Loka Skuggabaldri í síðasta sinn á laugardagskvöld Árni Sæberg skrifar 13. september 2022 23:36 Jón Mýrdal, annar eigenda Skuggabaldurs, fyrir framan staðinn. Stöð 2 Næstkomandi laugardagskvöld verður haldið kveðjupartý fyrir djassbúlluna Skuggabaldur við Austurvöll. „Við viljum þakka fyrir þennan frábæra tíma og alla yndislegu tónlistina með heljarinnar partýi og jam sessioni laugardagskvöldið 17. september. Sameinumst öll sem elskum góða tónlist og kveðjum þennan einstaka stað með stæl,“ segir í Facebookviðburði sem aðstandendur Skuggabaldurs settu í loftið á dögunum. Því er ljóst að rekstur Skuggabaldurs rennur sitt skeið um helgina en djassbúllan var opnuð síðasta sumar. Veitingamennirnir þaulreyndu Jón Mýrdal og Guðfinnur Karlsson, iðullega kenndur við Prikið, eiga Skuggabaldur saman. Þeir segja í samtali við Vísi að til standi að selja reksturinn en ekki sé tímabært að segja meira um það. „Þetta verður svona djassbúlla og ég geri ráð fyrir að við verðum líklega með húsband en síðan munu fleiri eflaust troða upp, “ sagði Jón í samtali við Vísi þegar framkvæmdir fyrir opnun staðarins stóðu sem hæst í apríl í fyrra. Jón reyndist vægast sagt sannspár en margir helstu djassista landsins hafa troðið upp á Skuggabaldri á stuttum líftíma staðarins. Þar ber sennilega helst að nefna tríó Þóris Baldurssonar, Jóels Pálssonar og Einar Scheving, Move Home kvintett Óskars Guðjónssonar og Skuggakvartett Sigurðar Flosasonar. Svo virðist sem djassgeggjarar landsins muni nú þurfa að finna sér nýjan samastað. Næturlíf Reykjavík Tónlist Veitingastaðir Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
„Við viljum þakka fyrir þennan frábæra tíma og alla yndislegu tónlistina með heljarinnar partýi og jam sessioni laugardagskvöldið 17. september. Sameinumst öll sem elskum góða tónlist og kveðjum þennan einstaka stað með stæl,“ segir í Facebookviðburði sem aðstandendur Skuggabaldurs settu í loftið á dögunum. Því er ljóst að rekstur Skuggabaldurs rennur sitt skeið um helgina en djassbúllan var opnuð síðasta sumar. Veitingamennirnir þaulreyndu Jón Mýrdal og Guðfinnur Karlsson, iðullega kenndur við Prikið, eiga Skuggabaldur saman. Þeir segja í samtali við Vísi að til standi að selja reksturinn en ekki sé tímabært að segja meira um það. „Þetta verður svona djassbúlla og ég geri ráð fyrir að við verðum líklega með húsband en síðan munu fleiri eflaust troða upp, “ sagði Jón í samtali við Vísi þegar framkvæmdir fyrir opnun staðarins stóðu sem hæst í apríl í fyrra. Jón reyndist vægast sagt sannspár en margir helstu djassista landsins hafa troðið upp á Skuggabaldri á stuttum líftíma staðarins. Þar ber sennilega helst að nefna tríó Þóris Baldurssonar, Jóels Pálssonar og Einar Scheving, Move Home kvintett Óskars Guðjónssonar og Skuggakvartett Sigurðar Flosasonar. Svo virðist sem djassgeggjarar landsins muni nú þurfa að finna sér nýjan samastað.
Næturlíf Reykjavík Tónlist Veitingastaðir Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira