Fyrrverandi þingmaður sér eftir sínum hlut í Landsdómsmálinu Árni Sæberg skrifar 19. september 2022 21:18 Magnús Orri hefur beðist afsökunar á aðkomu sinni að Landsdómsmálinu. Í því var Geir H. Haarde einn sakfelldur. Vísir Magnús Orri Marínarson Schram átti sæti í nefnd þingmanna sem fjallaði um Rannsóknarskýrslu Alþingis sem unnin var eftir bankahrunið árið 2008. Hans afstaða var sú, á meðan hann sat í nefndinni, að rétt væri að vísa málum þriggja ráðherra ríkisstjórnar Geirs H. Haarde til Landsdóms. Þeirri afstöðu sér hann nú eftir. Þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var níu manna þingmannanefnd skipuð miðað við þingstyrk flokka á löggjafarþinginu sem kosið var í kjölfar þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var felld árið 2009. Niðurstöður Rannsóknarskýrslunnar voru meðal annars þær að ráðherrarnir fyrrverandi Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra, Geir H. Haarde forsætisráðherra og Björgvin G. Sigurðsson hefðu sýnt af sér vanrækslu í starfi með vítaverðu gáleysi. Þingmannanefndin tók afstöðu til þess hvort samþykkja ætti þingsályktunartillögu um að ráðherrarnir þrír, auk Ingibjörgar Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra, yrðu ákærðir fyrir Landsdómi. Vildi ákæra alla nema Björgvin Nefndarmenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar vildu að allir ráðherrarnir yrðu ákærðir, nefndarmenn Sjálfstæðisflokksins vildu ekki að neinn yrði ákærður. Nefndarmenn Samfylkingarinnar, þar á meðal Magnús Orri Marínarson Schram, vildu að allir utan Björgvins G. Sigurðssonar yrðu ákærðir. Magnús Orri mælti fyrir þingsályktunartillögu um að ráðherrarnir yrðu ákærðir. Þessu sér Magnús Orri nú eftir. „Ég vil biðjast afsökunar á mínum hlut í Landsdómsmálinu,“ svo hefst færsla sem Magnús Orri birti á Facebook í kvöld. „Fyrir tólf árum ákvað meirihluti Alþingis að vísa máli Geirs H. Haarde til landsdóms. Á þeim tíma sat ég á Alþingi og í nefnd þingmanna sem fjallaði um Rannsóknarskýrsluna og hvernig ætti að taka á lögum um ráðherraábyrgð. Mín afstaða var þá að rétt væri að vísa málum Geirs H. Haarde, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Árna M. Mathiesen til Landsdóms. Þeirri ákvörðun sé ég eftir,“ segir hann. Hann segist í dag vildi óska sér að hann hefði haft hugrekki til að tala fyrir því að umfjöllun um ábyrgð ráðherra hefði lokið á vettvangi nefndarinnar. Þingsályktunartillögur nefndarinnar voru lagðar fyrir þingið og fór það svo að ályktun um ákæru á hendur Geir H. Haarde var samþykkt með 33 atkvæðum gegn 30. Ályktanir um ákærur á hendur hinum ráðherrunum þremur voru felldar af þinginu. Geir var fyrir Landsdómi sakfelldur fyrir einn ákærulið af fjórum fyrir brot gegn 17. grein Stjórnarskrárinnar með því að hafa látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Honum var þó ekki gerð refsing. Hefur beðið hlutaðeigandi afsökunar „Ég er sannfærður um að þau sem voru til umfjöllunar – Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson, hafa unnið að heilindum við erfið störf í yfirþyrmandi aðstæðum. Ég hef persónulega beðið þau afsökunar á ábyrgð minni og vil einnig gera það hér, með opinberum hætti. Ég var nýlega spurður að því hvort ég væri enn sömu skoðunar varðandi ákvörðun nefndarinnar og Alþingis, um að vísa málum ráðherranna til Landsdóms og svarið er að ég er það ekki. Málið hefur lengi hvílt þungt á mér og þótt ekki sé hægt að taka aftur þessi mistök þá er mikilvægt að gangast við þeim,“ segir Magnús Orri. Hrunið Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Sakfelling kom ekki á óvart Andri Árnason, verjandi Geirs Haarde, segir að hann hafi alltaf gert ráð fyrir að það gæti myndast meirihluti í Landsdómi sem ekki myndi vilja sýkna alveg í málinu. Geir var í gær sakfelldur fyrir brot gegn 17. grein stjórnarskrárinnar um að hafa látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Geir var sýknaður í þremur liðum ákærunnar 24. apríl 2012 10:58 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var níu manna þingmannanefnd skipuð miðað við þingstyrk flokka á löggjafarþinginu sem kosið var í kjölfar þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var felld árið 2009. Niðurstöður Rannsóknarskýrslunnar voru meðal annars þær að ráðherrarnir fyrrverandi Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra, Geir H. Haarde forsætisráðherra og Björgvin G. Sigurðsson hefðu sýnt af sér vanrækslu í starfi með vítaverðu gáleysi. Þingmannanefndin tók afstöðu til þess hvort samþykkja ætti þingsályktunartillögu um að ráðherrarnir þrír, auk Ingibjörgar Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra, yrðu ákærðir fyrir Landsdómi. Vildi ákæra alla nema Björgvin Nefndarmenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar vildu að allir ráðherrarnir yrðu ákærðir, nefndarmenn Sjálfstæðisflokksins vildu ekki að neinn yrði ákærður. Nefndarmenn Samfylkingarinnar, þar á meðal Magnús Orri Marínarson Schram, vildu að allir utan Björgvins G. Sigurðssonar yrðu ákærðir. Magnús Orri mælti fyrir þingsályktunartillögu um að ráðherrarnir yrðu ákærðir. Þessu sér Magnús Orri nú eftir. „Ég vil biðjast afsökunar á mínum hlut í Landsdómsmálinu,“ svo hefst færsla sem Magnús Orri birti á Facebook í kvöld. „Fyrir tólf árum ákvað meirihluti Alþingis að vísa máli Geirs H. Haarde til landsdóms. Á þeim tíma sat ég á Alþingi og í nefnd þingmanna sem fjallaði um Rannsóknarskýrsluna og hvernig ætti að taka á lögum um ráðherraábyrgð. Mín afstaða var þá að rétt væri að vísa málum Geirs H. Haarde, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Árna M. Mathiesen til Landsdóms. Þeirri ákvörðun sé ég eftir,“ segir hann. Hann segist í dag vildi óska sér að hann hefði haft hugrekki til að tala fyrir því að umfjöllun um ábyrgð ráðherra hefði lokið á vettvangi nefndarinnar. Þingsályktunartillögur nefndarinnar voru lagðar fyrir þingið og fór það svo að ályktun um ákæru á hendur Geir H. Haarde var samþykkt með 33 atkvæðum gegn 30. Ályktanir um ákærur á hendur hinum ráðherrunum þremur voru felldar af þinginu. Geir var fyrir Landsdómi sakfelldur fyrir einn ákærulið af fjórum fyrir brot gegn 17. grein Stjórnarskrárinnar með því að hafa látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Honum var þó ekki gerð refsing. Hefur beðið hlutaðeigandi afsökunar „Ég er sannfærður um að þau sem voru til umfjöllunar – Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson, hafa unnið að heilindum við erfið störf í yfirþyrmandi aðstæðum. Ég hef persónulega beðið þau afsökunar á ábyrgð minni og vil einnig gera það hér, með opinberum hætti. Ég var nýlega spurður að því hvort ég væri enn sömu skoðunar varðandi ákvörðun nefndarinnar og Alþingis, um að vísa málum ráðherranna til Landsdóms og svarið er að ég er það ekki. Málið hefur lengi hvílt þungt á mér og þótt ekki sé hægt að taka aftur þessi mistök þá er mikilvægt að gangast við þeim,“ segir Magnús Orri.
Hrunið Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Sakfelling kom ekki á óvart Andri Árnason, verjandi Geirs Haarde, segir að hann hafi alltaf gert ráð fyrir að það gæti myndast meirihluti í Landsdómi sem ekki myndi vilja sýkna alveg í málinu. Geir var í gær sakfelldur fyrir brot gegn 17. grein stjórnarskrárinnar um að hafa látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Geir var sýknaður í þremur liðum ákærunnar 24. apríl 2012 10:58 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Sakfelling kom ekki á óvart Andri Árnason, verjandi Geirs Haarde, segir að hann hafi alltaf gert ráð fyrir að það gæti myndast meirihluti í Landsdómi sem ekki myndi vilja sýkna alveg í málinu. Geir var í gær sakfelldur fyrir brot gegn 17. grein stjórnarskrárinnar um að hafa látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Geir var sýknaður í þremur liðum ákærunnar 24. apríl 2012 10:58