Er fasteignin þín rétt skráð hjá Þjóðskrá? Tómas Ellert Tómasson skrifar 26. september 2022 07:31 Þess eru staðfest dæmi um að við gerð fasteignamats 2023 hafi Þjóðskrá Íslands tekið fram fyrir hendur byggingarfulltrúa sveitarfélaga og skráð nýbyggingar á hærra matsstig en þær eru í raun. Með þeim verknaði fór Þjóðskrá Íslands gegn skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997. Í þeim lögum kemur skýrt fram að það sé hlutverk byggingarfulltrúa hvers sveitarfélags fyrir sig að sjá um slíkar skráningar. Byggingarfulltrúinn lætur svo Þjóðskrá þær upplýsingar í té. Og það kemur meira að segja fram á heimasíðu Þjóðskrár að svo eigi verklagið að vera. Hvað þýðir hærra skráð matsstig fasteignar? Í stuttu máli þýðir hærra skráð matsstig hærra fasteignamat fasteignar og þar með hærri fasteignagjöld og erfðafjárskatt sem greiða þarf af eigninni því fasteignamatið sjálft skapar grundvöll fyrir álagningu opinberra gjalda á fasteignina. Hækkun matsstigs fasteigna hækkar þá einnig um leið álagningarstofn fasteignagjalda sveitarfélaga. Fasteignamatið er einnig notað í ýmsum öðrum tilgangi. Til dæmis er fjárhæð stimpilgjalds vegna þinglýsingar kaupsamnings háð fasteignamati eignar. Enn fremur miða sumar lánastofnanir veðhæfni fasteigna við ákveðið hlutfall af fasteignamati. Líkt og kemur fram á vef Þjóðskrár að þá er mikilvægt að eigendur gangi úr skugga um að upplýsingar um fasteignir þeirra séu rétt skráðar. Ef upplýsingarnar eru ekki réttar, þá skal koma athugasemdum á framfæri við byggingarfulltrúa í viðeigandi sveitarfélagi, en ef eigendur fasteignar telja að fasteignamat hennar endurspegli ekki gangverð að þá er hægt að gera athugasemd við það eða sækja um endurmat. Hvað olli því svo og í hvaða tilgangi Þjóðskrá tók fram fyrir hendur byggingafulltrúa landsins við skráningu matsstigs fasteigna við gerð fasteignamats fyrir árið 2023 verða forstjóri Þjóðskrár og innviðaráðherra sem ber ábyrgð á stofnuninni að svara fyrir. Höfundur er byggingarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Fasteignamarkaður Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þess eru staðfest dæmi um að við gerð fasteignamats 2023 hafi Þjóðskrá Íslands tekið fram fyrir hendur byggingarfulltrúa sveitarfélaga og skráð nýbyggingar á hærra matsstig en þær eru í raun. Með þeim verknaði fór Þjóðskrá Íslands gegn skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997. Í þeim lögum kemur skýrt fram að það sé hlutverk byggingarfulltrúa hvers sveitarfélags fyrir sig að sjá um slíkar skráningar. Byggingarfulltrúinn lætur svo Þjóðskrá þær upplýsingar í té. Og það kemur meira að segja fram á heimasíðu Þjóðskrár að svo eigi verklagið að vera. Hvað þýðir hærra skráð matsstig fasteignar? Í stuttu máli þýðir hærra skráð matsstig hærra fasteignamat fasteignar og þar með hærri fasteignagjöld og erfðafjárskatt sem greiða þarf af eigninni því fasteignamatið sjálft skapar grundvöll fyrir álagningu opinberra gjalda á fasteignina. Hækkun matsstigs fasteigna hækkar þá einnig um leið álagningarstofn fasteignagjalda sveitarfélaga. Fasteignamatið er einnig notað í ýmsum öðrum tilgangi. Til dæmis er fjárhæð stimpilgjalds vegna þinglýsingar kaupsamnings háð fasteignamati eignar. Enn fremur miða sumar lánastofnanir veðhæfni fasteigna við ákveðið hlutfall af fasteignamati. Líkt og kemur fram á vef Þjóðskrár að þá er mikilvægt að eigendur gangi úr skugga um að upplýsingar um fasteignir þeirra séu rétt skráðar. Ef upplýsingarnar eru ekki réttar, þá skal koma athugasemdum á framfæri við byggingarfulltrúa í viðeigandi sveitarfélagi, en ef eigendur fasteignar telja að fasteignamat hennar endurspegli ekki gangverð að þá er hægt að gera athugasemd við það eða sækja um endurmat. Hvað olli því svo og í hvaða tilgangi Þjóðskrá tók fram fyrir hendur byggingafulltrúa landsins við skráningu matsstigs fasteigna við gerð fasteignamats fyrir árið 2023 verða forstjóri Þjóðskrár og innviðaráðherra sem ber ábyrgð á stofnuninni að svara fyrir. Höfundur er byggingarverkfræðingur.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar