Borðaði þrjú kíló af avókadó í þrjátíu klukkutíma hlaupi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. september 2022 23:00 Kristján Svan Eymundsson hljóp 214 kílómetra á 32 klukkutímum, hér er hann ásamt sínum besta vin og hundtrygga aðstoðarmanni. Sigurvegari Bakgarðs náttúruhlaupa um helgina borðaði um þrjú kíló af Avocado á þeim þrjátíu klukkutímum sem hlaupið stóð yfir. Hann hljóp fjórum sinnum lengra en hann hefur nokkurn tímann gert. Bakgarðshlaupið fór fram um helgina. Sigurvegarinn Kristján Svanur Eymundsson hljóp rúma 214 kílómetra á um þrjátíu klukkutímum. Í dag hafði hann eitt plan, að fá sér hamborgara á Hamborgarabúllu Tómasar. Kristján Svanur lét sér það nægja að keyra á búlluna þó hann sé að eigin sögn nokkuð góður í líkamanum eftir átökin. Vinur hans Gunnar Smári stóð vaktina með sigurvegaranum og sá um að styðja hann, vökva, næra og vera honum innan handar með hvaðeina - og á meðan Kristján hljóp þá reyndi Gunnar að leggja sig. „Hann hleypur svolítið hratt þannig ég fékk stutta lögn,“ sagði Gunnar Smári Sigurgeirsson. Sigurvegarinn á hlaupum.Þorsteinn Roy Gunnar segir að Kristján hafi valið nokkuð einsleita og skothelda fæðu í hlaupinu. „Það var avókadó númer eitt, tvö og þrjú. Hann var með sitt lítið af hverju en avókadóið var sterkasti punkturinn og það fóru þrjú kíló af avókadó í hann. Þannig það var slatti.“ Mikil bæting Kristján sem stefndi á sigur hafði fyrir hlaupið farið lengst 55 kílómetra. „Þannig þetta var fjórföldun á því held ég, þannig þetta var svolítil bæting,“ sagði Kristján Svanur. Gunnar Smári hjálpaði Kristjáni á milli hringja.Þorsteinn roy Hann segir stuðninginn skipta öllu máli í svona hlaupi. „Það eru allir tilbúnir að peppa og hrósa hvor öðrum þó að þetta sé í grunninn einstaklingsíþrótt þá er þetta svo miklu meira en það.“ Baráttan um sigurinn var á milli Kristjáns og Marlena Radiziszewska. Kristján segir að tilfinningin hafi verið ótrúlega þegar honum var tilkynnt að Marlena væri hætt keppni. „Þegar maður kemur í mark þá náttúrulega brotnar maður bara niður og erfitt að koma upp orðum. Það var gjörsamlega frábært að upplifa þetta augnablik enda búinn að bíða eftir því í nokkra klukkutíma.“ Alvöru bikar fyrir alvöru íþróttamann.Þorsteinn Roy Ertu stoltur af honum? „Heldur betur. Tilfinningin sem ég fékk þegar ég sá að hún hætti var ólýsanleg, þannig það var þess virði að vera vakandi í 35 tíma,“ sagði Gunnar Smári. Sannarlega gott að eiga góða að.Þorsteinn Roy Hlaup Heilsa Bakgarðshlaup Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Sjá meira
Bakgarðshlaupið fór fram um helgina. Sigurvegarinn Kristján Svanur Eymundsson hljóp rúma 214 kílómetra á um þrjátíu klukkutímum. Í dag hafði hann eitt plan, að fá sér hamborgara á Hamborgarabúllu Tómasar. Kristján Svanur lét sér það nægja að keyra á búlluna þó hann sé að eigin sögn nokkuð góður í líkamanum eftir átökin. Vinur hans Gunnar Smári stóð vaktina með sigurvegaranum og sá um að styðja hann, vökva, næra og vera honum innan handar með hvaðeina - og á meðan Kristján hljóp þá reyndi Gunnar að leggja sig. „Hann hleypur svolítið hratt þannig ég fékk stutta lögn,“ sagði Gunnar Smári Sigurgeirsson. Sigurvegarinn á hlaupum.Þorsteinn Roy Gunnar segir að Kristján hafi valið nokkuð einsleita og skothelda fæðu í hlaupinu. „Það var avókadó númer eitt, tvö og þrjú. Hann var með sitt lítið af hverju en avókadóið var sterkasti punkturinn og það fóru þrjú kíló af avókadó í hann. Þannig það var slatti.“ Mikil bæting Kristján sem stefndi á sigur hafði fyrir hlaupið farið lengst 55 kílómetra. „Þannig þetta var fjórföldun á því held ég, þannig þetta var svolítil bæting,“ sagði Kristján Svanur. Gunnar Smári hjálpaði Kristjáni á milli hringja.Þorsteinn roy Hann segir stuðninginn skipta öllu máli í svona hlaupi. „Það eru allir tilbúnir að peppa og hrósa hvor öðrum þó að þetta sé í grunninn einstaklingsíþrótt þá er þetta svo miklu meira en það.“ Baráttan um sigurinn var á milli Kristjáns og Marlena Radiziszewska. Kristján segir að tilfinningin hafi verið ótrúlega þegar honum var tilkynnt að Marlena væri hætt keppni. „Þegar maður kemur í mark þá náttúrulega brotnar maður bara niður og erfitt að koma upp orðum. Það var gjörsamlega frábært að upplifa þetta augnablik enda búinn að bíða eftir því í nokkra klukkutíma.“ Alvöru bikar fyrir alvöru íþróttamann.Þorsteinn Roy Ertu stoltur af honum? „Heldur betur. Tilfinningin sem ég fékk þegar ég sá að hún hætti var ólýsanleg, þannig það var þess virði að vera vakandi í 35 tíma,“ sagði Gunnar Smári. Sannarlega gott að eiga góða að.Þorsteinn Roy
Hlaup Heilsa Bakgarðshlaup Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Sjá meira