Gagnrýndur fyrir að syngja Bohemian Rhapsody stuttu fyrir jarðarförina Bjarki Sigurðsson skrifar 21. september 2022 11:21 Justin Trudeau ferðaðist til Bretlands til að vera viðstaddur jarðarför Elísabetar II Bretlandsdrottningar. EPA/Adam Vaughan Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur verið gagnrýndur síðustu daga fyrir að hafa sungið lag með hljómsveitinni Queen í hótelanddyri í London, tveimur dögum fyrir jarðarför Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Söngurinn náðist á myndband eftir að Trudeau hafði snætt kvöldmat ásamt fylgdarliði sínu í London á laugardagskvöld. Hann var í borginni til að vera viðstaddur jarðarför Elísabetar II Bretlandsdrottningar en jarðarförin fór fram á mánudaginn. Með söngnum hafði fylgdarliðið ætlað að votta drottningunni virðingu sína og því fannst þeim við hæfi að velja lag með hljómsveitinni Queen. Trudeau var einmitt að syngja eitt þeirra allra vinsælasta lag, Bohemian Rhapsody, þegar myndbandið var tekið. Last night at the Savoy. Our PM in the UK representing Canada for the Queen s funeral. How do you say you were a drama teacher without saying you were a drama teacher. pic.twitter.com/kfRlve7pmV— Lisa Power (@LisaPow33260238) September 19, 2022 Pólitískir andstæðingar Trudeau og fleiri hafa gagnrýnt hann fyrir sönginn, þó ekki vegna slæmrar raddar, heldur hafa þeir varpað fram spurningunni hvort lagavalið hafi verið við hæfi. „Í alvörunni, hann er forsætisráðherrann, á almannafæri, stutt í jarðarför drottningarinnar og það er svona sem hann hagar sér?“ skrifaði Andrew Coyne, blaðamaður, á Twitter-síðu sína. Þá hafa andstæðingar Trudeau ýtt undir kenningu um að hann hafi verið drukkinn umrætt kvöld. Talsmaður forsætisráðherrans segir hann ekki hafa gert neitt af sér með því að syngja lagið, hann hafi einungis verið að votta drottningunni virðingu sína. Trudeau og fylgdarlið hans hafi sungið fjölda laga saman og verið alls í tvo klukkutíma við píanóið. Kanada Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Söngurinn náðist á myndband eftir að Trudeau hafði snætt kvöldmat ásamt fylgdarliði sínu í London á laugardagskvöld. Hann var í borginni til að vera viðstaddur jarðarför Elísabetar II Bretlandsdrottningar en jarðarförin fór fram á mánudaginn. Með söngnum hafði fylgdarliðið ætlað að votta drottningunni virðingu sína og því fannst þeim við hæfi að velja lag með hljómsveitinni Queen. Trudeau var einmitt að syngja eitt þeirra allra vinsælasta lag, Bohemian Rhapsody, þegar myndbandið var tekið. Last night at the Savoy. Our PM in the UK representing Canada for the Queen s funeral. How do you say you were a drama teacher without saying you were a drama teacher. pic.twitter.com/kfRlve7pmV— Lisa Power (@LisaPow33260238) September 19, 2022 Pólitískir andstæðingar Trudeau og fleiri hafa gagnrýnt hann fyrir sönginn, þó ekki vegna slæmrar raddar, heldur hafa þeir varpað fram spurningunni hvort lagavalið hafi verið við hæfi. „Í alvörunni, hann er forsætisráðherrann, á almannafæri, stutt í jarðarför drottningarinnar og það er svona sem hann hagar sér?“ skrifaði Andrew Coyne, blaðamaður, á Twitter-síðu sína. Þá hafa andstæðingar Trudeau ýtt undir kenningu um að hann hafi verið drukkinn umrætt kvöld. Talsmaður forsætisráðherrans segir hann ekki hafa gert neitt af sér með því að syngja lagið, hann hafi einungis verið að votta drottningunni virðingu sína. Trudeau og fylgdarlið hans hafi sungið fjölda laga saman og verið alls í tvo klukkutíma við píanóið.
Kanada Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira