Íbúar í Vesturbæ orðnir gráhærðir vegna langvarandi gatnaframkvæmda Jakob Bjarnar skrifar 13. september 2022 15:06 Gatnaframkvæmdir við Framnesveg eru að gera íbúa í Vesturbænum brjálaða. vísir/vilhelm Gatnaframkvæmdir í Vesturbænum hafa nú staðið yfir von úr viti og er þolinmæði íbúa á þrotum. Þeir segja að hvorki gangi né reki með verkið. Dæmi eru um að fólk hafi sprengt dekk á bílum sínum þegar þeir hafa verið að þæfa sig yfir járnplanka sem settur hefur verið skurð á Framnesveig. Á Facebook-hópi Vesturbæjar má sjá að íbúar eru orðnir afar gramir vegna framkvæmdanna. Freyr Rögnvaldsson blaðamaður, íbúi við Framnesveg, ritar harðorðan pistil sem hann birti þar fyrir nokkrum dögum, opið bréf til Veitna og Veitur þjónustu. Erfitt er að komast leiðar sinnar vestur í bæ um þessar mundir og hefur svo verið um hríð.vísir/vilhelm „Mér leikur hugur á að vita hvort Veitur ætli sér að láta Framnesveg í Vesturbænum standa sundurgrafinn langt fram á vetur eða hvort þið hafið hug á að taka ykkur saman í andlitinu og ganga frá framkvæmdum þar svo sómi sé að?“ spyr Freyr. Hann fylgdi bréfi sínu eftir með hringingu í Veitur í gær og fékk svo símtal frá ábyrgðarmanni framkvæmdanna í morgun þar sem honum var lofað því að skurðinum yrði lokið innan tíðar. Íbúar vestur í bæ taka því loforði með fyrirvara, að fenginni reynslu. Viktoría sprengir dekk á bíl sínum Freyr birti myndir með pistli sínum sem sýna að þar er harnær ófært fyrir fólk, gangandi eða hjólandi, á gatnamótum Framnesvegar og Hringbrautar. Og þeir sem eru á hjólastól komast ekki þar um. „Brýr sem settar eru yfir skurðina sem þið hafið grafið eru fáránlega brattar og ekkert hugað að því að fletja út rampana upp á þá, auk þess sem þær eru mjög mjóar. Það er óþolandi og til skammar fyrir hvern sem er, en fyrir fyrirtæki í almannaeigu er það glæpsamleg vanræksla.“ Glæpsamleg vanræksla, segir Freyr Rögnvaldsson íbúi við Framnesveg.vísir/vilhelm Athugasemdir láta ekki á sér standa og ljóst er að íbúar eru afar ósáttir. Jón Páll Ásgeirsson segir Framnesveginn hafa verið áralangt vandamál og þarna sé aldrei sálu við störf að sjá. „Þessi skurður yfir götuna við Hringbraut dýpkar stöðugt og endar með ósköpum,“ segir Jón Páll. Og það var einmitt það sem henti Viktoríu Hermannsdóttir útvarps- og sjónvarpskona sem skar dekk á bíl sínum þar. Á versta tíma því hún var þá á þönum við að undirbúa brúðkaup sitt og Sóla Hólm skemmtikrafts. Látið af sleifarlaginu! Framkvæmdir við götuna hafa staðið yfir frá því snemma í sumar og þarna hefur nú verið opinn skurður síðan 18. ágúst. „Ekki hefur sést nokkur maður í vinnu á svæðinu frá því um miðja síðustu viku. Handrið eru laus og valda stórhættu á því að fólk detti,“ segir Freyr í áðurnefndu bréfi sínu. Og hann heldur áfram að lýsa aðstæðum: Íbúar segjast hafa fullan skilning á því að farið sé í framkvæmdir og lagfæringar. Annað mál sé hversu ofboðslega langan tíma þær hafa tekið.vísir/vilhelm „Gangstétt á Framnesvegi milli Hringbrautar og Grandavegs er ónothæf vestan megin og austan megin er hún ekki til staðar heldur aðeins grófur ofaníburður, sem rýkur úr í roki, er illfær, skemmir dekk á hjólum, barnavögnum og hjólastólum, auk þess sem fólk sem á erfitt með gang, aldraðir til að mynda, geta illa eða ekki gengið þarna,“ segir Freyr sem krefst þess að þeir sem að framkvæmdum standi sendi mannskap þegar á vettvang og ljúki þessu verki. „[Verki] sem ég hef fullan skilning á að þurfi að vinna. Ég get hins vegar ekki sætt mig við sleifarlagið sem á þessu er.“ Skipulag Samgöngur Reykjavík Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Sjá meira
