Ætla ekki að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2022 19:04 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir að ekki standi til að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar í tengslum við handtökurnar í gær. Aðgerðir sérsveitar ríkislögreglustjóra hafi verið vel heppnaðar og að gripið hafi verið inn í, áður en eitthvað gerðist. Fjórir íslenskir menn á þrítugsaldri eru grunaðir um að hafa undirbúið hryðjuverk hér á landi og voru þeir handteknir í umfangsmiklum aðgerðum sérsveitar ríkislögreglustjóra í gær. Sjá einnig: Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Þetta er í fyrsta sinn sem lögreglan rannsakar brot af þessu tagi á Íslandi. „Auðvitað er þetta í fyrsta sinn sem það reynir á þessa tegund af brotum hér á landi,“ sagði Sigríður í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún sagði lögregluna vilja segja sem minnst um atvikið í bili, vegna þess að stíga þyrfti varlega til jarðar vegna viðkvæmra rannsóknarhagsmuna. Það tímabil myndi að minnstu vara út gæsluvarðshaldstímabil mannanna tveggja sem hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Annar hefur verið úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald og hinn í tvær vikur. „Ég vona að við getum sagt meira fljótlega,“ sagði Sigríður. Hættan vegna hryðjuverkastarfsemi áfram talin lítil Varðandi fregnir um það að mennirnir hafi mögulega tengst norrænum fjar-hægri öfgahópum og varðandi það hvort þetta sé nýr veruleiki sem Íslendingar þurfa að búa við segir Sigríður að embætti ríkislögreglustjóra geri reglulegt hættumat vegna hryðjuverkastarfsemi og skipulagðri glæpastarfsemi. „Þetta hefur verið þannig hér á landi að ógnin vegna skipulagðrar brotastarfsemi hafi verið talin talsvert mikil en ógnin af hryðjuverkastarfsemi frekar lítil,“ segir Sigríður. Hún segir það byggja á þeim upplýsingum sem embættið hafi á hverri stundu og þær komi meðal annars til vegna alþjóðlegs samstarfs ríkislögreglustjóra. „Við ætlum ekki að breyta hættumatinu á þessari stundu, þannig að það er enn metin lítil áhætta. En, það sem er að gerast í Evrópu er að það er vaxandi hægri öfgahyggja. Við sjáum fleiri tilvik þar og það sem kallast „einmana-úlfar“ á íslensku, sem eru kannski einn eða fáir sem eru með hugmyndafræðilega nálgun sem getur verið af ýmsum toga eins og við höfum séð á Norðurlöndunum.“ „Þetta er eitthvað sem við höfum vitað að gæti gerst hér og höfum undirbúið okkur að hluta, til dæmis með því að fjölga lögreglumönnum,“ sagði Sigríður. Hún sagði lögregluna standa frammi fyrir allskyns áskorunum og nefndi hátt hlutfall af kynbundnu ofbeldi og að hér væri fólk sem væri í leit að betra lífi sem þyrfti að passa upp á að væri ekki hagnýtt og annað. Sigríður sagði að embætti ríkislögreglustjóra hefði átt í góðu samstarfi við önnur lögreglulið og saksóknara vegna aðgerðanna í gær. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Skotvopn Lögreglan Tengdar fréttir Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15 „Þurfum að fara að stíga fast til jarðar“ Fjórir voru handteknir í gær vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og viðamikil vopnalagabrot. Sérsveit tók þátt í aðgerðum, sem eru taldar hafa orðið til þess að afstýra hættuástandi á staðnum. Dómsmálaráðherra segir komið að því að stíga fast til jarðar í baráttunni við glæpahópa. Lögregla reiknar með að boða til blaðamannafundar í dag vegna aðgerðanna í gær. 22. september 2022 11:32 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Fjórir íslenskir menn á þrítugsaldri eru grunaðir um að hafa undirbúið hryðjuverk hér á landi og voru þeir handteknir í umfangsmiklum aðgerðum sérsveitar ríkislögreglustjóra í gær. Sjá einnig: Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Þetta er í fyrsta sinn sem lögreglan rannsakar brot af þessu tagi á Íslandi. „Auðvitað er þetta í fyrsta sinn sem það reynir á þessa tegund af brotum hér á landi,“ sagði Sigríður í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún sagði lögregluna vilja segja sem minnst um atvikið í bili, vegna þess að stíga þyrfti varlega til jarðar vegna viðkvæmra rannsóknarhagsmuna. Það tímabil myndi að minnstu vara út gæsluvarðshaldstímabil mannanna tveggja sem hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Annar hefur verið úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald og hinn í tvær vikur. „Ég vona að við getum sagt meira fljótlega,“ sagði Sigríður. Hættan vegna hryðjuverkastarfsemi áfram talin lítil Varðandi fregnir um það að mennirnir hafi mögulega tengst norrænum fjar-hægri öfgahópum og varðandi það hvort þetta sé nýr veruleiki sem Íslendingar þurfa að búa við segir Sigríður að embætti ríkislögreglustjóra geri reglulegt hættumat vegna hryðjuverkastarfsemi og skipulagðri glæpastarfsemi. „Þetta hefur verið þannig hér á landi að ógnin vegna skipulagðrar brotastarfsemi hafi verið talin talsvert mikil en ógnin af hryðjuverkastarfsemi frekar lítil,“ segir Sigríður. Hún segir það byggja á þeim upplýsingum sem embættið hafi á hverri stundu og þær komi meðal annars til vegna alþjóðlegs samstarfs ríkislögreglustjóra. „Við ætlum ekki að breyta hættumatinu á þessari stundu, þannig að það er enn metin lítil áhætta. En, það sem er að gerast í Evrópu er að það er vaxandi hægri öfgahyggja. Við sjáum fleiri tilvik þar og það sem kallast „einmana-úlfar“ á íslensku, sem eru kannski einn eða fáir sem eru með hugmyndafræðilega nálgun sem getur verið af ýmsum toga eins og við höfum séð á Norðurlöndunum.“ „Þetta er eitthvað sem við höfum vitað að gæti gerst hér og höfum undirbúið okkur að hluta, til dæmis með því að fjölga lögreglumönnum,“ sagði Sigríður. Hún sagði lögregluna standa frammi fyrir allskyns áskorunum og nefndi hátt hlutfall af kynbundnu ofbeldi og að hér væri fólk sem væri í leit að betra lífi sem þyrfti að passa upp á að væri ekki hagnýtt og annað. Sigríður sagði að embætti ríkislögreglustjóra hefði átt í góðu samstarfi við önnur lögreglulið og saksóknara vegna aðgerðanna í gær.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Skotvopn Lögreglan Tengdar fréttir Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15 „Þurfum að fara að stíga fast til jarðar“ Fjórir voru handteknir í gær vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og viðamikil vopnalagabrot. Sérsveit tók þátt í aðgerðum, sem eru taldar hafa orðið til þess að afstýra hættuástandi á staðnum. Dómsmálaráðherra segir komið að því að stíga fast til jarðar í baráttunni við glæpahópa. Lögregla reiknar með að boða til blaðamannafundar í dag vegna aðgerðanna í gær. 22. september 2022 11:32 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15
„Þurfum að fara að stíga fast til jarðar“ Fjórir voru handteknir í gær vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og viðamikil vopnalagabrot. Sérsveit tók þátt í aðgerðum, sem eru taldar hafa orðið til þess að afstýra hættuástandi á staðnum. Dómsmálaráðherra segir komið að því að stíga fast til jarðar í baráttunni við glæpahópa. Lögregla reiknar með að boða til blaðamannafundar í dag vegna aðgerðanna í gær. 22. september 2022 11:32
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent