„Það er svo gaman að lifa“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. september 2022 07:00 Ragna Kristmundsdóttir fór í magaermi fyrir einu og hálfu ári. Hún hefur misst fimmtíu og fimm kíló frá þeim tíma. Mestu breytinguna segir hún vera að hún er miklu orkumeiri en áður. Vísir Þúsundir magaerma-og hjáveituaðgerða hafa verið gerðar hér á landi síðustu ár og greinilegt að þörfin er mikil. Ein þeirra sem hefur farið í slíka aðgerð síðustu ár segist hafa verið búin að prófa alla mögulega kúra áður. Hún hugsaði sig lengi um en fékk nóg af aukaþyngdinni þegar hún gat ekki lengur fylgt eiginmanni sínum eftir. Gríðarleg fjölgun hefur orðið á magaerma-og eða hjáveituaðgerðum hér á landi síðustu ár samfara aukinni offitu. Við sögðu til að mynda frá því í fréttum okkar um helgina að á Klíníkinni- einkarekinni læknamiðstöð hafa hátt í tvö þúsund aðgerðir verið gerðar á síðustu tveimur árum. Skurðlæknir þar sagði langflestar aðgerðir árangursríkar þannig að fólk léttist mikið eftir þær. Ein þeirra sem hefur farið í slíka aðgerð og á Klíníkinni er Ragna Kristmundsdóttir fjörutíu og sex ára geðhjúkrunarfræðingur, móðir og eiginkona en hún er nú einu og hálfu ári eftir aðgerð fimmtíu og fimm kílóum léttari. Hún segist hafa verið búin að prófa alla kúra og hreyfingu sem hugsast getur þegar hún ákvað loks að láta verða af aðgerðinni. Byrjaði snemma að þyngjast of mikið Ragna segir að hún hafi byrjað snemma að þyngjast of mikið. „Ég byrjaði að fitna svona á menntaskólaárunum og hefur tekist svona inn á milli að léttast eitthvað en kílóin týndust alltaf á mig aftur. Ég var búin að reyna alls konar t.d. ketó, vegan og alveg hitt og þetta en gallinn er að maður heldur það ekki út. Maður verður yfirleitt þreyttur og gefst upp á endanum. Ég hugsa að þetta sé líka bara í genunum þ.e. að þyngjast. Svo var ég alin upp á heimili þar sem var ofsalega góður matur. Faðir minn var matreiðslumeistari þannig að það var matur í forgrunni og mér fannst hann alltaf ofsalega góður,“ segir Ragna og brosir. Ragna segist hafa verið búin að prófa alls konar kúra áður en hún fór í aðgerð.Vísir Hún segist hafa verið búin að hugsa lengi um að fara í aðgerð. „Framan af voru aðgerðirnar fyrir þá sem voru í ofboðslega mikilli ofþyngd og maður heyrði að þetta væri svo erfitt en svo á seinni árum kynntist ég fólki sem hafði farið í þetta og því leið vel. Þróunin í svona aðgerðum hefur auðvitað fleygt fram. Þegar ég heyrði svo af magarermi þá fóru hjólin að snúast því í svona aðgerðarflóru er það kannski svona minnsta inngripið,“ segir Ragna. Fékk nóg þegar hún gat ekki fylgt eiginmanninum eftir Hún hafi verið búin að fá nóg fyrir tæpum tveimur árum. „Ég var bara svolítið búin að gefast upp á orkuleysi, þyngslum og ná ekki að halda í við manninn og börnin mín. Þá er eitt atvik sem hafði mikil áhrif en fyrir tveimur árum fórum við hjónin í ferð inn í Landmannalaugar og það var fullt af fólki að fara að ganga. Ég fann að mig langaði mikið að gera það en treysti mér ekki í það.Við hjónin fórum styttri gönguferð en ég var alveg búin á eftir. Þetta einhvern veginn kveikir í mér að fara af stað,“ segir Ragna. Þriðji hringur helvítis Ragna fór svo í magaermi á Klíníkinni í mars 2021 sem er skurðaðgerð sem er alltaf þó nokkuð inngrip. „Sko fyrst þegar ég vaknaði á eftir, þá var hugsunin, hvað er ég búin að gera og fyrstu dagarnir voru svolítið svona þriðji hringur helvítis. Ég ætla ekkert að ljúga til um það, en eftir tvo þrjá daga fór þetta að lagast svo var leiðin bara frekar hröð uppá við. Þetta er auðvitað ekki gaman, maður þarf að vera á fljótandi fæði í tvær til þrjár vikur en eftir það þá kom orkan mín og ég bara rauk af stað og ég fór að hreyfa mig á fullu og njóta lífsins í botn,“ segir Ragna Hún segist strax hafa fundið mikla breytingu á matarlyst. „Maður getur borðað mjög lítið fyrstu mánuðina. Manni er kennt það að skammta sér litla skammta og forgangsraða próteini. Þannig lærir maður að hlusta á líkamann og þrengingin stoppar þig af. Ef maður borðar of hratt fer allt í steik,“ segir Ragna. Endurstilling Ragna líkir aðgerðinni við endurstillingu „Það sem gerist þegar 80 prósent af maganum eru fjarlægð er að frumur sem framleiða hungurhormón eru fjarlægð og maður fær svona frí frá þessum stanslausu orgum frá líkamanum á sykur og óhollustu og eitthvað gúmmelaði. Maður fær frí frá því í svona upp undir ár eða svo,“ segir hún. Ragna hefur farið í ófáar gönguferðir eftir aðgerðina.Vísir Ragna segist ekki hafa fundið fyrir mörgum fylgikvillum sem geta fylgt slíkum aðgerðum. „Ég var með bakflæði fyrir og það er bara svipað eftir aðgerðina. Hjá sumum versnar það. Þá finn ég að ég hef minna þol fyrir áfengi og er að læra inn á það,“ segir Ragna. Ragna segir lífið hafa tekið algjörum stakkaskiptum eftir aðgerðina. Hún fór strax að hreyfa sig í samráði við einkaþjálfara og hefur meira segja samið dans fyrir sig og eiginmann sinn sem þau sýndu á samfélagsmiðlinum Tik Tok. „Það er svo gaman að lifa, mér líður stundum eins og ég hafi verið sofandi áður en ég fór í aðgerðina. Það dró óneitanlega svolítið úr mér að vera að burðast með 55 aukakíló,“ segir Ragna og hlær. Hún segir fjölskylduna sína afar glaða fyrir sína hönd. „Þau eru bara mjög ánægð með þetta. Maðurinn minn er gríðarlega sáttur hann er bara komin með hressa skvísu sem eltir hann upp um öll fjöll og heldur í við hann þannig að það er ótrúlega skemmtilegt. Við höfum gert stórkostlega hluti sem við gerðum ekki áður eins og að ganga Laugaveginn, Fimmvörðuháls og fara til Parísar og ganga 100 kílómetra á fimm dögum án þess að blása úr nös,“ segir hún. Ragna ásamt eiginmanni og syni í gönguferð á hálendinu.Vísir Hún segist áfram þurfa að huga að hollri fæðu og hreyfingu. „En ég er komin með þessa innri þörf til að hreyfa mig,“ segir hún. Ragna segir að flestir sem hún þekki og hafi farið í svona aðgerð séu ánægðir. „Heilt yfir ég er í tveimur Facebookhópum sem tengjast þessu og svo er ég að fylgja nokkrum á Instagram og ég sé að yfirleitt er fólk að ná góðum árangri. Sérstaklega ef það fylgir reglunum,“ segir Ragna að lokum. Heilsa Landspítalinn Heilbrigðismál Ísland í dag Tengdar fréttir Segir offituaðgerðir geta komið í veg fyrir sjúkdóma eins og krabbamein Gríðarleg fjölgun hefur orðið á magaerma-og hjáveituaðgerðum hér á landi síðustu tvö ár. Langflestar eru framkvæmdar á einkastofu. Kviðarholssskurðlæknir á Klíníkinni segir slíkar aðgerðir geta komið í veg fyrir alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein. Úrelt sé að segja of feitu fólki að borða minna og hreyfa sig meira. 20. september 2022 19:31 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Gríðarleg fjölgun hefur orðið á magaerma-og eða hjáveituaðgerðum hér á landi síðustu ár samfara aukinni offitu. Við sögðu til að mynda frá því í fréttum okkar um helgina að á Klíníkinni- einkarekinni læknamiðstöð hafa hátt í tvö þúsund aðgerðir verið gerðar á síðustu tveimur árum. Skurðlæknir þar sagði langflestar aðgerðir árangursríkar þannig að fólk léttist mikið eftir þær. Ein þeirra sem hefur farið í slíka aðgerð og á Klíníkinni er Ragna Kristmundsdóttir fjörutíu og sex ára geðhjúkrunarfræðingur, móðir og eiginkona en hún er nú einu og hálfu ári eftir aðgerð fimmtíu og fimm kílóum léttari. Hún segist hafa verið búin að prófa alla kúra og hreyfingu sem hugsast getur þegar hún ákvað loks að láta verða af aðgerðinni. Byrjaði snemma að þyngjast of mikið Ragna segir að hún hafi byrjað snemma að þyngjast of mikið. „Ég byrjaði að fitna svona á menntaskólaárunum og hefur tekist svona inn á milli að léttast eitthvað en kílóin týndust alltaf á mig aftur. Ég var búin að reyna alls konar t.d. ketó, vegan og alveg hitt og þetta en gallinn er að maður heldur það ekki út. Maður verður yfirleitt þreyttur og gefst upp á endanum. Ég hugsa að þetta sé líka bara í genunum þ.e. að þyngjast. Svo var ég alin upp á heimili þar sem var ofsalega góður matur. Faðir minn var matreiðslumeistari þannig að það var matur í forgrunni og mér fannst hann alltaf ofsalega góður,“ segir Ragna og brosir. Ragna segist hafa verið búin að prófa alls konar kúra áður en hún fór í aðgerð.Vísir Hún segist hafa verið búin að hugsa lengi um að fara í aðgerð. „Framan af voru aðgerðirnar fyrir þá sem voru í ofboðslega mikilli ofþyngd og maður heyrði að þetta væri svo erfitt en svo á seinni árum kynntist ég fólki sem hafði farið í þetta og því leið vel. Þróunin í svona aðgerðum hefur auðvitað fleygt fram. Þegar ég heyrði svo af magarermi þá fóru hjólin að snúast því í svona aðgerðarflóru er það kannski svona minnsta inngripið,“ segir Ragna. Fékk nóg þegar hún gat ekki fylgt eiginmanninum eftir Hún hafi verið búin að fá nóg fyrir tæpum tveimur árum. „Ég var bara svolítið búin að gefast upp á orkuleysi, þyngslum og ná ekki að halda í við manninn og börnin mín. Þá er eitt atvik sem hafði mikil áhrif en fyrir tveimur árum fórum við hjónin í ferð inn í Landmannalaugar og það var fullt af fólki að fara að ganga. Ég fann að mig langaði mikið að gera það en treysti mér ekki í það.Við hjónin fórum styttri gönguferð en ég var alveg búin á eftir. Þetta einhvern veginn kveikir í mér að fara af stað,“ segir Ragna. Þriðji hringur helvítis Ragna fór svo í magaermi á Klíníkinni í mars 2021 sem er skurðaðgerð sem er alltaf þó nokkuð inngrip. „Sko fyrst þegar ég vaknaði á eftir, þá var hugsunin, hvað er ég búin að gera og fyrstu dagarnir voru svolítið svona þriðji hringur helvítis. Ég ætla ekkert að ljúga til um það, en eftir tvo þrjá daga fór þetta að lagast svo var leiðin bara frekar hröð uppá við. Þetta er auðvitað ekki gaman, maður þarf að vera á fljótandi fæði í tvær til þrjár vikur en eftir það þá kom orkan mín og ég bara rauk af stað og ég fór að hreyfa mig á fullu og njóta lífsins í botn,“ segir Ragna Hún segist strax hafa fundið mikla breytingu á matarlyst. „Maður getur borðað mjög lítið fyrstu mánuðina. Manni er kennt það að skammta sér litla skammta og forgangsraða próteini. Þannig lærir maður að hlusta á líkamann og þrengingin stoppar þig af. Ef maður borðar of hratt fer allt í steik,“ segir Ragna. Endurstilling Ragna líkir aðgerðinni við endurstillingu „Það sem gerist þegar 80 prósent af maganum eru fjarlægð er að frumur sem framleiða hungurhormón eru fjarlægð og maður fær svona frí frá þessum stanslausu orgum frá líkamanum á sykur og óhollustu og eitthvað gúmmelaði. Maður fær frí frá því í svona upp undir ár eða svo,“ segir hún. Ragna hefur farið í ófáar gönguferðir eftir aðgerðina.Vísir Ragna segist ekki hafa fundið fyrir mörgum fylgikvillum sem geta fylgt slíkum aðgerðum. „Ég var með bakflæði fyrir og það er bara svipað eftir aðgerðina. Hjá sumum versnar það. Þá finn ég að ég hef minna þol fyrir áfengi og er að læra inn á það,“ segir Ragna. Ragna segir lífið hafa tekið algjörum stakkaskiptum eftir aðgerðina. Hún fór strax að hreyfa sig í samráði við einkaþjálfara og hefur meira segja samið dans fyrir sig og eiginmann sinn sem þau sýndu á samfélagsmiðlinum Tik Tok. „Það er svo gaman að lifa, mér líður stundum eins og ég hafi verið sofandi áður en ég fór í aðgerðina. Það dró óneitanlega svolítið úr mér að vera að burðast með 55 aukakíló,“ segir Ragna og hlær. Hún segir fjölskylduna sína afar glaða fyrir sína hönd. „Þau eru bara mjög ánægð með þetta. Maðurinn minn er gríðarlega sáttur hann er bara komin með hressa skvísu sem eltir hann upp um öll fjöll og heldur í við hann þannig að það er ótrúlega skemmtilegt. Við höfum gert stórkostlega hluti sem við gerðum ekki áður eins og að ganga Laugaveginn, Fimmvörðuháls og fara til Parísar og ganga 100 kílómetra á fimm dögum án þess að blása úr nös,“ segir hún. Ragna ásamt eiginmanni og syni í gönguferð á hálendinu.Vísir Hún segist áfram þurfa að huga að hollri fæðu og hreyfingu. „En ég er komin með þessa innri þörf til að hreyfa mig,“ segir hún. Ragna segir að flestir sem hún þekki og hafi farið í svona aðgerð séu ánægðir. „Heilt yfir ég er í tveimur Facebookhópum sem tengjast þessu og svo er ég að fylgja nokkrum á Instagram og ég sé að yfirleitt er fólk að ná góðum árangri. Sérstaklega ef það fylgir reglunum,“ segir Ragna að lokum.
Heilsa Landspítalinn Heilbrigðismál Ísland í dag Tengdar fréttir Segir offituaðgerðir geta komið í veg fyrir sjúkdóma eins og krabbamein Gríðarleg fjölgun hefur orðið á magaerma-og hjáveituaðgerðum hér á landi síðustu tvö ár. Langflestar eru framkvæmdar á einkastofu. Kviðarholssskurðlæknir á Klíníkinni segir slíkar aðgerðir geta komið í veg fyrir alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein. Úrelt sé að segja of feitu fólki að borða minna og hreyfa sig meira. 20. september 2022 19:31 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Segir offituaðgerðir geta komið í veg fyrir sjúkdóma eins og krabbamein Gríðarleg fjölgun hefur orðið á magaerma-og hjáveituaðgerðum hér á landi síðustu tvö ár. Langflestar eru framkvæmdar á einkastofu. Kviðarholssskurðlæknir á Klíníkinni segir slíkar aðgerðir geta komið í veg fyrir alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein. Úrelt sé að segja of feitu fólki að borða minna og hreyfa sig meira. 20. september 2022 19:31