Síðasta nótt drottningarinnar í Buckingham-höll Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2022 23:31 Kista Elísabetar verður í Buckingham-höll í nótt. Wiktor Szymanowicz/Anadolu Agency via Getty Kista Elísabetar II Englandsdrottningar er komin í Buckingham-höll, þar sem hún verður þar til á morgun. Börn drottningarinnar og barnabörn tóku á móti henni í höllinni, sem var heimili hennar frá því hún tók við embætti og til ársins 2020. Kistan var flutt frá kirkju heilags Giles í Edinborg í dag í Buckingham-höll. Á morgun verður hún síðan færð í Westminster, þar sem almenningi mun gefast færi á að votta drottningunni virðingu sína fram að útförinni á mánudag, sem mun fara fram í Westminster. Drottningin verður hins vegar borin til grafar í Windsor, nánar tiltekið í kapellu kenndri við Georg VI, föður hennar. Þar mun hún hvíla ásamt Filippusi, eiginmanni sínum, sem lést á síðasta ári. Anna prinsessa fylgdi kistu móður sinnar frá Edinborg og þúsundir fylgdust með bílalestinni. Á flugvellinum í Edinborg var þjóðsöngurinn leikinn þegar flugvélin sem flutti drottninguna til Lundúna tók á loft. Þá var fjöldi fólks kominn saman við Buckingham-höll þegar ekið var með kistu drottningarinnar inn um hallarhliðið. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Lundúnabúanum Alex Myers að andrúmsloftið við höllina þegar líkfylgd drottningarinnar kom á svæðið hafi verið magnað. „Mér finnst að þessi bylgja kærleiks hafi verið ótrúleg,“ sagði hún, áður en hún bjó sig undir að fara heim að athöfninni lokinni. Þá hafði hún beðið í nokkrar klukkustundir við höllina. Vilja tryggja þögn yfir London Á morgun verður kistan flutt úr höllinni og í Westminster. Flutningarnir munu hefjast á slaginu 14:22 aða staðartíma. Greint hefur verið frá því að flugferðir frá Heathrow gætu raskast lítillega til að tryggja að þögn verði í lofthelgi Lundúna meðan kistan verður flutt á milli staða. Í Westminster mun kistan liggja þar til á mánudag, en almenningi mun gefast kostur á að koma þangað og votta drottningunni sálugu virðingu sína. Búist er við því að yfir 400.000 manns muni leggja leið sína þangað. Bjó í Buckingham í áratugi Buckingham-höll var heimili drottningarinnar frá því hún var krýnd formlega árið 1953 og allt til upphafs kórónuveirufaraldursins í mars 2020. Eftir það varði hún tíma sínum í hinum ýmsu fasteigum krúnunnar eða sínum eigin. Heimili hennar frá þeim tíma var þó Windsor-kastali. Drottningin er þó sögð hafa haft efasemdir um ágæti þess að búa í Buckingham-höll. Breska ríkistúvarpið greinir frá því að Penny Junior, ævisöguritari konungsfjölskyldunnar, segi frá því í bók sinni, The Firm, að drottningin hafi viljað búa í Clarence House í London. Þar hafði hún búið ásamt Filippusi eiginmanni sínum frá því þau giftu sig árið 1947. Eftir að hafa verið krýnd árið 1953 hafi þáverandi forsætisráðherra Bretlands, Winston Churchill, hins vegar ráðlagt drottningunni að flytja í Buckingham-höll, sem hún og gerði. Kóngafólk Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Kistan var flutt frá kirkju heilags Giles í Edinborg í dag í Buckingham-höll. Á morgun verður hún síðan færð í Westminster, þar sem almenningi mun gefast færi á að votta drottningunni virðingu sína fram að útförinni á mánudag, sem mun fara fram í Westminster. Drottningin verður hins vegar borin til grafar í Windsor, nánar tiltekið í kapellu kenndri við Georg VI, föður hennar. Þar mun hún hvíla ásamt Filippusi, eiginmanni sínum, sem lést á síðasta ári. Anna prinsessa fylgdi kistu móður sinnar frá Edinborg og þúsundir fylgdust með bílalestinni. Á flugvellinum í Edinborg var þjóðsöngurinn leikinn þegar flugvélin sem flutti drottninguna til Lundúna tók á loft. Þá var fjöldi fólks kominn saman við Buckingham-höll þegar ekið var með kistu drottningarinnar inn um hallarhliðið. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Lundúnabúanum Alex Myers að andrúmsloftið við höllina þegar líkfylgd drottningarinnar kom á svæðið hafi verið magnað. „Mér finnst að þessi bylgja kærleiks hafi verið ótrúleg,“ sagði hún, áður en hún bjó sig undir að fara heim að athöfninni lokinni. Þá hafði hún beðið í nokkrar klukkustundir við höllina. Vilja tryggja þögn yfir London Á morgun verður kistan flutt úr höllinni og í Westminster. Flutningarnir munu hefjast á slaginu 14:22 aða staðartíma. Greint hefur verið frá því að flugferðir frá Heathrow gætu raskast lítillega til að tryggja að þögn verði í lofthelgi Lundúna meðan kistan verður flutt á milli staða. Í Westminster mun kistan liggja þar til á mánudag, en almenningi mun gefast kostur á að koma þangað og votta drottningunni sálugu virðingu sína. Búist er við því að yfir 400.000 manns muni leggja leið sína þangað. Bjó í Buckingham í áratugi Buckingham-höll var heimili drottningarinnar frá því hún var krýnd formlega árið 1953 og allt til upphafs kórónuveirufaraldursins í mars 2020. Eftir það varði hún tíma sínum í hinum ýmsu fasteigum krúnunnar eða sínum eigin. Heimili hennar frá þeim tíma var þó Windsor-kastali. Drottningin er þó sögð hafa haft efasemdir um ágæti þess að búa í Buckingham-höll. Breska ríkistúvarpið greinir frá því að Penny Junior, ævisöguritari konungsfjölskyldunnar, segi frá því í bók sinni, The Firm, að drottningin hafi viljað búa í Clarence House í London. Þar hafði hún búið ásamt Filippusi eiginmanni sínum frá því þau giftu sig árið 1947. Eftir að hafa verið krýnd árið 1953 hafi þáverandi forsætisráðherra Bretlands, Winston Churchill, hins vegar ráðlagt drottningunni að flytja í Buckingham-höll, sem hún og gerði.
Kóngafólk Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira