Sjálfbærni felur í sér ótal tækifæri Sara Pálsdóttir skrifar 21. september 2022 09:01 Sjálfbærni, og þá ekki síst loftslagsmál og samfélagsleg málefni, verður meðal aðalviðfangsefna okkar næstu áratugina. Samfélög gera sífellt ríkari kröfur á að fyrirtæki sýni samfélagslegan ávinning af starfsemi sinni, ekki síður en fjárhagslegan. Í því samhengi er mikilvægt að við lítum ekki á sjálfbærnimál sem fjötur um fót heldur horfum á tækifærin sem fylgja þeim og hvernig við náum sem bestum árangri í breyttu umhverfi. Landsbankinn stendur nú í vikunni fyrir sínum fyrsta sjálfbærnidegi. Við höfum fengið fjölda fólks að borðinu og aðalræðumaður dagsins er Tjeerd Krumpelman. Hann er alþjóðasviðstjóri í sjálfbærni hjá ABN AMRO banka sem náð hefur aðdáunarverðum árangri í að samþætta sjálfbærni allri sinni kjarnastarfsemi og vinna að sameiginlegum ávinningi bankans, viðskiptavina og umheimsins. Betri árangur í rekstri með sjálfbærni Meginviðfangsefni sjálfbærnidagsins í ár er einmitt hvernig hægt er að ná betri árangri í fjárfestingum og rekstri fyrirtækja með sjálfbærri hugsun. Það felast nefnilega ótal tækifæri í sjálfbærni og margt sem bendir til þess að þau fyrirtæki sem tileinka sér sjálfbærni og samþætta hana kjarnastarfsemi sinni skili til lengdar betri árangri. Þetta getur t.d. falist í auknu trausti og minni orðsporsáhættu, en ekki síst og í síauknum mæli betra aðgengi að fjármögnun. Fyrir fyrirtæki eins og Landsbankann blasir það við að velgengni hans byggir á velgengni samfélagsins sem hann starfar í. Sjálfbærni er því aðeins eðlilegur hluti af því að bankinn geti unnið að ávinningi fyrir eigendur sína, viðskiptavini og samfélagið um langa framtíð. Svo þetta geti gerst þurfum við að tengja sjálfbærni inn í allt sem við gerum og auka tengsl starfsfólks, viðskiptavina og almennings. Ef við höfum sama skilning á vegferðinni og vinnum að sama markmiði aukast möguleikar okkar á að ná því til muna. Þetta er einmitt eitt af hlutverkum Samfélagsins, nýs sviðs hjá Landsbankanum sem ég hef verið fengin til að leiða. Þar vinnum við að því að skapa og efla jákvæð tengsl bankans við viðskiptavini og starfsfólk. Sjálfbærnimerki Landsbankans, sem veitt er fyrirtækjum sem standast kröfur um sjálfbær verkefni, og sjálfbærnistyrkir til metnaðarfullra frumkvöðlaverkefna á sviði sjálfbærni eru dæmi um hvernig við hvetjum samstarfsaðila okkar til góðra verka og löðum fram hugmyndir. Það býr mikill kraftur í því að efla samtal og skapa fleiri tengingar milli ólíkra hópa. Markmiðið með sjálfbærnideginum er einmitt að stuðla að slíku samtali, hittast og heyra skoðanir. Hjálpum viðskiptavinum okkar að standast kröfur samtímans Hluti af því að viðhalda góðum tengslum bankans við viðskiptavini okkar og samfélag út um allt land er að miðla upplýsingum og aðstoða viðskiptavini okkar við að búa sig undir framtíðina. Við hjálpum viðskiptavinum okkar auðvitað að standast kröfur samtímans, sjá tækifærin og gerum þeim kleift að grípa þau. Sjálfbærniþættir hafa í för með sér mikil tækifæri, en munu sömuleiðis í síauknum mæli fela í sér nýjar reglur, kvaðir og ramma fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Okkar hlutverk er þá að vera til staðar og aðstoða viðskiptavini okkar, m.a. með því að bjóða leiðir og þjónustu sem hjálpa þeim að taka næstu skref inn í bjartari framtíð. Sjálfbærni og samfélagsleg málefni eru þannig ekki kvíðaefni, ógn eða óviðkomandi daglegum rekstri, heldur einmitt þættir sem eru nátengdir daglegri starfsemi. Þegar við tölum um samfélag erum við í raun að tala um viðskiptavini, eigendur og starfsumhverfið okkar. Þegar við tölum um sjálfbærni erum við að tala um að starfsemi okkar sé í jafnvægi og að við getum tryggt aðgengi að auðlindum og samfélagslegum gæðum um langa framtíð. Verkefni okkar á næstunni eru því að halda áfram að leiða saman fólk, fá nýjar hugmyndir, fræðast og læra um það hvernig nýr veruleiki getur orðið jákvætt skref í átt að aukinni velgengni. Nánari upplýsingar um sjálfbærnidag Landsbankans, dagskrá og tengil á streymi er að finna á landsbankinn.is. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags hjá Landsbankanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsbankinn Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfbærni, og þá ekki síst loftslagsmál og samfélagsleg málefni, verður meðal aðalviðfangsefna okkar næstu áratugina. Samfélög gera sífellt ríkari kröfur á að fyrirtæki sýni samfélagslegan ávinning af starfsemi sinni, ekki síður en fjárhagslegan. Í því samhengi er mikilvægt að við lítum ekki á sjálfbærnimál sem fjötur um fót heldur horfum á tækifærin sem fylgja þeim og hvernig við náum sem bestum árangri í breyttu umhverfi. Landsbankinn stendur nú í vikunni fyrir sínum fyrsta sjálfbærnidegi. Við höfum fengið fjölda fólks að borðinu og aðalræðumaður dagsins er Tjeerd Krumpelman. Hann er alþjóðasviðstjóri í sjálfbærni hjá ABN AMRO banka sem náð hefur aðdáunarverðum árangri í að samþætta sjálfbærni allri sinni kjarnastarfsemi og vinna að sameiginlegum ávinningi bankans, viðskiptavina og umheimsins. Betri árangur í rekstri með sjálfbærni Meginviðfangsefni sjálfbærnidagsins í ár er einmitt hvernig hægt er að ná betri árangri í fjárfestingum og rekstri fyrirtækja með sjálfbærri hugsun. Það felast nefnilega ótal tækifæri í sjálfbærni og margt sem bendir til þess að þau fyrirtæki sem tileinka sér sjálfbærni og samþætta hana kjarnastarfsemi sinni skili til lengdar betri árangri. Þetta getur t.d. falist í auknu trausti og minni orðsporsáhættu, en ekki síst og í síauknum mæli betra aðgengi að fjármögnun. Fyrir fyrirtæki eins og Landsbankann blasir það við að velgengni hans byggir á velgengni samfélagsins sem hann starfar í. Sjálfbærni er því aðeins eðlilegur hluti af því að bankinn geti unnið að ávinningi fyrir eigendur sína, viðskiptavini og samfélagið um langa framtíð. Svo þetta geti gerst þurfum við að tengja sjálfbærni inn í allt sem við gerum og auka tengsl starfsfólks, viðskiptavina og almennings. Ef við höfum sama skilning á vegferðinni og vinnum að sama markmiði aukast möguleikar okkar á að ná því til muna. Þetta er einmitt eitt af hlutverkum Samfélagsins, nýs sviðs hjá Landsbankanum sem ég hef verið fengin til að leiða. Þar vinnum við að því að skapa og efla jákvæð tengsl bankans við viðskiptavini og starfsfólk. Sjálfbærnimerki Landsbankans, sem veitt er fyrirtækjum sem standast kröfur um sjálfbær verkefni, og sjálfbærnistyrkir til metnaðarfullra frumkvöðlaverkefna á sviði sjálfbærni eru dæmi um hvernig við hvetjum samstarfsaðila okkar til góðra verka og löðum fram hugmyndir. Það býr mikill kraftur í því að efla samtal og skapa fleiri tengingar milli ólíkra hópa. Markmiðið með sjálfbærnideginum er einmitt að stuðla að slíku samtali, hittast og heyra skoðanir. Hjálpum viðskiptavinum okkar að standast kröfur samtímans Hluti af því að viðhalda góðum tengslum bankans við viðskiptavini okkar og samfélag út um allt land er að miðla upplýsingum og aðstoða viðskiptavini okkar við að búa sig undir framtíðina. Við hjálpum viðskiptavinum okkar auðvitað að standast kröfur samtímans, sjá tækifærin og gerum þeim kleift að grípa þau. Sjálfbærniþættir hafa í för með sér mikil tækifæri, en munu sömuleiðis í síauknum mæli fela í sér nýjar reglur, kvaðir og ramma fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Okkar hlutverk er þá að vera til staðar og aðstoða viðskiptavini okkar, m.a. með því að bjóða leiðir og þjónustu sem hjálpa þeim að taka næstu skref inn í bjartari framtíð. Sjálfbærni og samfélagsleg málefni eru þannig ekki kvíðaefni, ógn eða óviðkomandi daglegum rekstri, heldur einmitt þættir sem eru nátengdir daglegri starfsemi. Þegar við tölum um samfélag erum við í raun að tala um viðskiptavini, eigendur og starfsumhverfið okkar. Þegar við tölum um sjálfbærni erum við að tala um að starfsemi okkar sé í jafnvægi og að við getum tryggt aðgengi að auðlindum og samfélagslegum gæðum um langa framtíð. Verkefni okkar á næstunni eru því að halda áfram að leiða saman fólk, fá nýjar hugmyndir, fræðast og læra um það hvernig nýr veruleiki getur orðið jákvætt skref í átt að aukinni velgengni. Nánari upplýsingar um sjálfbærnidag Landsbankans, dagskrá og tengil á streymi er að finna á landsbankinn.is. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags hjá Landsbankanum.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun