„Veit eiginlega ekki úr hverju Sif er gerð“ Sindri Sverrisson skrifar 15. september 2022 12:56 Sif Atladóttir er búin að koma sér vel fyrir á Selfossi eftir langan feril í atvinnumennsku. mynd/UMF Selfoss Landsliðskonunni Sif Atladóttur var hrósað í hástert í Bestu mörkunum eftir 1-1 jafntefli Selfyssinga við Stjörnuna í Bestu deildinni. Selfyssingar tilkynntu í gær að Sif hefði skrifað undir nýjan samning til tveggja ára við félagið. Hún verður orðin 39 ára í lok samningstímans en lætur engan bilbug á sér finna og er enn hluti af íslenska landsliðinu sem fór á EM í sumar. „Ég veit eiginlega ekki úr hverju Sif er gerð. Sjáið bara hreyfingarnar. Hún á ekki að vera á léttasta skeiði en hún virkar þannig fyrir mér,“ sagði Helena Ólafsdóttir í Bestu mörkunum, þegar skoðaðar voru klippur af Sif úr 1-1 jafntefli Selfoss við Stjörnuna í síðustu umferð. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um Sif og Selfoss „Jú, jú, hún er algjörlega á léttasta skeiði. Hún étur allt upp og var stórkostleg í þessum leik,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Margrét benti þó einnig á að misheppnuð sending Sifjar hefði átt sinn þátt í marki Stjörnunnar. „Sorrí Sif, við getum ekki bara verið góðar við þig,“ sagði Margrét létt. „Góð lið refsa auðvitað og hún var eðlilega ósátt við sig. Góðir leikmenn gera mistök. Hún sparkar í stöngina þarna, hundfúl út í sjálfa sig,“ sagði Margrét en bætti við hve dýrmæt Sif væri fyrir Selfossliðið: „Maður spyr sig stundum hvar varnarleikurinn væri hjá Selfossi ef hennar nyti ekki við.“ Fer í öll hlutverk sem hún fær og leysir þau ljómandi vel Nýr samningur Sifjar gildir eins og fyrr segir til ársins 2024 og Helena spurði sérfræðingana sína hvort þær teldu að Sif myndi í alvörunni spila áfram næstu tvö árin: „Já, af hverju ekki. Kona í þessu standi. Hún er líka svo mikill leiðtogi. Maður veit ekkert hvernig málin þróast hjá henni næstu tvö árin og mögulega verður hún lykilleikmaður áfram. En eins og ég þekki hana er hún klárlega líka karakterinn í að stíga til baka ef það koma sterkari leikmenn inn, og vera þá í einhvers konar leiðtogahlutverki á hliðarlínunni. Hún er svo mikil eðalmanneskja hún Sif að hún fer í öll hlutverk sem hún fær og leysir þau ljómandi vel,“ sagði Margrét en umræðuna í heild má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna UMF Selfoss Bestu mörkin Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Selfyssingar tilkynntu í gær að Sif hefði skrifað undir nýjan samning til tveggja ára við félagið. Hún verður orðin 39 ára í lok samningstímans en lætur engan bilbug á sér finna og er enn hluti af íslenska landsliðinu sem fór á EM í sumar. „Ég veit eiginlega ekki úr hverju Sif er gerð. Sjáið bara hreyfingarnar. Hún á ekki að vera á léttasta skeiði en hún virkar þannig fyrir mér,“ sagði Helena Ólafsdóttir í Bestu mörkunum, þegar skoðaðar voru klippur af Sif úr 1-1 jafntefli Selfoss við Stjörnuna í síðustu umferð. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um Sif og Selfoss „Jú, jú, hún er algjörlega á léttasta skeiði. Hún étur allt upp og var stórkostleg í þessum leik,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Margrét benti þó einnig á að misheppnuð sending Sifjar hefði átt sinn þátt í marki Stjörnunnar. „Sorrí Sif, við getum ekki bara verið góðar við þig,“ sagði Margrét létt. „Góð lið refsa auðvitað og hún var eðlilega ósátt við sig. Góðir leikmenn gera mistök. Hún sparkar í stöngina þarna, hundfúl út í sjálfa sig,“ sagði Margrét en bætti við hve dýrmæt Sif væri fyrir Selfossliðið: „Maður spyr sig stundum hvar varnarleikurinn væri hjá Selfossi ef hennar nyti ekki við.“ Fer í öll hlutverk sem hún fær og leysir þau ljómandi vel Nýr samningur Sifjar gildir eins og fyrr segir til ársins 2024 og Helena spurði sérfræðingana sína hvort þær teldu að Sif myndi í alvörunni spila áfram næstu tvö árin: „Já, af hverju ekki. Kona í þessu standi. Hún er líka svo mikill leiðtogi. Maður veit ekkert hvernig málin þróast hjá henni næstu tvö árin og mögulega verður hún lykilleikmaður áfram. En eins og ég þekki hana er hún klárlega líka karakterinn í að stíga til baka ef það koma sterkari leikmenn inn, og vera þá í einhvers konar leiðtogahlutverki á hliðarlínunni. Hún er svo mikil eðalmanneskja hún Sif að hún fer í öll hlutverk sem hún fær og leysir þau ljómandi vel,“ sagði Margrét en umræðuna í heild má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna UMF Selfoss Bestu mörkin Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira