„Ekkert grín að taka þetta svona tvö ár í röð“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. september 2022 20:01 Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, var sátt með sigurinn og að tryggja Íslandsmeistaratitilinn fyrir lokaumferðina. Vísir/Tjörvi Týr „Þetta verður aldrei þreytt, sem betur fer,“ sagði Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, en liðið varði titil sinn með sigri á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta fyrr í dag. Fyrir leik dagsins var vitað að sigur Vals myndi fella Aftureldingu sem og að tryggja liðinu sinn annan Íslandsmeistaratitil í röð. Það varð raunin en Valur vann 3-1 sigur og er nú bæði Íslands- og bikarmeistari. „Ég held að maður ætti að leggja skóna á hilluna ef maður væri orðin þreytt á þessu. Ótrúlega sætt og stolt af liðinu, það er ekkert grín að taka þetta svona tvö ár í röð og mjög langt síðan það var gert síðast hér á Íslandi,“ sagði fyrirliðinn og tók þar undir orð þjálfara liðsins sem nefndi sömu staðreynd í sínu viðtali. Mist Edvardsdóttir, miðvörður Vals, meiddist illa á hné í fyrri leik Vals og Slavía Prag í umspilinu um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Mist telur nokkuð ljóst að um krossbandsslit sé að ræða en það væru þá hennar fjórðu á ferlinum. „Það var gríðarlega mikið sjokk að missa Mist. Hún er mjög mikilvægur hlekkur innan vallar sem utan hjá okkur og við ákváðum að nálgast þennan leik þannig í dag að við værum að gera þetta fyrir hana. Hún er búin að vera einn af okkar bestu leikmönnum í sumar og við söknum hennar mikið en þó gleðiefni að við séum að fá Lillý [Rut Hlynsdóttir] til baka. En ótrúlega leiðinlegt að það gerist á kostnað Mistar. Við söknum hennar mikið og ákveðnar í að klára þetta fyrir hana.“ Um leik dagsins og framhaldið „Mér fannst leikurinn gæðalega séð ekki upp á marga fiska en bikar undir og þægilegt að fara inn í síðasta leikinn og þurfa ekki að vinna hann, þó við ætlum að sjálfsögðu að fara inn í hann til að vinna.“ „Við erum að fara út í fyrramálið og eigum erfiðan leik við Slavia í miðri viku og erum að koma heim tveimur dögum fyrir leikinn á laugardaginn svo það er alveg gott að vera búnar að tryggja þetta fyrir þann leik. Að þurfa ekki að fara vera inn í óþægilegar aðstæður til að klára titilinn þá svo við erum mjög sáttar að klára þetta í dag,“ sagði fyrirliði Íslandsmeistara Vals að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Afturelding - Valur 1-3 | Íslandsmeistarar annað árið í röð Valur varð í dag Íslandsmeistari annað árið í röð og í þrettánda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 1-3, í Mosfellsbænum í sautjándu og næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Á meðan Valskonur fögnuðu voru Mosfellingar súrir endar fallnir úr Bestu deildinni. 24. september 2022 16:45 „Þetta eru alltaf bestu bikararnir“ „Mér líður frábærlega, þetta er titill sem er erfitt að vinna. Að vinna annað árið í röð, það hefur ekki verið gert oft undanfarin ár þannig mér finnst þetta frábært hjá okkur,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, eftir að titillinn var endanlega kominn í hús. 24. september 2022 18:30 Íslandsmeistarinn Þórdís Hrönn: „Alveg sama hvort ég skori eða leggi upp svo lengi sem við vinnum“ „Mér líður svo vel, stórskrítið að taka ekki á móti bikarnum og svoleiðis núna en við bíðum spenntar eftir að taka á móti bikarnum í heimaleiknum 1. október. Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði sigurreif Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eftir að Valur tryggði sér sinn annan Íslandsmeistaratitil á jafn mörgum árum með sigri á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. 24. september 2022 17:00 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira
Fyrir leik dagsins var vitað að sigur Vals myndi fella Aftureldingu sem og að tryggja liðinu sinn annan Íslandsmeistaratitil í röð. Það varð raunin en Valur vann 3-1 sigur og er nú bæði Íslands- og bikarmeistari. „Ég held að maður ætti að leggja skóna á hilluna ef maður væri orðin þreytt á þessu. Ótrúlega sætt og stolt af liðinu, það er ekkert grín að taka þetta svona tvö ár í röð og mjög langt síðan það var gert síðast hér á Íslandi,“ sagði fyrirliðinn og tók þar undir orð þjálfara liðsins sem nefndi sömu staðreynd í sínu viðtali. Mist Edvardsdóttir, miðvörður Vals, meiddist illa á hné í fyrri leik Vals og Slavía Prag í umspilinu um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Mist telur nokkuð ljóst að um krossbandsslit sé að ræða en það væru þá hennar fjórðu á ferlinum. „Það var gríðarlega mikið sjokk að missa Mist. Hún er mjög mikilvægur hlekkur innan vallar sem utan hjá okkur og við ákváðum að nálgast þennan leik þannig í dag að við værum að gera þetta fyrir hana. Hún er búin að vera einn af okkar bestu leikmönnum í sumar og við söknum hennar mikið en þó gleðiefni að við séum að fá Lillý [Rut Hlynsdóttir] til baka. En ótrúlega leiðinlegt að það gerist á kostnað Mistar. Við söknum hennar mikið og ákveðnar í að klára þetta fyrir hana.“ Um leik dagsins og framhaldið „Mér fannst leikurinn gæðalega séð ekki upp á marga fiska en bikar undir og þægilegt að fara inn í síðasta leikinn og þurfa ekki að vinna hann, þó við ætlum að sjálfsögðu að fara inn í hann til að vinna.“ „Við erum að fara út í fyrramálið og eigum erfiðan leik við Slavia í miðri viku og erum að koma heim tveimur dögum fyrir leikinn á laugardaginn svo það er alveg gott að vera búnar að tryggja þetta fyrir þann leik. Að þurfa ekki að fara vera inn í óþægilegar aðstæður til að klára titilinn þá svo við erum mjög sáttar að klára þetta í dag,“ sagði fyrirliði Íslandsmeistara Vals að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Afturelding - Valur 1-3 | Íslandsmeistarar annað árið í röð Valur varð í dag Íslandsmeistari annað árið í röð og í þrettánda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 1-3, í Mosfellsbænum í sautjándu og næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Á meðan Valskonur fögnuðu voru Mosfellingar súrir endar fallnir úr Bestu deildinni. 24. september 2022 16:45 „Þetta eru alltaf bestu bikararnir“ „Mér líður frábærlega, þetta er titill sem er erfitt að vinna. Að vinna annað árið í röð, það hefur ekki verið gert oft undanfarin ár þannig mér finnst þetta frábært hjá okkur,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, eftir að titillinn var endanlega kominn í hús. 24. september 2022 18:30 Íslandsmeistarinn Þórdís Hrönn: „Alveg sama hvort ég skori eða leggi upp svo lengi sem við vinnum“ „Mér líður svo vel, stórskrítið að taka ekki á móti bikarnum og svoleiðis núna en við bíðum spenntar eftir að taka á móti bikarnum í heimaleiknum 1. október. Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði sigurreif Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eftir að Valur tryggði sér sinn annan Íslandsmeistaratitil á jafn mörgum árum með sigri á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. 24. september 2022 17:00 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira
Umfjöllun: Afturelding - Valur 1-3 | Íslandsmeistarar annað árið í röð Valur varð í dag Íslandsmeistari annað árið í röð og í þrettánda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 1-3, í Mosfellsbænum í sautjándu og næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Á meðan Valskonur fögnuðu voru Mosfellingar súrir endar fallnir úr Bestu deildinni. 24. september 2022 16:45
„Þetta eru alltaf bestu bikararnir“ „Mér líður frábærlega, þetta er titill sem er erfitt að vinna. Að vinna annað árið í röð, það hefur ekki verið gert oft undanfarin ár þannig mér finnst þetta frábært hjá okkur,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, eftir að titillinn var endanlega kominn í hús. 24. september 2022 18:30
Íslandsmeistarinn Þórdís Hrönn: „Alveg sama hvort ég skori eða leggi upp svo lengi sem við vinnum“ „Mér líður svo vel, stórskrítið að taka ekki á móti bikarnum og svoleiðis núna en við bíðum spenntar eftir að taka á móti bikarnum í heimaleiknum 1. október. Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði sigurreif Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eftir að Valur tryggði sér sinn annan Íslandsmeistaratitil á jafn mörgum árum með sigri á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. 24. september 2022 17:00