„Þá streymdu tárin strax niður kinnar mínar“ Snorri Másson skrifar 3. október 2022 07:10 Tárin streyma fram við að sjá þetta, segir danskur arkítekt um nýja sýningu sem opnuð hefur verið í Þjóðminjasafninu. Þar er yfirskriftin „Á elleftu stundu“ — en það var einmitt á elleftu stundu sem arkítektinn og kollegar hans drifu sig að mynda og mæla upp íslenska torfbæi á áttunda áratug síðustu aldar, áður en þeir urðu flestir tímanum að bráð. Jens Frederiksen arkítekt og ljósmyndari til vinstri og Poul Nedergaard Jensen arkítekt til hægri. Þeir rifja upp ferðir um landið fyrir hálfri öld á sýningu á Þjóðminjasafninu sem nú er í gangi. Frá landnámi og lengi framan af 19. öld voru torfhús helstu híbýli Íslendinga en upp úr 1970 var aðeins byggð eftir í örfáum torfbæjum. Engar alhliða áætlanir lágu fyrir um varðveislu húsanna og því var komið að endalokum þeirra fáu bæja sem eftir stóðu. Poul Nedergaard Jensen ungur arkítekt á Íslandi árið 1974.Aðsend mynd Um þetta leyti hófu Íslendingar en einkum danskir arkítektúrnemar að ferðast um landið til að skrásetja, mynda og mæla torfbæina sem eftir voru. Poul Nedergaard Jensen var ungur arkítekt sem tók þátt í ferðalögunum og það gerði Jens Frederiksen arkítekt og ljósmyndari líka. Jens Frederiksen arkítekt og ljósmyndari á Íslandi 1974. Um helgina, næstum því hálfri öld síðar, var opnuð sýning á Þjóðminjasafninu unnin upp úr þeim fjóru fermetrum af gögnum sem söfnuðust við vinnu arkítektanna á Íslandi. Þar voru félagarnir staddir. „Það er alveg magnað að sjá þessa sýningu núna, því þegar við komum hingað á fimmtudaginn var og kíktum á sýninguna sáum við t.d. tjaldið okkar. Þá streymdu tárin strax niður kinnar mínar,“ segir Poul Nedergaard í samtali við fréttastofu. Sýningin er afrakstur rannsókna Kirstinar Simonsen á efninu sem safnaðist í ferðum arkítektanna um landið á áttunda áratugnum. Þeir vildu forða sögu íslensku torfbæjunum frá gleymsku á tíma þar sem ekki allir áttuðu sig á þýðingu þessa arkítektúrs í Íslandssögunni. „Það mátti ekki tæpara standa hvað varðar þá bæi sem við unnum með því fólk var í þann veginn að flytja brott frá þeim sem enn var búið í og þeir yfirgefnu myndu brátt falla saman,“ segir Jens Frederiksen. Dæmi um torfbæ sem heimsóttur var voru Tyrfingsstaðir í Skagafirði, þar sem hópurinn fékk meðal annars að gista í torfbæ þar sem enn var sími. Poul minnist þess í viðtalinu hér að ofan að eitt sinn hringdi síminn í torfbænum en að þeir hafi sleppt því að svara, enda vitað að ekki væri verið að hringja til þeirra. Ljósmynd frá 1974. Poul undirbýr veislu. Tilefnið var sérstakt segir hann, þetta var alls ekki alltaf svona. Mun frekar bara þrotlaus vinna - en eftirminnilegur tími.Aðsend mynd Arkitektúr Danmörk Menning Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Sjá meira
Jens Frederiksen arkítekt og ljósmyndari til vinstri og Poul Nedergaard Jensen arkítekt til hægri. Þeir rifja upp ferðir um landið fyrir hálfri öld á sýningu á Þjóðminjasafninu sem nú er í gangi. Frá landnámi og lengi framan af 19. öld voru torfhús helstu híbýli Íslendinga en upp úr 1970 var aðeins byggð eftir í örfáum torfbæjum. Engar alhliða áætlanir lágu fyrir um varðveislu húsanna og því var komið að endalokum þeirra fáu bæja sem eftir stóðu. Poul Nedergaard Jensen ungur arkítekt á Íslandi árið 1974.Aðsend mynd Um þetta leyti hófu Íslendingar en einkum danskir arkítektúrnemar að ferðast um landið til að skrásetja, mynda og mæla torfbæina sem eftir voru. Poul Nedergaard Jensen var ungur arkítekt sem tók þátt í ferðalögunum og það gerði Jens Frederiksen arkítekt og ljósmyndari líka. Jens Frederiksen arkítekt og ljósmyndari á Íslandi 1974. Um helgina, næstum því hálfri öld síðar, var opnuð sýning á Þjóðminjasafninu unnin upp úr þeim fjóru fermetrum af gögnum sem söfnuðust við vinnu arkítektanna á Íslandi. Þar voru félagarnir staddir. „Það er alveg magnað að sjá þessa sýningu núna, því þegar við komum hingað á fimmtudaginn var og kíktum á sýninguna sáum við t.d. tjaldið okkar. Þá streymdu tárin strax niður kinnar mínar,“ segir Poul Nedergaard í samtali við fréttastofu. Sýningin er afrakstur rannsókna Kirstinar Simonsen á efninu sem safnaðist í ferðum arkítektanna um landið á áttunda áratugnum. Þeir vildu forða sögu íslensku torfbæjunum frá gleymsku á tíma þar sem ekki allir áttuðu sig á þýðingu þessa arkítektúrs í Íslandssögunni. „Það mátti ekki tæpara standa hvað varðar þá bæi sem við unnum með því fólk var í þann veginn að flytja brott frá þeim sem enn var búið í og þeir yfirgefnu myndu brátt falla saman,“ segir Jens Frederiksen. Dæmi um torfbæ sem heimsóttur var voru Tyrfingsstaðir í Skagafirði, þar sem hópurinn fékk meðal annars að gista í torfbæ þar sem enn var sími. Poul minnist þess í viðtalinu hér að ofan að eitt sinn hringdi síminn í torfbænum en að þeir hafi sleppt því að svara, enda vitað að ekki væri verið að hringja til þeirra. Ljósmynd frá 1974. Poul undirbýr veislu. Tilefnið var sérstakt segir hann, þetta var alls ekki alltaf svona. Mun frekar bara þrotlaus vinna - en eftirminnilegur tími.Aðsend mynd
Arkitektúr Danmörk Menning Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Sjá meira