„Þurfum að fara að stíga fast til jarðar“ Snorri Másson skrifar 22. september 2022 11:32 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra boðar breytingar hjá lögreglu svo að bregðast megi við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi. Vísir/Vilhelm Fjórir voru handteknir í gær vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og viðamikil vopnalagabrot. Sérsveit tók þátt í aðgerðum, sem eru taldar hafa orðið til þess að afstýra hættuástandi á staðnum. Dómsmálaráðherra segir komið að því að stíga fast til jarðar í baráttunni við glæpahópa. Lögregla reiknar með að boða til blaðamannafundar í dag vegna aðgerðanna í gær. Lögregla og sérsveit réðust í umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í gær, meðal annars í Holtasmára í Kópavogi og í iðnaðarhverfi í Mosfellsbæ. Að lokum voru fjórir handteknir en tveir þeirra voru taldir vopnaðir og hættulegir. Í yfirlýsingu lögreglu kemur fram að mildi þyki að engan hafi sakað og að hættuástandi hafi verið afstýrt. Það er tekið fram að rannsókn málsins sé í höndum ríkislögreglustjóra, sem hafi það hlutverk að rannsaka brot sem snúa að landráði, broti gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hyggst lögregla boða til blaðamannafundar vegna málsins. Stefnt er að því að það verði eftir hádegi. Þá má telja líklegt að lögregla sé að vinna í greinargerðum til að geta fengið hina handteknu úrskurðaða í gæsluvarðhald. Lögregla má mest hafa fólk í haldi í sólarhring án úrskurðar. Alvarlegt ástand Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ekki meiri upplýsingar en koma fram í yfirlýsingu lögreglu, en hann segir atvikið til marks um alvarlegt ástand hér á landi. „Við höfum þessar skýrslur frá ríkislögreglustjóra alveg frá árinu 2017 þar sem lýst er vaxandi áhyggjum af þróun mála þegar kemur að skipulagðri brotastarfsemi og ef við ætlum ekki að láta það yfir okkur ganga í framtíðinni þurfum við að fara að stíga fast til jarðar. Og það er mín stefna að gera það,“ segir Jón Gunnarsson í samtali við fréttastofu. Til skoðunar er að breyta innra skipulagi lögreglunnar til að takast betur á við þessi mál - þá þurfi að tryggja öryggi lögreglumanna. „Vinna er búin að vera í gangi hjá okkur frá áramótum og við erum svona komin á þann stað núna að geta farið að taka ákvarðanir,“ segir Jón. Ekki sé annað í stöðunni en að bregðast við þróuninni af fullri hörku. „Ég held að við ættum ekkert að vera á neinu bleiku skýi með það. Við verðum bara að horfast í augu við raunveruleikann. Þessi þróun er ekkert að eiga sér stað bara á Íslandi, hún er að verða í öllum nágrannalöndum okkar og við verðum vitni að því nánast í hverri viku hvernig þróunin hefur verið á Norðurlöndum,“ segir Jón. Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Lögregla og sérsveit réðust í umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í gær, meðal annars í Holtasmára í Kópavogi og í iðnaðarhverfi í Mosfellsbæ. Að lokum voru fjórir handteknir en tveir þeirra voru taldir vopnaðir og hættulegir. Í yfirlýsingu lögreglu kemur fram að mildi þyki að engan hafi sakað og að hættuástandi hafi verið afstýrt. Það er tekið fram að rannsókn málsins sé í höndum ríkislögreglustjóra, sem hafi það hlutverk að rannsaka brot sem snúa að landráði, broti gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hyggst lögregla boða til blaðamannafundar vegna málsins. Stefnt er að því að það verði eftir hádegi. Þá má telja líklegt að lögregla sé að vinna í greinargerðum til að geta fengið hina handteknu úrskurðaða í gæsluvarðhald. Lögregla má mest hafa fólk í haldi í sólarhring án úrskurðar. Alvarlegt ástand Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ekki meiri upplýsingar en koma fram í yfirlýsingu lögreglu, en hann segir atvikið til marks um alvarlegt ástand hér á landi. „Við höfum þessar skýrslur frá ríkislögreglustjóra alveg frá árinu 2017 þar sem lýst er vaxandi áhyggjum af þróun mála þegar kemur að skipulagðri brotastarfsemi og ef við ætlum ekki að láta það yfir okkur ganga í framtíðinni þurfum við að fara að stíga fast til jarðar. Og það er mín stefna að gera það,“ segir Jón Gunnarsson í samtali við fréttastofu. Til skoðunar er að breyta innra skipulagi lögreglunnar til að takast betur á við þessi mál - þá þurfi að tryggja öryggi lögreglumanna. „Vinna er búin að vera í gangi hjá okkur frá áramótum og við erum svona komin á þann stað núna að geta farið að taka ákvarðanir,“ segir Jón. Ekki sé annað í stöðunni en að bregðast við þróuninni af fullri hörku. „Ég held að við ættum ekkert að vera á neinu bleiku skýi með það. Við verðum bara að horfast í augu við raunveruleikann. Þessi þróun er ekkert að eiga sér stað bara á Íslandi, hún er að verða í öllum nágrannalöndum okkar og við verðum vitni að því nánast í hverri viku hvernig þróunin hefur verið á Norðurlöndum,“ segir Jón.
Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira