal annars gefur út tímaritið Economist. Sem fréttaritari, eða country reporter eins og stöðugildið var kallað, skrifaði Friðrik ársfjórðungslegar 20 blaðsíðna skýrslur fyrir Economist um pólitík, efnahag og viðskiptalífið á Íslandi. Í ársbyrjun 2000 fór Friðrik að vinna í sprotafyrirtækinu Strax í innri þróun. Sem þýddi að Friðrik var að starfa fyrir þá í Bretlandi, Hong Kong og Miami. „STRAX framleiðir aukahluti fyrir farsíma og í dag er fyrirtækið orðið eitt það stærsta á sínu sviði í Evrópu. Ég varð strax mjög heillaður af þessu tækniumhverfi og fannst tíminn hjá STRAX mjög lærdómsríkur og gefandi. Þar gafst mér til dæmis færi á að vinna mikið með nýsköpunarstrákunum og svo reynsluboltum frá Ericsson.“ Árið 2001 fluttu Friðrik og Guðrún til Miami vegna starfa hans hjá STRAX. Guðrún verður síðan ófrísk af eldri syni þeirra, Baldvin Orra en hann er fæddur árið 2003. „Við ákváðum fljótlega eftir að Guðrún varð ófrísk að flytja aftur heim.“ Árið 2006 fæddist þeim hjónum síðan yngri sonurinn, Snorri Már. Friðrik var tilkynntur forstjóri Skyggnis, dótturfélags Nýherja þann 3.október 2008 en hjá félaginu störfuðu um 200 starfsmenn. Þremur dögum síðar blessaði Geir Haarde, þáverandi forsætisráðherra, Ísland. Friðrik segir enn sárt að hugsa til baka til uppsagnanna sem grípa þurfti til í kjölfar bankahruns.Vísir/Vilhelm Þegar Geir blessaði Ísland Þegar heim var komið réði Friðrik sig sem markaðsstjóri hjá Nýherja. Árið 2005 var hann gerður að framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar og stýrði þá kaupum á nokkrum fyrirtækjum Nýherja á Íslandi og í Danmörku. Þeirra stærst voru kaupin á TM Software samstæðunni árið 2008. Föstudaginn 3.október var Friðrik síðan tilkynntur nýr forstjóri Skyggnis sem þá var 200 manna fyrirtæki sem til varð úr sameiningu á tæknisviði Nýjerja og útvistunararm TM Software. Mánudaginn 6.október blessaði Geir Haarde, þáverandi forsætisráðherra, Ísland. Við tóku þrjú strembin ár. „Fyrsta árið þurftum við að berjast upp á líf og dauða við að halda félaginu á lífi en síðari árin hófst uppbyggingin.“ En hvernig leið þér? Hvaða tilfinningar koma upp þegar þú hugsar til baka um hrunið? Það sem kemur alltaf fyrst upp er þessi sársauki sem fylgdi því að segja upp fólki. Sem við þurftum að gera í tveimur lotum og það var hrikalega sárt. Að setja fólk og fjölskyldur þeirra svona út í óvissuna eins og þá ríkti,“ svarar Friðrik og vísar þar til tveggja hópuppsagna sem Skyggnir þurfti að tilkynna um. „En það kemur líka upp í hugann tímabilið eftir hrun þegar maður fór að finna að maður var að ná einhverjum árangri í uppbyggingunni og að virkja stoltið í starfsfólkinu á ný. Og líka bara að fatta það sem stjórnandi að rekstur og stjórnun snýst ekki bara um rekstur og tölur, heldur tilganginn. Og að starfsfólk finni fyrir þeim tilgangi.“ Margt var í gangi árin eftir hrun. Til dæmis vann Skyggnir að ýmsum lausnum fyrir Fjármálaeftirlitið vegna gagna sem þurfti að krosskeyra og búa til tímalínu fyrir í kjölfar bankahrunsins. Þá skall Eyjafjallagosið á og þar skipti lausn frá Skyggni sköpum fyrir starfsemi Icelandair þannig að hún raskaðist sem minnst og fleira. „Á þessum tíma lærði maður vel hvað nýsköpun skiptir miklu máli alls staðar. Líka í því að fólk fái tækifæri til þess að skapa og búa eitthvað nýtt til.“ Það sem stendur upp úr í æskuminningum Friðriks eru árin sem hann var í sveitinni hjá Ellu frænku í Bustarfelli í Vopnafirði. Enn í dag er sveitin sá staður sem Friðrik sækir í huganum, þegar hann vill sækja í innri ró. Á mynd má sjá Friðrik með Arnfríði ömmu sinni (og systur Ellu frænku) og sonum Friðriks og Guðrúnar. Að skipta út flugvélamótor á þotu í miðju flugi Árið 2011 ákvað Friðrik að sölsa um og réði sig sem forstjóri Reiknistofu bankanna, eða RB. „Sem þótti skrítin ákvörðun af vinum á þeim tíma.“ Hvers vegna? „RB var eitt elsta tæknifélag landsins sem hafi á útrásar árunum og jafnvel fyrr verið geymt nær óbreytt í spritti . Hugsunin mín var að eftir bankahrunið að RB gæti orðið miðdepilinn í hagræðingu bankanna í tæknirekstri. Tæknikostnaður bankanna var í sumum tilfellum 25% en erlendis var hann yfirleitt nærri 15-16% af rekstrarkostnaði.“ Friðrik viðurkennir að þegar hann byrjaði í RB fannst honum stundum eins og hann væri kominn nokkra áratugi aftur í tímann. „Ég lærði fullt af alls konar nýjum hlutum sem ég hafði aldrei heyrt um áður. En þá er ég ekki að tala um nýja hluti í raun heldur tungutak, ferla og tækni hluti sem voru orðnir svo gamlir í tæknigeiranum að ég hafði hreinlega aldrei heyrt á þá minnst. Þarna vann samt fólk sem hafði unnið brautryðjendastarf á heimsvísu við að þróa rauntíma greiðslumiðlun, en Ísland var fyrsta landið til að taka slíka tækni í notkun.“ Á árunum í RB var ráðist í risavaxið verkefni: Að skipta út öllum grunninnviðunum í bankakerfinu og nútímavæða þá. „Þetta var stærsta hugbúnaðarverkefni sem farið hefur verið í á Íslandi. Þetta var líka eitt áhættusamasta breytingarverkefni sem farið verður í því að öll greiðslumiðlun á Íslandi er í rauntíma og hún teygir sig út um allt samfélagið frá matvöruverslunum, heimabönkum, bensínstöðvum og svo framvegis. Gamlakerfið var með alls skonar sérskriftur út um allt samfélagið þannig að breytingar í kjarna virkninni gat haft afleiðingar víða,“ segir Friðrik og bætir við: „Það að skipta út grunnkerfum við þessar aðstæður er eins og reyna að skipta út flugvélamótor á þotu í miðju flugi.“ Friðrik er hér með félaga á maraþoni í Berlín árið 2015 enda gerði Friðrik það sem of margir kannski gera um tíma: Vinna sleitulaust, sofa lítið og stunda áhugamálin af kappi. Á endanum sagði líkaminn stopp og þegar það gerðist, vissi Friðrik að hann þyrfti algerlega að hugsa hlutina upp á nýtt. Þegar allir orkutankar klárast Fleiri álagsverkefni fylgdu starfinu í RB. Til dæmis að búa til þjónustu- og gagnalag sem var í raun nýr samskiptastaðall á milli fjármálafyrirtækja á Íslandi. En að því kom að líkaminn sagði stopp. „Eftir að hafa unnið 250-300 tíma mánuði í þrjú ár var ljóst að ég þyrfti að koma mér í annað umhverfi…,“ segir Friðrik. Hvernig áttaðir þú þig á því? „Ég vann mikið og svaf lítið. Samt ákvað ég á þessum tíma að taka þátt í enn einu maraþoninu og byrjaði að undirbúa mig undir það.“ Þetta var árið 2018 og sem betur fer því á tíma þar sem Friðrik var búinn að skila af sér því flestu sem til þurfti. Í undirbúningstímabilinu fyrir maraþonið gerðist það aftur og aftur að Friðrik tognaði á hægri kálfa. Á endanum svo illa að honum var tilkynnt að hann væri búinn að rífa kálfann. Og það sem verra var: Hann var með blóðtappa í sárinu og algjörlega búinn að keyra sig út. „Og það var þá sem ég bara fattaði: Nei, ég er ekki svo vitlaus að vera ekki að átta mig á því að nú þarf ég að breyta einhverju hjá sjálfum mér.“ Sem hann og gerði. Næstu tvö árin segir Friðrik að hann hafi einbeitt sér að sjálfum sér. Í dag byrjar hann til dæmis daginn alltaf á hugleiðslu. „Stundum í 20 mínútur en oftast nær klukkutíma,“ segir Friðrik. Friðrik viðurkennir reyndar að enn í dag taki hann oft vinnutarnir. Jafnvel of oft. „En breytt viðhorf til sjálfsræktar og það að hugleiða gerir manni kleift að tækla slíkar álagsstundir öðruvísi en áður.“ Síminn safnar fullt af upplýsingum um notendur sem Friðrik segir að gagnist fólki lítið. Í tryggingarappi Verna eru þessi gögn þó að nýtast því síminn er samtengdur ökutæki fólks og því lækka iðgjöldin sem greidd eru á mánuði umtalsvert. Ekki síst ef fólk vandar sig og passar sig til dæmis á því að nota ekki símann þegar það keyrir.Vísir/Vilhelm Yfir í tryggingabransann: Nýsköpun í Verna Friðrik hætti hjá RB í febrúar 2019 og var með þannig kvaðir að í langan tíma mátti hann ekki koma að neinu sem tengdist banka- eða fjármálastarfsemi. Í árslok 2018 höfðu félagar hans og eigendur fyrirtækisins Viss, Ingvi Týr Tómasson og Guðmundur Pálmason, spurðu hvort hann þá hvort hann væri til í að taka þann rekstur að sér. Sem Friðriki fannst ekki spennandi. „Viss var samstarfsaðili Apple á þessum tíma og mér fannst ég vera búinn með þann tíma sem sneri að viðgerðum. Síðan voru þarna einhverjar pælingar með tryggingar en satt best að segja fannst mér það alls ekki spennandi vettvangur. Það væri nú ekki mikið að gerast í þeim bransanum.“ Það skrýtna gerðist þó að eftir þetta samtal fór Friðrik æ meira að hugsa um og stúdera tryggingageirann. „Það sem kveikti í mér var sagan á bakvið tryggingar því í eðli sínu þjóna tryggingar góðhjörtuðum tilgangi. Tryggingar eru í raun ákveðin samfélagslegtækni sem gerir ótengdum aðilum mögulegt að taka höndum saman og verja hvort annað fyrir verstu afleiðingum áfalla í lífinu,“ segir Friðrik en bætir við: ,,Vandinn er að viðskiptavinir, réttilega eða ranglega, telja margir hverjir að tryggingafélögin hafi tapað þessum tilgangi og að megin markmið þeirra sé að hámarka arðsemi sína og bónusa stjórnenda meðal annars með því að takmarka tjónagreiðslur. Þetta skapar svo neikvæðan hvata fyrir viðskiptavini til að ýkja tilkynnt tjón til að fá réttlátar bætur. Verna er stofnað til að snúa þessari þróun við og færa tryggingar aftur nær uppruna sínum.“ Friðrik segist líka aldrei hafa séð réttlætinguna fyrir því hvers vegna rekstrarkostnaður tryggingafélaganna er jafn hár og raun ber vitni og finnst það líka segja sitt um reksturinn, að hagnaður tryggingafélaganna byggi nær eingöngu á fjárfestingastarfsemi þeirra en ekki tryggingunum sjálfum. Friðrik lagði því til við Ingva Tý og Guðmund að fyrirtækinu Viss yrði breytt og það færi í að selja tæknilausnir til tryggingafélaga eða finna nýjar lausnir fyrir neytendur þannig að tryggingar yrðu ódýrari. Sumarið 2019 var stefna mótuð og samþykkt miðað við nýtt upplegg á fyrirtæki. Strax í september var farið að ráða inn nýtt fólk. Í apríl árið 2020 var fyrsta lausnin kynnt en í dag er nýjasta afurðin tryggingaapp sem fólk notar fyrir ökutækjatrygginguna sína. „Ökutækjatryggingar eru oftast um tveir þriðju hluti þess sem fólk er að greiða í iðgjöld. Hjá okkur er ekki iðgjald greitt fyrir árið heldur greiðir fólk mismunandi upphæð á mánuði, allt eftir því hvernig þeim gengur að vanda sig við aksturinn þann mánuðinn.“ Hvað meinar þú með því? Síminn er með alls kyns nema sem er að safna upplýsingum um notendur. En þessi gögn eru lítið að gagnast neytendum. Verna appið byggir hins vegar á því að gera gögnin sýnileg með því að nota þau til að búa til aksturskor sem hjálpar þér að lækka kostnaðinn þinn fyrir ökutækjatryggingu. Nær án undantekninga er fólk að sjá að með Verna er það að greiða mun lægra á mánuði en sem nemur þessum árspakka hjá hinum tryggingafélögunum.“ Friðrik segir appið einfalt í notkun og þar sé til dæmis alltaf hægt að sjá hvernig fólk er að standa sig í samanburði við aðra. Sem getur virkað sem mikil hvatning því auðvitað vill fólk ekki greiða hærra á mánuði en annað fólk gerir að meðaltali. Og fer þá að passa sig betur, til dæmis á því að nota ekki símann ósjálfrátt við akstur og svo framvegis. Þá segir Friðrik að ökuskorið sé ekki eftirlitstæki á til dæmis hraðaakstur því aðeins sé horft til þess hver umhverfishraðinn er á tilteknum stað að meðaltali. „Appið er því ekki að reikna út hvort þú sért að keyra of hratt niður Ártúnsbrekkuna. Heldur hvort þú sért að keyra mun hraðar eða mun hægar en aðrir þar,“ segir Friðrik. Friðrik segir líka jákvætt að kaup á tryggingum og tjónaþjónusta sé sjálfvirk og aðgengileg í gegnum appið er ekki nein þörf á rekstri útibúa um land allt og við það eitt er iðgjaldið lægra. Þá sé það líka jákvætt að neytendur skilji betur hvaða áhættu þeir séu að taka við akstur og geti því stýrt sínum kostnaði. „Ég hvet sem flesta til að prófa 30 daga fríu prufuna okkar því með henni þarf fólk ekki að færa sig um set frá gamla tryggingafyrirtækinu sínu, heldur getur það prófað appið og séð hvað það myndi borga til okkar. Það skemmtilega er að flestir komast til dæmis að því að þeir eru betri ökumenn en þeir héldu sjálfir og iðgjöldin því mun lægri hjá okkur en þeir eru vanir að greiða.“ Ljóst er að Friðrik nýtur sín vel í starfi. Þar sem nýsköpunin ræður ríkjum, breytingar til að kynna nýjar stafrænar lausnir í tækniheimi sem hann heillaðist strax að um árdaga internetsins. „Já, þegar ég horfi til baka er reyndar einkennandi hvernig ég hef alltaf valið umhverfi breytinga. Og sköpun snýst um breytingar. Ég valdi námið tengt breytingum því á þeim tíma var mikið að gerast í alþjóðlegum stjórnmálum. Ég fór að vinna snemma með tæknikerfi og hvernig hægt væri að nota stafrænt umhverfi fyrir viðskipti og rekstur. Ég heillaðist snemma af tæknigeiranum út frá þeim breytingakrafti sem þar er þar sem allt gengur út á að bæta við rekstur nýjungum og þjónustum. Helst með góðum tilgangi,“ segir Friðrik og kímir.
Stjórnun Heilsa Tækni Nýsköpun Kvikmyndagerð á Íslandi Starfsframi Tengdar fréttir Fyrrum stórstjörnur Google á Íslandi og einn í Mosó Á dögunum hittist hress hópur samstarfsfólks fyrirtækisins EngFlow á Íslandi. Gerðu sér glaðan dag á ýmsum veitingastöðum í Reykjavík, tóku vinnudag og spjall, skelltu sér upp á Langjökul og í notalegheit í Kraumu í Húsafelli svo eitthvað sé nefnt. 18. september 2022 08:00 „Þegar ég flutti heim úr námi fannst mér ég vera frábær“ „Þegar ég flutti heim úr námi fannst mér ég vera frábær og hélt að öll fyrirtæki Íslands biðu spennt eftir að fá mig heim. En það varð ekki alveg raunin,“ segir Sigríður Theódóra Pétursdóttir framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Brandenburg í léttum dúr. 7. september 2022 08:00 Hefur unnið með þjóðarleiðtogum, Hollywood-stjörnum, vísindamönnum og villtum dýrum Birta Bjargardóttir, bankastjóri Blábankans og heilsumarkþjálfi ubebu er nýkomin heim frá London. Í búsetu finnst Birtu reyndar ekkert mál að skoppast á milli Balí, London og Dýrafjarðar og satt best að segja er ekki hægt að segja annað en að hún lifi hreinlega ævintýralega skemmtilegu lífi. 15. ágúst 2022 07:00 „Byrjaði allt vegna þess að ég varð ástfanginn” Síðasta rúman áratug hefur enginn á Íslandi komið að umhverfi nýsköpunar, frumkvöðla eða fjármögnun á fyrri stigum nema að heyra nafnið Bala. 3. júní 2022 07:00 „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Mikið hefur gengið á hjá SÁÁ síðustu mánuði. Deilur við Sjúkratryggingar Íslands, Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Fyrirhugað formannsframboð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem síðan var dregið til baka vegna skítkasts og leiðinda. Óánægjuraddir að skrifa aðsendar greinar. 17. júní 2022 08:02 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Fyrrum stórstjörnur Google á Íslandi og einn í Mosó Á dögunum hittist hress hópur samstarfsfólks fyrirtækisins EngFlow á Íslandi. Gerðu sér glaðan dag á ýmsum veitingastöðum í Reykjavík, tóku vinnudag og spjall, skelltu sér upp á Langjökul og í notalegheit í Kraumu í Húsafelli svo eitthvað sé nefnt. 18. september 2022 08:00
„Þegar ég flutti heim úr námi fannst mér ég vera frábær“ „Þegar ég flutti heim úr námi fannst mér ég vera frábær og hélt að öll fyrirtæki Íslands biðu spennt eftir að fá mig heim. En það varð ekki alveg raunin,“ segir Sigríður Theódóra Pétursdóttir framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Brandenburg í léttum dúr. 7. september 2022 08:00
Hefur unnið með þjóðarleiðtogum, Hollywood-stjörnum, vísindamönnum og villtum dýrum Birta Bjargardóttir, bankastjóri Blábankans og heilsumarkþjálfi ubebu er nýkomin heim frá London. Í búsetu finnst Birtu reyndar ekkert mál að skoppast á milli Balí, London og Dýrafjarðar og satt best að segja er ekki hægt að segja annað en að hún lifi hreinlega ævintýralega skemmtilegu lífi. 15. ágúst 2022 07:00
„Byrjaði allt vegna þess að ég varð ástfanginn” Síðasta rúman áratug hefur enginn á Íslandi komið að umhverfi nýsköpunar, frumkvöðla eða fjármögnun á fyrri stigum nema að heyra nafnið Bala. 3. júní 2022 07:00
„Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Mikið hefur gengið á hjá SÁÁ síðustu mánuði. Deilur við Sjúkratryggingar Íslands, Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Fyrirhugað formannsframboð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem síðan var dregið til baka vegna skítkasts og leiðinda. Óánægjuraddir að skrifa aðsendar greinar. 17. júní 2022 08:02