Íbúðaverð lækkar á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. september 2022 10:08 Fasteignamarkaðurinn virðist vera farinn að kólna. Vísir/Vilhelm Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,4 prósent á milli mánaða í ágúst. Er það í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019 sem vísitalan lækkar. Hagfræðideild Landsbankans telur að þetta sé skýrt merki um að fasteignamarkaðurinn sé farinn að kólna. Gríðarlegar hækkanir á fasteignaverði hafa verið undanfarin misseri. Til að mynda mælist vegin árshækkun íbúðarverðs 23 prósent. Þessi tala er þó á niðurleið en í júlí mældist þessi hækkum 25,4 prósent. Vísitala húsnæðisverðs byggir á þriggja mánaða hlaupandi meðaltali mánaðarlegra gagna um þinglýsta kaupsamninga um íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu. „Samkvæmt nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) lækkaði vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu um 0,4% milli júlí og ágúst. Þetta er í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019 sem íbúðaverð lækkar milli mánaða og mesta lækkun sem hefur mælst síðan í febrúar 2019 þegar vísitalan lækkaði um 1% milli mánaða,“ segir á vef Landsbankans. Staðfesting þess að markaðurinn sé farinn að kólna Þar er jafn framt bent á það að á fyrri árshelmingi ársins hafi mánaðarlegar hækkanir mælst á bilinu 2,2 til þrjú prósent. Í júli fór að hægja á þessari þróun þegar mánaðarleg hækkun mældist 1,1 prósent. Nú, í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019, lækkar vísitala húsnæðisverðs á milli mánaða. „Mælingin nú er enn frekari staðfesting á því að markaður sé farinn að kólna og mögulega hraðar en spár gera ráð fyrir,“ segir á vef Landsbankans. Ákveðinn fyrirvari er þó settur á gagnsemi þess að draga of miklar ályktanir út frá þessari lækkun. „Það sama gildir um þróun á íbúðaverði almennt, að varasamt er að draga of miklar ályktanir út frá einni mælingu. Þó íbúðaverð lækki lítillega milli mánaða nú er ekki endilega víst að sú þróun haldi áfram. Hagfræðideild hefur verið þeirra skoðunar að rólegri tíð sé framundan á fasteignamarkaði með hóflegum hækkunum milli mánaða, mun minni en sáust á fyrri mánuðum þessa árs, og er sú skoðun óbreytt þrátt fyrir lítilsháttar lækkun milli mánaða nú.“ Hagfræðideildin hefur einnig birt nýja og uppfærða verðbólguspá. Gerir hún nú ráð fyrir því að verðbólga á fjórða ársfjórðungi verði 8,8 prósent, en áður var spáð 9 prósent verðbólgu. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Seðlabankinn Landsbankinn Neytendur Tengdar fréttir Aðgerðir Seðlabankans farnar að hafa áhrif Hækkun vísitölu íbúðaverðs í fjölbýli hækkaði um 0,5 prósent milli mánaða en í sérbýli um 3,7 prósent. Hagfræðideild Landsbankans telur þetta vera merki um að aðgerðir Seðlabankans til þess að bæta fasteignamarkaðinn séu að virka. 17. ágúst 2022 10:49 Vísitala íbúðaverðs ekki hækkað minna síðan í janúar Vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu var 941 í júní og hækkaði um 2,2 prósent á milli mánaða. Minni hækkun hefur ekki orðið á milli mánaða síðan í janúar á þessu ári en þá var hún 1,7 prósent. 19. júlí 2022 22:31 Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira
Gríðarlegar hækkanir á fasteignaverði hafa verið undanfarin misseri. Til að mynda mælist vegin árshækkun íbúðarverðs 23 prósent. Þessi tala er þó á niðurleið en í júlí mældist þessi hækkum 25,4 prósent. Vísitala húsnæðisverðs byggir á þriggja mánaða hlaupandi meðaltali mánaðarlegra gagna um þinglýsta kaupsamninga um íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu. „Samkvæmt nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) lækkaði vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu um 0,4% milli júlí og ágúst. Þetta er í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019 sem íbúðaverð lækkar milli mánaða og mesta lækkun sem hefur mælst síðan í febrúar 2019 þegar vísitalan lækkaði um 1% milli mánaða,“ segir á vef Landsbankans. Staðfesting þess að markaðurinn sé farinn að kólna Þar er jafn framt bent á það að á fyrri árshelmingi ársins hafi mánaðarlegar hækkanir mælst á bilinu 2,2 til þrjú prósent. Í júli fór að hægja á þessari þróun þegar mánaðarleg hækkun mældist 1,1 prósent. Nú, í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019, lækkar vísitala húsnæðisverðs á milli mánaða. „Mælingin nú er enn frekari staðfesting á því að markaður sé farinn að kólna og mögulega hraðar en spár gera ráð fyrir,“ segir á vef Landsbankans. Ákveðinn fyrirvari er þó settur á gagnsemi þess að draga of miklar ályktanir út frá þessari lækkun. „Það sama gildir um þróun á íbúðaverði almennt, að varasamt er að draga of miklar ályktanir út frá einni mælingu. Þó íbúðaverð lækki lítillega milli mánaða nú er ekki endilega víst að sú þróun haldi áfram. Hagfræðideild hefur verið þeirra skoðunar að rólegri tíð sé framundan á fasteignamarkaði með hóflegum hækkunum milli mánaða, mun minni en sáust á fyrri mánuðum þessa árs, og er sú skoðun óbreytt þrátt fyrir lítilsháttar lækkun milli mánaða nú.“ Hagfræðideildin hefur einnig birt nýja og uppfærða verðbólguspá. Gerir hún nú ráð fyrir því að verðbólga á fjórða ársfjórðungi verði 8,8 prósent, en áður var spáð 9 prósent verðbólgu.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Seðlabankinn Landsbankinn Neytendur Tengdar fréttir Aðgerðir Seðlabankans farnar að hafa áhrif Hækkun vísitölu íbúðaverðs í fjölbýli hækkaði um 0,5 prósent milli mánaða en í sérbýli um 3,7 prósent. Hagfræðideild Landsbankans telur þetta vera merki um að aðgerðir Seðlabankans til þess að bæta fasteignamarkaðinn séu að virka. 17. ágúst 2022 10:49 Vísitala íbúðaverðs ekki hækkað minna síðan í janúar Vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu var 941 í júní og hækkaði um 2,2 prósent á milli mánaða. Minni hækkun hefur ekki orðið á milli mánaða síðan í janúar á þessu ári en þá var hún 1,7 prósent. 19. júlí 2022 22:31 Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira
Aðgerðir Seðlabankans farnar að hafa áhrif Hækkun vísitölu íbúðaverðs í fjölbýli hækkaði um 0,5 prósent milli mánaða en í sérbýli um 3,7 prósent. Hagfræðideild Landsbankans telur þetta vera merki um að aðgerðir Seðlabankans til þess að bæta fasteignamarkaðinn séu að virka. 17. ágúst 2022 10:49
Vísitala íbúðaverðs ekki hækkað minna síðan í janúar Vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu var 941 í júní og hækkaði um 2,2 prósent á milli mánaða. Minni hækkun hefur ekki orðið á milli mánaða síðan í janúar á þessu ári en þá var hún 1,7 prósent. 19. júlí 2022 22:31