Barði í borðið en kannast ekki við ásakanir um kynferðislega áreitni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. september 2022 07:06 Frá vinstri: Tinna Guðmundsdóttir, Jón Hjaltason, Brynjólfur Ingvarsson, Málfríður Þórðardóttir, Hannesína Scheving, sem voru í efstu fimm sætum Flokks fólksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Jón Hjaltason, þriðji maður á lista Flokks fólksins á Akureyri, segist telja að sá illvilji sem þrjár konur í forystu flokksins fyrir norðan hafa talað um sé vísun í atvik sem átti sér stað þegar forystan ræddi mögulegt veikindafrí oddvitans á fundi. Jón segir í samtali við mbl að konurnar hafi sótt það hart að oddvitinn, Brynjólfur Ingvarsson, færi í veikindafrí. Á umræddum fundi hefði hann, Jón sjálfur, gengið á Málfríði Þórðardóttur og spurt hana ítrekað að því hvort henni þætti það við hæfi að ræða endalok Brynjólfs í bæjarstjórn að honum fjarverandi. Hún hefði ekki svarað og því hefði hann barið í borðið og heimtað svar. Málfríður hefði þá farið grátandi af fundi. Konurnar þrjár; Málfríður, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, hafa sakað karlmenn í forystu Flokks fólksins á Akureyri um ófagra framkomu í sinn garð; áreiti og hótanir. Það var Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður flokksins, sem greindi fyrstur frá málinu á Facebook og sagði frá kvörtunum í garð karlanna, sem Jón kallaði „lygaþvætting“ í samtali við RÚV í gær. Spurður að því hver rót ágreiningsins væri sagði Jón í samtali við mbl að það væri óánægja kvennanna með þá óvissu sem væri uppi um það hvort Brynjólfur ætlaði að láta af oddvitastarfinu eða ekki. Það hefði síðast gerst fyrir tveimur vikum að Brynjólfur hefði sagst ætla að hætta eftir að hafa fengið fyrir hjartað en síðan hætt við það. Jón segir að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafi kynt undir ástandinu með því að segja fyrir viku að nú yrði Brynjólfur að hætta ellegar verða rekinn. Jón segist ekki skilja þá áherslu sem konurnar leggi á að Brynjólfur fari í veikindafrí. Hann segist ekkert kannast við ásakanir um kynferðislegt áreiti og segist munu fara fram á lögreglurannsókn á ásökununum. Stjórn Flokks fólksins fundaði í gærkvöldi um málið. Á meðan fundinum stóð yfir sagði Inga Sæland í samtali við RÚV að málið væri yfirgripsmikið. Þá sagðist hún fagna þeirri ákvörðun karlana að leita til lögreglu, þar sem konurnar fengju þá tækifæri til að greina frá sinni hlið málsins. Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Akureyri Flokkur fólksins MeToo Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Jón segir í samtali við mbl að konurnar hafi sótt það hart að oddvitinn, Brynjólfur Ingvarsson, færi í veikindafrí. Á umræddum fundi hefði hann, Jón sjálfur, gengið á Málfríði Þórðardóttur og spurt hana ítrekað að því hvort henni þætti það við hæfi að ræða endalok Brynjólfs í bæjarstjórn að honum fjarverandi. Hún hefði ekki svarað og því hefði hann barið í borðið og heimtað svar. Málfríður hefði þá farið grátandi af fundi. Konurnar þrjár; Málfríður, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, hafa sakað karlmenn í forystu Flokks fólksins á Akureyri um ófagra framkomu í sinn garð; áreiti og hótanir. Það var Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður flokksins, sem greindi fyrstur frá málinu á Facebook og sagði frá kvörtunum í garð karlanna, sem Jón kallaði „lygaþvætting“ í samtali við RÚV í gær. Spurður að því hver rót ágreiningsins væri sagði Jón í samtali við mbl að það væri óánægja kvennanna með þá óvissu sem væri uppi um það hvort Brynjólfur ætlaði að láta af oddvitastarfinu eða ekki. Það hefði síðast gerst fyrir tveimur vikum að Brynjólfur hefði sagst ætla að hætta eftir að hafa fengið fyrir hjartað en síðan hætt við það. Jón segir að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafi kynt undir ástandinu með því að segja fyrir viku að nú yrði Brynjólfur að hætta ellegar verða rekinn. Jón segist ekki skilja þá áherslu sem konurnar leggi á að Brynjólfur fari í veikindafrí. Hann segist ekkert kannast við ásakanir um kynferðislegt áreiti og segist munu fara fram á lögreglurannsókn á ásökununum. Stjórn Flokks fólksins fundaði í gærkvöldi um málið. Á meðan fundinum stóð yfir sagði Inga Sæland í samtali við RÚV að málið væri yfirgripsmikið. Þá sagðist hún fagna þeirri ákvörðun karlana að leita til lögreglu, þar sem konurnar fengju þá tækifæri til að greina frá sinni hlið málsins.
Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Akureyri Flokkur fólksins MeToo Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira