Rúnar um fjarveru Kjartans Henry: „Ég þurfti að skilja þrjá eftir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. september 2022 12:00 Kjartan Henry hefur komið við sögu í 16 leikjum í Bestu deild karla í sumar og skorað fjögur mörk. Hann var ekki í leikmannahóp KR á sunnudag. Vísir/Hulda Margrét Það vakti mikla athygli að framherjinn Kjartan Henry Finnbogason var ekki í leikmannahópi KR þegar liðið heimsótti Íslands- og bikarmeistara Víkings í Bestu deild karla á sunnudag. KR lenti 2-0 undir gegn Víkingum en kom til baka og jafnaði metin í 2-2 áður en lokaflautið gall. Stutt er síðan liðin mættust í Mjólkurbikarnum. Þar lenti KR 3-1 undir en náði að jafna metin áður en Víkingar skoruðu tvívegis undir lok leiks og unnu 5-3. Nú beið KR með það að jafna metin þangað til leiktíminn var svo gott sem runninn út. Það vakti eins og áður sagði mikla athygli að Kjartan Henry væri ekki í leikmannahóp liðsins en mikið hefur verið rætt um stöðu hans hjá KR að undanförnu. Eftir leik ræddi Rúnar Kristinsson, þjálfari liðsins, við Fótbolti.net. Þar sagði hann hreint út að hann hefði þurft að skilja þrjá leikmenn eftir utan hóps og lét þannig hljóma að Finnur Tómas Pálmason, sem var nýverið valinn í U-21 árs landslið Íslands, og Kristinn Jónsson væru ekki frá vegna meiðsla heldur hefðu þeir einfaldlega ekki verið valdir að þessu sinni. „Þú spyrð ekki af hverju Kristinn Jónsson er ekki í hóp eða af hverju Finnur Tómas er ekki í hóp en það er bara sama ástæða. Ég þurfti að skilja þrjá eftir og þetta var valið mitt í dag,“ sagði Rúnar í viðtalinu sem sjá má hér. KR endaði í 5. sæti Bestu deildar karla eftir hefðbundna deildarkeppni með 31 stig að loknum 22 umferðum. Nú tekur við úrslitakeppni þar sem KR mætir Breiðablik, Víking, Val, KA og Stjörnunni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun: Víkingur-KR 2-2 | Endurkoma gestanna minnkaði möguleika Víkinga á að verja titilinn til muna Íslandsmeistarar Víkings þurftu á sigri að halda þegar liðið tók á móti KR í lokaumferð Bestu-deildar karla áður en úrslitakeppnin tekur við. Víkingur komst í 2-0 en KR kom til baka og jafnaði 2-2 undir blálok leiksins. Mikið högg fyrir Víking sem er átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar fimm umferðir eru eftir af mótinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 17:33 Logi Tómasson: Þetta var rothögg Víkingar fengu á sig jöfnunarmark í uppbótartíma gegn KR í Bestu deild karla í dag. Jöfnunarmarkið gerir það að verkum að Víkingar eru 8 stigum á eftir Breiðablik þegar úrslitakeppnin hefst í október. Logi Tómasson, leikmaður Víkings, var gríðarlega svekktur í leikslok. 17. september 2022 16:50 Svona lítur fyrsta úrslitakeppni Bestu-deildarinnar út Ef engar breytingar hefðu verið gerðar á efstu deild karla í knattspyrnu væri Íslandsmótinu nú lokið. Breiðablik væri Íslandsmeistari og FH og ÍA væru á leið niður í Lengjudeildina. Breytingar voru hins vegar gerðar og enn eru eftir fimm umferðir af Bestu-deild karla. 18. september 2022 08:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
KR lenti 2-0 undir gegn Víkingum en kom til baka og jafnaði metin í 2-2 áður en lokaflautið gall. Stutt er síðan liðin mættust í Mjólkurbikarnum. Þar lenti KR 3-1 undir en náði að jafna metin áður en Víkingar skoruðu tvívegis undir lok leiks og unnu 5-3. Nú beið KR með það að jafna metin þangað til leiktíminn var svo gott sem runninn út. Það vakti eins og áður sagði mikla athygli að Kjartan Henry væri ekki í leikmannahóp liðsins en mikið hefur verið rætt um stöðu hans hjá KR að undanförnu. Eftir leik ræddi Rúnar Kristinsson, þjálfari liðsins, við Fótbolti.net. Þar sagði hann hreint út að hann hefði þurft að skilja þrjá leikmenn eftir utan hóps og lét þannig hljóma að Finnur Tómas Pálmason, sem var nýverið valinn í U-21 árs landslið Íslands, og Kristinn Jónsson væru ekki frá vegna meiðsla heldur hefðu þeir einfaldlega ekki verið valdir að þessu sinni. „Þú spyrð ekki af hverju Kristinn Jónsson er ekki í hóp eða af hverju Finnur Tómas er ekki í hóp en það er bara sama ástæða. Ég þurfti að skilja þrjá eftir og þetta var valið mitt í dag,“ sagði Rúnar í viðtalinu sem sjá má hér. KR endaði í 5. sæti Bestu deildar karla eftir hefðbundna deildarkeppni með 31 stig að loknum 22 umferðum. Nú tekur við úrslitakeppni þar sem KR mætir Breiðablik, Víking, Val, KA og Stjörnunni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun: Víkingur-KR 2-2 | Endurkoma gestanna minnkaði möguleika Víkinga á að verja titilinn til muna Íslandsmeistarar Víkings þurftu á sigri að halda þegar liðið tók á móti KR í lokaumferð Bestu-deildar karla áður en úrslitakeppnin tekur við. Víkingur komst í 2-0 en KR kom til baka og jafnaði 2-2 undir blálok leiksins. Mikið högg fyrir Víking sem er átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar fimm umferðir eru eftir af mótinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 17:33 Logi Tómasson: Þetta var rothögg Víkingar fengu á sig jöfnunarmark í uppbótartíma gegn KR í Bestu deild karla í dag. Jöfnunarmarkið gerir það að verkum að Víkingar eru 8 stigum á eftir Breiðablik þegar úrslitakeppnin hefst í október. Logi Tómasson, leikmaður Víkings, var gríðarlega svekktur í leikslok. 17. september 2022 16:50 Svona lítur fyrsta úrslitakeppni Bestu-deildarinnar út Ef engar breytingar hefðu verið gerðar á efstu deild karla í knattspyrnu væri Íslandsmótinu nú lokið. Breiðablik væri Íslandsmeistari og FH og ÍA væru á leið niður í Lengjudeildina. Breytingar voru hins vegar gerðar og enn eru eftir fimm umferðir af Bestu-deild karla. 18. september 2022 08:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Umfjöllun: Víkingur-KR 2-2 | Endurkoma gestanna minnkaði möguleika Víkinga á að verja titilinn til muna Íslandsmeistarar Víkings þurftu á sigri að halda þegar liðið tók á móti KR í lokaumferð Bestu-deildar karla áður en úrslitakeppnin tekur við. Víkingur komst í 2-0 en KR kom til baka og jafnaði 2-2 undir blálok leiksins. Mikið högg fyrir Víking sem er átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar fimm umferðir eru eftir af mótinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 17:33
Logi Tómasson: Þetta var rothögg Víkingar fengu á sig jöfnunarmark í uppbótartíma gegn KR í Bestu deild karla í dag. Jöfnunarmarkið gerir það að verkum að Víkingar eru 8 stigum á eftir Breiðablik þegar úrslitakeppnin hefst í október. Logi Tómasson, leikmaður Víkings, var gríðarlega svekktur í leikslok. 17. september 2022 16:50
Svona lítur fyrsta úrslitakeppni Bestu-deildarinnar út Ef engar breytingar hefðu verið gerðar á efstu deild karla í knattspyrnu væri Íslandsmótinu nú lokið. Breiðablik væri Íslandsmeistari og FH og ÍA væru á leið niður í Lengjudeildina. Breytingar voru hins vegar gerðar og enn eru eftir fimm umferðir af Bestu-deild karla. 18. september 2022 08:00