Bindum enda á stríðið gegn vímuefnanotendum Halldóra Mogensen skrifar 22. september 2022 13:00 Stríðið gegn vímuefnum er í raun stríð gegn fólki, stríð gegn vímuefnanotendum. Skylda yfirvalda er að verja fólkið í landinu en ekki fara í stríð gegn þeim. Afleiðing stríðsins er sú harða refsistefna sem hefur verið við lýði á Íslandi í áratugi. Hún byggir á þeirri hugmynd að besta leiðin til að draga úr neyslu sé að banna alla vörslu og meðferð vímuefna og að refsa öllum þeim sem gerast sekir um slíkt, óháð því hvort viðkomandi sé notandi, söluaðili, framleiðandi eða innflytjandi. Samhliða hörðum refsingum hefur miklum hræðsluáróðri um vímuefni og neyslu þeirra verið beitt. Enn þann dag í dag eru vímuefnanotendur uppmálaðir í fjölmiðlum sem stórhættulegir samfélaginu. Síðustu ár hafa viðhorfin þó blessunarlega verið að breytast. Við erum byrjuð að tala um fíknivanda á yfirvegaðari og ígrundaðri hátt og hugtakið „skaðaminnkun“ hefur rutt sér rúms í almennri umræðu. Skaðleg og vanhugsuð refsistefna Staðreyndirnar um bann- og refsistefnuna mála ekki mjög fagra mynd; í skugga stefnunnar hefur neysla vímuefna aukist jafnt og þétt, og vandamálum tengt neyslunni hefur fjölgað gríðarlega. Það ætti að vera öllum ljóst að núverandi stefna, sem gengur út á að banna vörslu og neyslu vímuefna, er í besta falli gagnslaus og í versta falli skaðleg. Fíkn er nefnilega ekki eitthvað sem fólk velur sér. Fíkn er ekki siðferðis- eða skapbrestur, og það er ekki heldur afleiðing slæms innrætis eða viljaleysis – fíkn er ekki hægt að lagfæra með refsingum. Þvert á móti er fíkn viðbragð við mannlegri þjáningu. Það er í eðli okkar allra að flýja þjáningu. Þegar okkur verkjar fáum við okkur verkjalyf – og okkur þykir það sjálfsagt. En þegar manneskja þjáist af andlegum sársauka sökum áfalla sem aldrei hefur fengist aðstoð við og sækist í verkjalyf sem henni hefur ekki verið ávísað þykir okkur sjálfsagt að refsa henni með því að taka af henni lyfin og sekta eða mögulega fangelsa hana í stað þess að hjálpa þessari manneskju, hlúa að henni og veita henni sjálfsagða heilbrigðisþjónustu. Samfélagið ætlar að „aðstoða“ þessa manneskju með því að gera hana að glæpamanni, jaðarsetja hana, telja henni trú um að hún sé biluð. Henni er meinaður aðgangur að því sem hún þarf mest á að halda; kærleik, hlýju, skilning, – hún þarfnast hópsins síns og við útskúfum hana. Afglæpavæðing sem skaðaminnkunarúrræði Það er kominn tími til þess að við bindum enda á refsistefnuna – og þess vegna er ég að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna. Frumvarpið er einfalt. Innflutningur, útflutningur, kaup, sala og framleiðsla vímuefna verður enn óheimil með lögum – en varsla efna innan skilgreindra marka verður gerð refsilaus. Ef frumvarpið nær fram að ganga getum við því strax hætt að refsa fólki fyrir það eitt að vera með á sér vímuefni til eigin nota. Því það er alveg deginum ljósara – að það er nákvæmlega engin aðstoð og engin forvörn falin í því að jaðarsetja, fangelsa, sekta eða taka efnin af fólki, og þá skiptir engu máli hvort um er að ræða einstakling með fíknivanda eða ekki. Þegar við hættum loksins að heyja stríð gegn jaðarsetta fólkinu í samfélaginu okkar þá getum við sett orkuna okkar og fjármagn í að draga úr þjáningu, að aðstoða fólk við að vinna úr áföllum og græða sár. Byggjum upp meðferðarúrræði sem grundvallast á því að vinna úr áföllum og bjóða upp á lausnir sem leysa líkamlega, andlega- og félagslega vandann sem skapar fíknina. Það er þannig sem við náum árangri. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Fíkn Píratar Alþingi Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Stríðið gegn vímuefnum er í raun stríð gegn fólki, stríð gegn vímuefnanotendum. Skylda yfirvalda er að verja fólkið í landinu en ekki fara í stríð gegn þeim. Afleiðing stríðsins er sú harða refsistefna sem hefur verið við lýði á Íslandi í áratugi. Hún byggir á þeirri hugmynd að besta leiðin til að draga úr neyslu sé að banna alla vörslu og meðferð vímuefna og að refsa öllum þeim sem gerast sekir um slíkt, óháð því hvort viðkomandi sé notandi, söluaðili, framleiðandi eða innflytjandi. Samhliða hörðum refsingum hefur miklum hræðsluáróðri um vímuefni og neyslu þeirra verið beitt. Enn þann dag í dag eru vímuefnanotendur uppmálaðir í fjölmiðlum sem stórhættulegir samfélaginu. Síðustu ár hafa viðhorfin þó blessunarlega verið að breytast. Við erum byrjuð að tala um fíknivanda á yfirvegaðari og ígrundaðri hátt og hugtakið „skaðaminnkun“ hefur rutt sér rúms í almennri umræðu. Skaðleg og vanhugsuð refsistefna Staðreyndirnar um bann- og refsistefnuna mála ekki mjög fagra mynd; í skugga stefnunnar hefur neysla vímuefna aukist jafnt og þétt, og vandamálum tengt neyslunni hefur fjölgað gríðarlega. Það ætti að vera öllum ljóst að núverandi stefna, sem gengur út á að banna vörslu og neyslu vímuefna, er í besta falli gagnslaus og í versta falli skaðleg. Fíkn er nefnilega ekki eitthvað sem fólk velur sér. Fíkn er ekki siðferðis- eða skapbrestur, og það er ekki heldur afleiðing slæms innrætis eða viljaleysis – fíkn er ekki hægt að lagfæra með refsingum. Þvert á móti er fíkn viðbragð við mannlegri þjáningu. Það er í eðli okkar allra að flýja þjáningu. Þegar okkur verkjar fáum við okkur verkjalyf – og okkur þykir það sjálfsagt. En þegar manneskja þjáist af andlegum sársauka sökum áfalla sem aldrei hefur fengist aðstoð við og sækist í verkjalyf sem henni hefur ekki verið ávísað þykir okkur sjálfsagt að refsa henni með því að taka af henni lyfin og sekta eða mögulega fangelsa hana í stað þess að hjálpa þessari manneskju, hlúa að henni og veita henni sjálfsagða heilbrigðisþjónustu. Samfélagið ætlar að „aðstoða“ þessa manneskju með því að gera hana að glæpamanni, jaðarsetja hana, telja henni trú um að hún sé biluð. Henni er meinaður aðgangur að því sem hún þarf mest á að halda; kærleik, hlýju, skilning, – hún þarfnast hópsins síns og við útskúfum hana. Afglæpavæðing sem skaðaminnkunarúrræði Það er kominn tími til þess að við bindum enda á refsistefnuna – og þess vegna er ég að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna. Frumvarpið er einfalt. Innflutningur, útflutningur, kaup, sala og framleiðsla vímuefna verður enn óheimil með lögum – en varsla efna innan skilgreindra marka verður gerð refsilaus. Ef frumvarpið nær fram að ganga getum við því strax hætt að refsa fólki fyrir það eitt að vera með á sér vímuefni til eigin nota. Því það er alveg deginum ljósara – að það er nákvæmlega engin aðstoð og engin forvörn falin í því að jaðarsetja, fangelsa, sekta eða taka efnin af fólki, og þá skiptir engu máli hvort um er að ræða einstakling með fíknivanda eða ekki. Þegar við hættum loksins að heyja stríð gegn jaðarsetta fólkinu í samfélaginu okkar þá getum við sett orkuna okkar og fjármagn í að draga úr þjáningu, að aðstoða fólk við að vinna úr áföllum og græða sár. Byggjum upp meðferðarúrræði sem grundvallast á því að vinna úr áföllum og bjóða upp á lausnir sem leysa líkamlega, andlega- og félagslega vandann sem skapar fíknina. Það er þannig sem við náum árangri. Höfundur er þingmaður Pírata.
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun