Ríki ESB fleygja rúmlega 150 milljónum tonna af mat á ári Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 24. september 2022 14:30 GettyImages Ríki Evrópusambandsins sóa meiri mat en þau flytja inn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu umhverfissamtakanna Feedback EU. Stefnt er að því að draga úr matarsóun um helming á næstu 8 árum. Um það bil 153 milljónir tonna af mat enda öskuhaugunum á ári hverju í ríkjum Evrópusambandsins. Það er 15 milljónum tonnum meira en ríkin 27 flytja inn frá öðrum löndum. Þá endar helmingurinn af öllu hveiti sem flutt er inn frá Úkraínu í ruslinu. Nauðsynlegt að minnka matarsóun um a.m.k. 50% Frank Mechielsen, forstjóri Feedback EU, segir í samtali við breska blaðið Guardian, að það sé ekkert minna en hneyksli að á sama tíma og verð matvæla hækki í öllum löndum Evrópu og verðbólgan fari með himinskautum, þá séu ríki Evrópu að fleygja svona miklum mat. Evrópusambandið þurfi að setja sér að markmiði að draga úr matarsóun um helming fram til ársins 2030. Þetta sé einnig nauðsynlegt til bæta matvælaöryggi, en ekki síður til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Verð á matvöru hækkar mikið og hratt Samkvæmt tölum fra Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur matvara hækkað um 8% á heimsvísu á síðustu 12 mánuðum. Abdolreza Abbassian, fyrrverandi hagfræðingur FAO, segir ljóst að tími ódýrrar matvöru sé liðinn og að matvara verði áfram dýr og enn dýrari, líka eftir að stríði Rússlands og Úkraínu ljúki. Margir þættir spili þar inn í, segir Abbassian, orkukreppan, skortur á áburði fyrir ræktarland, óvissuástand mjög víða í heiminum sem leiði af sér óöryggi í vöruflutningum, svo ekki sé minnst á loftslagsbreytingarnar. Ódýrara að fleygja mat en auka skilvirkni Olivier De Schutter, sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í fátækt og mannréttindum, segir að landbúnaðurinn sé uppbyggður með þeim ósköpum að það sé í raun ódýrara að fleygja mat en að auka skilvirkni í landbúnaði. „Á báðum endum fæðukeðjunnar er dýrt að draga úr matarsóun og það er hagstætt að selja fólki meiri mat en það hefur þörf fyrir,“ segir De Schutter. Þá sé fyrirkomulagið um síðasta söludag á matvælum hannað með það fyrir augum að fólk kaupi í raun alltaf meira en það hafi þörf fyrir. Lítið þokast í rétta átt Evrópusambandið hyggst leggja fram tillögu og áætlun um að draga úr matvælasóun um 50% fram til ársins 2030. Talsmaður þess bendir á að öll aðildarríki ESB hafi skuldbundið sig til að gera slíkt hið sama þegar heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru samþykkt fyrir tæpum áratug. Þrátt fyrir þær skuldbindingar hafi lítið sem ekkert þokast í rétta átt. Matur Evrópusambandið Matvælaframleiðsla Umhverfismál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Sjá meira
Um það bil 153 milljónir tonna af mat enda öskuhaugunum á ári hverju í ríkjum Evrópusambandsins. Það er 15 milljónum tonnum meira en ríkin 27 flytja inn frá öðrum löndum. Þá endar helmingurinn af öllu hveiti sem flutt er inn frá Úkraínu í ruslinu. Nauðsynlegt að minnka matarsóun um a.m.k. 50% Frank Mechielsen, forstjóri Feedback EU, segir í samtali við breska blaðið Guardian, að það sé ekkert minna en hneyksli að á sama tíma og verð matvæla hækki í öllum löndum Evrópu og verðbólgan fari með himinskautum, þá séu ríki Evrópu að fleygja svona miklum mat. Evrópusambandið þurfi að setja sér að markmiði að draga úr matarsóun um helming fram til ársins 2030. Þetta sé einnig nauðsynlegt til bæta matvælaöryggi, en ekki síður til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Verð á matvöru hækkar mikið og hratt Samkvæmt tölum fra Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur matvara hækkað um 8% á heimsvísu á síðustu 12 mánuðum. Abdolreza Abbassian, fyrrverandi hagfræðingur FAO, segir ljóst að tími ódýrrar matvöru sé liðinn og að matvara verði áfram dýr og enn dýrari, líka eftir að stríði Rússlands og Úkraínu ljúki. Margir þættir spili þar inn í, segir Abbassian, orkukreppan, skortur á áburði fyrir ræktarland, óvissuástand mjög víða í heiminum sem leiði af sér óöryggi í vöruflutningum, svo ekki sé minnst á loftslagsbreytingarnar. Ódýrara að fleygja mat en auka skilvirkni Olivier De Schutter, sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í fátækt og mannréttindum, segir að landbúnaðurinn sé uppbyggður með þeim ósköpum að það sé í raun ódýrara að fleygja mat en að auka skilvirkni í landbúnaði. „Á báðum endum fæðukeðjunnar er dýrt að draga úr matarsóun og það er hagstætt að selja fólki meiri mat en það hefur þörf fyrir,“ segir De Schutter. Þá sé fyrirkomulagið um síðasta söludag á matvælum hannað með það fyrir augum að fólk kaupi í raun alltaf meira en það hafi þörf fyrir. Lítið þokast í rétta átt Evrópusambandið hyggst leggja fram tillögu og áætlun um að draga úr matvælasóun um 50% fram til ársins 2030. Talsmaður þess bendir á að öll aðildarríki ESB hafi skuldbundið sig til að gera slíkt hið sama þegar heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru samþykkt fyrir tæpum áratug. Þrátt fyrir þær skuldbindingar hafi lítið sem ekkert þokast í rétta átt.
Matur Evrópusambandið Matvælaframleiðsla Umhverfismál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent