„Þá streymdu tárin strax niður kinnar mínar“ Snorri Másson skrifar 3. október 2022 07:10 Tárin streyma fram við að sjá þetta, segir danskur arkítekt um nýja sýningu sem opnuð hefur verið í Þjóðminjasafninu. Þar er yfirskriftin „Á elleftu stundu“ — en það var einmitt á elleftu stundu sem arkítektinn og kollegar hans drifu sig að mynda og mæla upp íslenska torfbæi á áttunda áratug síðustu aldar, áður en þeir urðu flestir tímanum að bráð. Jens Frederiksen arkítekt og ljósmyndari til vinstri og Poul Nedergaard Jensen arkítekt til hægri. Þeir rifja upp ferðir um landið fyrir hálfri öld á sýningu á Þjóðminjasafninu sem nú er í gangi. Frá landnámi og lengi framan af 19. öld voru torfhús helstu híbýli Íslendinga en upp úr 1970 var aðeins byggð eftir í örfáum torfbæjum. Engar alhliða áætlanir lágu fyrir um varðveislu húsanna og því var komið að endalokum þeirra fáu bæja sem eftir stóðu. Poul Nedergaard Jensen ungur arkítekt á Íslandi árið 1974.Aðsend mynd Um þetta leyti hófu Íslendingar en einkum danskir arkítektúrnemar að ferðast um landið til að skrásetja, mynda og mæla torfbæina sem eftir voru. Poul Nedergaard Jensen var ungur arkítekt sem tók þátt í ferðalögunum og það gerði Jens Frederiksen arkítekt og ljósmyndari líka. Jens Frederiksen arkítekt og ljósmyndari á Íslandi 1974. Um helgina, næstum því hálfri öld síðar, var opnuð sýning á Þjóðminjasafninu unnin upp úr þeim fjóru fermetrum af gögnum sem söfnuðust við vinnu arkítektanna á Íslandi. Þar voru félagarnir staddir. „Það er alveg magnað að sjá þessa sýningu núna, því þegar við komum hingað á fimmtudaginn var og kíktum á sýninguna sáum við t.d. tjaldið okkar. Þá streymdu tárin strax niður kinnar mínar,“ segir Poul Nedergaard í samtali við fréttastofu. Sýningin er afrakstur rannsókna Kirstinar Simonsen á efninu sem safnaðist í ferðum arkítektanna um landið á áttunda áratugnum. Þeir vildu forða sögu íslensku torfbæjunum frá gleymsku á tíma þar sem ekki allir áttuðu sig á þýðingu þessa arkítektúrs í Íslandssögunni. „Það mátti ekki tæpara standa hvað varðar þá bæi sem við unnum með því fólk var í þann veginn að flytja brott frá þeim sem enn var búið í og þeir yfirgefnu myndu brátt falla saman,“ segir Jens Frederiksen. Dæmi um torfbæ sem heimsóttur var voru Tyrfingsstaðir í Skagafirði, þar sem hópurinn fékk meðal annars að gista í torfbæ þar sem enn var sími. Poul minnist þess í viðtalinu hér að ofan að eitt sinn hringdi síminn í torfbænum en að þeir hafi sleppt því að svara, enda vitað að ekki væri verið að hringja til þeirra. Ljósmynd frá 1974. Poul undirbýr veislu. Tilefnið var sérstakt segir hann, þetta var alls ekki alltaf svona. Mun frekar bara þrotlaus vinna - en eftirminnilegur tími.Aðsend mynd Arkitektúr Danmörk Menning Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Jens Frederiksen arkítekt og ljósmyndari til vinstri og Poul Nedergaard Jensen arkítekt til hægri. Þeir rifja upp ferðir um landið fyrir hálfri öld á sýningu á Þjóðminjasafninu sem nú er í gangi. Frá landnámi og lengi framan af 19. öld voru torfhús helstu híbýli Íslendinga en upp úr 1970 var aðeins byggð eftir í örfáum torfbæjum. Engar alhliða áætlanir lágu fyrir um varðveislu húsanna og því var komið að endalokum þeirra fáu bæja sem eftir stóðu. Poul Nedergaard Jensen ungur arkítekt á Íslandi árið 1974.Aðsend mynd Um þetta leyti hófu Íslendingar en einkum danskir arkítektúrnemar að ferðast um landið til að skrásetja, mynda og mæla torfbæina sem eftir voru. Poul Nedergaard Jensen var ungur arkítekt sem tók þátt í ferðalögunum og það gerði Jens Frederiksen arkítekt og ljósmyndari líka. Jens Frederiksen arkítekt og ljósmyndari á Íslandi 1974. Um helgina, næstum því hálfri öld síðar, var opnuð sýning á Þjóðminjasafninu unnin upp úr þeim fjóru fermetrum af gögnum sem söfnuðust við vinnu arkítektanna á Íslandi. Þar voru félagarnir staddir. „Það er alveg magnað að sjá þessa sýningu núna, því þegar við komum hingað á fimmtudaginn var og kíktum á sýninguna sáum við t.d. tjaldið okkar. Þá streymdu tárin strax niður kinnar mínar,“ segir Poul Nedergaard í samtali við fréttastofu. Sýningin er afrakstur rannsókna Kirstinar Simonsen á efninu sem safnaðist í ferðum arkítektanna um landið á áttunda áratugnum. Þeir vildu forða sögu íslensku torfbæjunum frá gleymsku á tíma þar sem ekki allir áttuðu sig á þýðingu þessa arkítektúrs í Íslandssögunni. „Það mátti ekki tæpara standa hvað varðar þá bæi sem við unnum með því fólk var í þann veginn að flytja brott frá þeim sem enn var búið í og þeir yfirgefnu myndu brátt falla saman,“ segir Jens Frederiksen. Dæmi um torfbæ sem heimsóttur var voru Tyrfingsstaðir í Skagafirði, þar sem hópurinn fékk meðal annars að gista í torfbæ þar sem enn var sími. Poul minnist þess í viðtalinu hér að ofan að eitt sinn hringdi síminn í torfbænum en að þeir hafi sleppt því að svara, enda vitað að ekki væri verið að hringja til þeirra. Ljósmynd frá 1974. Poul undirbýr veislu. Tilefnið var sérstakt segir hann, þetta var alls ekki alltaf svona. Mun frekar bara þrotlaus vinna - en eftirminnilegur tími.Aðsend mynd
Arkitektúr Danmörk Menning Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira