Dvaldi í Leifsstöð í tvær vikur Árni Sæberg skrifar 19. september 2022 19:46 Flestir Íslendingar hafa komið í Leifsstöð en ósennilegt er að margir hafi dvalið þar í heilar tvær vikur. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti nýverið úrskurð héraðsdóms þess efnis að karlmaður skyldi nauðungarvistaður á geðdeild í allt að 21 sólarhring. Hann hefur verið á geðdeild frá því að lögregla fylgdi honum þangað úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þar hafði hann haldið til í tvær vikur eftir að hafa misst af flugi. Í staðfestum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur segir að maðurinn, sem samkvæmt heimildum fréttstofu er Íri, hafi að sögn lögreglu dvalið í Leifsstöð frá 16. ágúst síðastliðnum til 30. ágúst þegar lögregla færði hann á geðdeild að tilmælum bráðalæknis í Keflavík. Sýslumaður ákvað svo fyrsta dag septembermánaðar að maðurinn skyldi sæta nauðungarvistun á geðdeild í þrjár vikur. Maðurinn hafi að eigin sögn misst af flugi til Bandaríkjanna og síðan ekki komist þangað vegna skorts á vegabréfsáritun eða ESTA-heimild. Þá hafi hann að sögn lögreglu verið ósamvinnuþýður og ekki gefið upp neinar upplýsingar um sig utan þess að hafa sagst vera giftur heimsþekktum, nafngreindum áhrifavaldi sem hygðist útvega honum fé fyrir flugi til Bandaríkjanna. Nauðungarvistun óhjákvæmileg Í vottorði geðlæknis kom fram að maðurinn væri rólegur og ekki ógnandi en hann standi í dyrum herbergis síns, gefi ekki aðrar upplýsingar um fjölskylduhagi en að hann búi einn og gefi engar skýringar eða upplýsingar um ástand sitt, ýmist svari ekki spurningum eða svari þeim neitandi. Fram kemur að hegðun hans sé óvenjuleg og það séu vísbendingar um geðrof. Þá séu taldar verulegar líkur séu á að maðurinn sé haldinn geðklofa og því sé nánara mat og nauðungarvistun óhjákvæmileg. Á þetta mat féllst núverandi meðferðarlæknir mannsins. Í niðurstöðum héraðsdóms segir að það þyki nægilega sannað að verulegar líkur séu á því að maðurinn sé haldinn alvarlegum geðsjúkdómi. Þá eigi hann ekki í nein hús að venda hér á landi og hafi ekki burði til að koma sér til síns heimalands. Því verði ekki séð að vægari úrræði en nauðungarvistun séu tæk til að tryggja að ástand hans verði rannsakað, þannig að hann fái eftir atvikum viðeigandi lyfjagjöf, aðstoð, meðferð og eftirfylgni svo færa megi líðan hans til betri vegar og hjálpa honum að komast aftur til síns heima. Því féllst héraðsdómur ekki á kröfu mannsins um að nauðungarvistun hans, sem komið var á með ákvörðun sýslumanns, yrði aflétt. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Dómsmál Geðheilbrigði Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Sjá meira
Í staðfestum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur segir að maðurinn, sem samkvæmt heimildum fréttstofu er Íri, hafi að sögn lögreglu dvalið í Leifsstöð frá 16. ágúst síðastliðnum til 30. ágúst þegar lögregla færði hann á geðdeild að tilmælum bráðalæknis í Keflavík. Sýslumaður ákvað svo fyrsta dag septembermánaðar að maðurinn skyldi sæta nauðungarvistun á geðdeild í þrjár vikur. Maðurinn hafi að eigin sögn misst af flugi til Bandaríkjanna og síðan ekki komist þangað vegna skorts á vegabréfsáritun eða ESTA-heimild. Þá hafi hann að sögn lögreglu verið ósamvinnuþýður og ekki gefið upp neinar upplýsingar um sig utan þess að hafa sagst vera giftur heimsþekktum, nafngreindum áhrifavaldi sem hygðist útvega honum fé fyrir flugi til Bandaríkjanna. Nauðungarvistun óhjákvæmileg Í vottorði geðlæknis kom fram að maðurinn væri rólegur og ekki ógnandi en hann standi í dyrum herbergis síns, gefi ekki aðrar upplýsingar um fjölskylduhagi en að hann búi einn og gefi engar skýringar eða upplýsingar um ástand sitt, ýmist svari ekki spurningum eða svari þeim neitandi. Fram kemur að hegðun hans sé óvenjuleg og það séu vísbendingar um geðrof. Þá séu taldar verulegar líkur séu á að maðurinn sé haldinn geðklofa og því sé nánara mat og nauðungarvistun óhjákvæmileg. Á þetta mat féllst núverandi meðferðarlæknir mannsins. Í niðurstöðum héraðsdóms segir að það þyki nægilega sannað að verulegar líkur séu á því að maðurinn sé haldinn alvarlegum geðsjúkdómi. Þá eigi hann ekki í nein hús að venda hér á landi og hafi ekki burði til að koma sér til síns heimalands. Því verði ekki séð að vægari úrræði en nauðungarvistun séu tæk til að tryggja að ástand hans verði rannsakað, þannig að hann fái eftir atvikum viðeigandi lyfjagjöf, aðstoð, meðferð og eftirfylgni svo færa megi líðan hans til betri vegar og hjálpa honum að komast aftur til síns heima. Því féllst héraðsdómur ekki á kröfu mannsins um að nauðungarvistun hans, sem komið var á með ákvörðun sýslumanns, yrði aflétt.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Dómsmál Geðheilbrigði Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Sjá meira