Dæmi eru um að fólk hafi sprengt dekk á bílum sínum þegar þeir hafa verið að þæfa sig yfir járnplanka sem settur hefur verið skurð á Framnesveig. Á Facebook-hópi Vesturbæjar má sjá að íbúar eru orðnir afar gramir vegna framkvæmdanna. Freyr Rögnvaldsson blaðamaður, íbúi við Framnesveg, ritar harðorðan pistil sem hann birti þar fyrir nokkrum dögum, opið bréf til Veitna og Veitur þjónustu. Erfitt er að komast leiðar sinnar vestur í bæ um þessar mundir og hefur svo verið um hríð.vísir/vilhelm „Mér leikur hugur á að vita hvort Veitur ætli sér að láta Framnesveg í Vesturbænum standa sundurgrafinn langt fram á vetur eða hvort þið hafið hug á að taka ykkur saman í andlitinu og ganga frá framkvæmdum þar svo sómi sé að?“ spyr Freyr. Hann fylgdi bréfi sínu eftir með hringingu í Veitur í gær og fékk svo símtal frá ábyrgðarmanni framkvæmdanna í morgun þar sem honum var lofað því að skurðinum yrði lokið innan tíðar. Íbúar vestur í bæ taka því loforði með fyrirvara, að fenginni reynslu. Viktoría sprengir dekk á bíl sínum Freyr birti myndir með pistli sínum sem sýna að þar er harnær ófært fyrir fólk, gangandi eða hjólandi, á gatnamótum Framnesvegar og Hringbrautar. Og þeir sem eru á hjólastól komast ekki þar um. „Brýr sem settar eru yfir skurðina sem þið hafið grafið eru fáránlega brattar og ekkert hugað að því að fletja út rampana upp á þá, auk þess sem þær eru mjög mjóar. Það er óþolandi og til skammar fyrir hvern sem er, en fyrir fyrirtæki í almannaeigu er það glæpsamleg vanræksla.“ Glæpsamleg vanræksla, segir Freyr Rögnvaldsson íbúi við Framnesveg.vísir/vilhelm Athugasemdir láta ekki á sér standa og ljóst er að íbúar eru afar ósáttir. Jón Páll Ásgeirsson segir Framnesveginn hafa verið áralangt vandamál og þarna sé aldrei sálu við störf að sjá. „Þessi skurður yfir götuna við Hringbraut dýpkar stöðugt og endar með ósköpum,“ segir Jón Páll. Og það var einmitt það sem henti Viktoríu Hermannsdóttir útvarps- og sjónvarpskona sem skar dekk á bíl sínum þar. Á versta tíma því hún var þá á þönum við að undirbúa brúðkaup sitt og Sóla Hólm skemmtikrafts. Látið af sleifarlaginu! Framkvæmdir við götuna hafa staðið yfir frá því snemma í sumar og þarna hefur nú verið opinn skurður síðan 18. ágúst. „Ekki hefur sést nokkur maður í vinnu á svæðinu frá því um miðja síðustu viku. Handrið eru laus og valda stórhættu á því að fólk detti,“ segir Freyr í áðurnefndu bréfi sínu. Og hann heldur áfram að lýsa aðstæðum: Íbúar segjast hafa fullan skilning á því að farið sé í framkvæmdir og lagfæringar. Annað mál sé hversu ofboðslega langan tíma þær hafa tekið.vísir/vilhelm „Gangstétt á Framnesvegi milli Hringbrautar og Grandavegs er ónothæf vestan megin og austan megin er hún ekki til staðar heldur aðeins grófur ofaníburður, sem rýkur úr í roki, er illfær, skemmir dekk á hjólum, barnavögnum og hjólastólum, auk þess sem fólk sem á erfitt með gang, aldraðir til að mynda, geta illa eða ekki gengið þarna,“ segir Freyr sem krefst þess að þeir sem að framkvæmdum standi sendi mannskap þegar á vettvang og ljúki þessu verki. „[Verki] sem ég hef fullan skilning á að þurfi að vinna. Ég get hins vegar ekki sætt mig við sleifarlagið sem á þessu er.“
Skipulag Samgöngur Reykjavík Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Sjá meira